Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Féll af baki ís­lensks hests og fær engar skaða­bætur

Þýsk ferðakona fær ekki bætur frá íslensku tryggingafélagi eftir að hafa slasast á hestbaki hjá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki. Ekki þótti sannað að fyrirtækið hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Öllu heldur hefði verið um viðbúið óhappatilvik að ræða.

Bylgja Dís er látin

Bylgja Dís Gunnarsdóttir, formaður Kyrrðarbænarsamtakanna á Íslandi og sópransöngkona, lést þann 3. september langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Hún var 52 ára gömul.

Heið­rún Lind kaupir í Sýn

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, stjórnarmaður í Sýn og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, keypti í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu Sýn fyrir tæplega 56 milljónir króna á föstudaginn.

Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka

Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest 150 þúsund króna sekt á kjúklingaræktanda vegna brots á lögum um velferð dýra. Ráðuneytið minnir Matvælastofnun um leið á að halda sig við staðreyndir málsins og halda ályktunum sem njóti ekki stuðnings gagna til hlés.

Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu

Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir ekki lögmál að á Íslandi þurfi að vera hátt matarverð. Íslenskur markaður hafi tvo lykilþætti til að halda verði niðri sem séu samkeppni og fjöldi viðskiptavina.

Stytta þurfi sumar­frí barna um að lág­marki tvær vikur

Varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundaráðgjafi telur mikilvægt að stytta sumarfrí grunnskólabarna á Íslandi um tvær vikur. Sumarfríið sé lengra en tíðkist hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum. Þá sé ekki sjálfsagt að börn séu skráð á námskeið allt sumarið meðan foreldrar vinni.

Játning á borðinu í um­fangs­mestu þjófnuðum seinni tíma

Karlmaður sem játað hefur aðild að tveimur umfangsmestu þjófnuðum á reiðufé í sögu landsins heitir Hrannar Markússon. Litlu virðist hafa mátt muna að hann yrði þátttakandi í Gufunesmálinu svokallaða en hann segist ekki hafa nennt með Stefáni Blackburn til Þorlákshafnar. 

Sjá meira