Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. 21.2.2025 12:34
Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara. 21.2.2025 11:29
Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Nýr borgarstjóri tekur við völdum í Reykjavík á morgun þegar greidd verða atkvæði um tillögu nýs meirihluta á aukafundi borgarstjórnar. 20.2.2025 16:52
Kennarar samþykkja innanhússtillögu Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið síðdegis í dag. Kennarar hafa þegar samþykkt tillöguna en hið opinbera hefur frest til 22 í kvöld til að svara kalli sáttasemjara. 20.2.2025 16:13
Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Rúta ME travel sem sat pikkföst á túninu við Höfða í Reykjavík komst í ógöngur fyrr í dag. Þá var henni ekið á steyptan klump við Austurvöll en bannað er að aka rútum á því svæði í miðbæ Reykjavíkur. 20.2.2025 14:41
Stórskemmdi grasflötina við Höfða Rútu á vegum ME travel var ekið inn á grasið við Höfða í Borgartúni á öðrum tímanum í dag og er þar pikkföst. Ljót för eru í blautu grasinu eftir rútuna en eigandi fyrirtækisins heitir því að bæta tjónið. Kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni og bíða nú eftir að rútan verði losuð. 20.2.2025 13:19
Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Mennta- og barnamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga blása til fræðslufundar um verndandi þætti í lífi barna og ungmenna undir yfirskriftinni Tökum samtalið. 20.2.2025 12:51
Uppsagnarákvæði stendur í fólki Kennarar og sveitarfélög eiga enn í rökræðum varðandi launalið kjarasamninga og sömuleiðis uppsagnarákvæði sem sveitarfélögin vilja ekki sjá inni í kjarasamningum. Eining er um framtíðarsýn kennslustarfsins. 20.2.2025 12:32
Segja loforð svikin í Skálafelli Hópurinn Opnum Skálafell kallar eftir því að stjórnvöld og hluteigandi aðilar standi við gerða samninga um uppbyggingu í Skálafelli. Skíðasvæðið í Skálafelli hefur verið lokað í allan vetur, annað árið í röð. Fulltrúar hópsins óttast að stjórnvöld séu að reyna hlaupa undan gerðum samningum. 20.2.2025 11:51
Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Rófustappa á þorrablóti á Brúarási í Jökulsárhlíð norður af Egilsstöðum olli því að fleiri tugir gesta sýktust og fengu snarpan niðurgang. Ljóst er að eitthvað fór úrskeiðis við meðferð stöppunnar en ekki ljóst hvað. 19.2.2025 14:53