Villi á Benzanum slapp með skrekkinn Vilhjálmur Sigurðsson, betur þekktur sem Villi á Benzanum, varð vitni að því þegar að nefhjól úr flugvél féll af himnum ofan og lenti á stéttinni sem skilur að Austurvöll og Alþingishúsið. Mikla mildi má telja að nefhjólið hafi hvorki lent á fólki á ferð né bygginum á svæðinu. 11.6.2025 07:18
Tók smá snúning en aftur kominn á svipaðar slóðir Slökkviliðsmenn hafa haldið háhyrningi sem strandaði í Gorvík nærri Korpúlfsstöðum í Grafarvogi í gærkvöldi rökum í nótt með það fyrir augum að halda honum á lífi. 11.6.2025 06:56
Þriggja daga þjóðarsorg í Austurríki Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Austurríki og mínútuþögn verður um allt landið klukkan tíu að staðartíma í dag í minningu um fórnarlömb skotárásar í framhaldsskóla í borginni Graz í gær. 11.6.2025 06:51
Erlendur ferðamaður féll í Brúará Fjölmennt lið frá björgunarsveitum auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var kallað út á fimmta tímanum í dag vegna einstaklings sem féll í ána Brúará við Hlauptungufoss. Einstaklingurinn er fundinn en lögregla hefur ekki veitt neinar upplýsingar um líðan hans. Um er að ræða erlendan ferðamann. 6.6.2025 17:05
Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Hildur Guðnadóttir verður hátíðarlistamaður á Listahátíð í Reykjavík sumarið 2026. Á fjögurra daga hátíðinni verður ferill margverðlaunaða tónskáldsins og tónlistarkonunnar fagnað með þremur viðburðum með tónlist Hildar í fyrirrúmi. 6.6.2025 15:51
Kýldi konu eftir kynmök: „Hvað, getur þú ekki meira?“ Héraðsdómur fer nokkuð hörðum höndum um rannsókn lögreglu í kynferðisbrotamáli á hendur Brynjólfi Löve Mogensen sem lauk með sýknudómi. Skortur á gögnum um áverka var lykilatriði í að hann var sýknaður fyrir kynferðisbrot. Áverkavottorð skipti sköpum að hann var dæmdur fyrir að kýla konu í öðru máli að loknum kynmökum. 6.6.2025 15:22
Löng bílaröð meðan hæðarslá er lagfærð Löng bílaröð hefur myndast við syðri enda Hvalfjarðarganga vegna hæðarsláar sem verið er að laga. 6.6.2025 13:25
Tveggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn tveimur konum og karli Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Tarek Rajab, sýrlenskan karlmann búsettan hér á landi, í tveggja ára fangelsi fyrir gróft ofbeldi gegn tveimur konum og karlmanni auk eignaspjalla. Tarek á langan sakarferil að baki í Austurríki meðal annars fyrir ofbeldi. 6.6.2025 10:55
Dómur yfir Erni Geirdal mildaður Landsréttur hefur dæmt Örn Geirdal Steinólfsson í fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun í Vesturbæ Reykjavíkur í janúar í fyrra. Hann þarf að greiða karlmanni sem hann veitti lífshættulega áverka 2,2 milljónir króna í miskabætur. 5.6.2025 15:20
Sári djúpt snortinn yfir stuðningi Sári Morg Gergó, ungverskur karlmaður sem slasaðist illa í brunanum á Hjarðarhaga fyrir tveimur vikum, er á góðum batavegi. Hann segir brunasár á líkamanum gróa vel. Síðustu tvær vikur hafi verið rússíbanareið. 5.6.2025 10:13