Fimm ára nauðgunardómur stendur Hæstiréttur hefur hafnað beiðni 43 ára karlmanns um að taka fyrir mál hans. Maðurinn, Vilhelm Norðfjörð Sigurðsson, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og brjóta með öðrum hætti gegn henni í byrjun árs 2022. 2.4.2025 14:23
Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Alls voru 79 handteknir og um fjórtán hundruð eru undir smásjá Evrópulögreglunnar grunuð um að miðla kynferðislegu efni með börnum á vefsíðunni Kidflix. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í aðgerðunum sem teygðu sig til 38 landa. 39 börnum var bjargað úr hættulegum aðstæðum. 2.4.2025 13:55
Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Ákvörðun um sekt vegna stöðvunarbrotagjalda í Reykjavík verður framvegis í höndum starfsfólks á skrifstofu. Eftirlit verður fyrst og fremst rafrænt þótt eftirlit gangandi stöðumælavarða hverfi ekki alveg. 2.4.2025 12:21
Lést í umferðarslysi við Álfabakka Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi á þriðja tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2.4.2025 10:01
Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Björgunarsveitarfólki sem kom að rýmingu í Grindavík vegna yfirvofandi eldgoss í morgun var ógnað. Samkvæmt heimildum Vísis fengu björgunarsveitarmenn sem lentu í slíkum ógnunum sálrænan stuðning frá fulltrúum Rauða krossins. 1.4.2025 10:37
Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Veðurstofan segir að merki frá aflögunarmælum séu sterkari en sést hafa í síðustu atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Það sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni í kvikuhlaupinu sem hófst í morgun. 1.4.2025 09:00
Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sveinn Waage framkvæmdastjóri hefur sett Tesluna sína á sölu. Hann segist langþreyttur á því áreiti sem fylgi því að eiga slíkan bíl. Hann vill losna við fararskjótann sem fyrst og slær því vel af verðinu. Hann sér frið og ró sem því fylgi í hillingum. 1.4.2025 07:02
Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Frumvarp umhverfisráðherra um innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum flaug í gegnum þingið í dag. Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu að frátöldum sjö þingmönnum Miðflokksins sem segja um óþarft mál af færibandinu í Brussel sé að ræða. 31.3.2025 16:30
Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað stýrihóp með fulltrúum stofnana og félagasamtaka sem sinna áfengis- og vímuefnameðferð til að efla samskipti og samhæfingu milli þjónustuveitenda og stuðla að tímanlegri þjónustu fyrir notendur. 31.3.2025 15:51
„Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Er rautt flagg að fylgjast með staðsetningunni þinni? Er grænt flagg að elska brosið þitt? Er rautt flagg að ég vilji ekki að þú farir á djammið án mín? Er grænt flagg að ég viti hvað þú vilt í bragðaref? 31.3.2025 15:36