Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum

J.J. McCarthy spilaði sinn fyrsta leik í NFL deildinni í nótt og leiddi Minnesota Vikings að 27-24 endurkomusigri gegn Chicago Bears, liðinu sem hann hélt með sem krakki. Hann kastaði fyrir tveimur snertimörkum og hljóp þriðja snertimarkinu sjálfur yfir línuna í fjórða leikhluta.

„Saga sem verður sögð síðar“

Alexander Isak spilaði sinn fyrsta leik síðan á síðasta tímabili í gærkvöldi, hann ræddi við blaðamenn eftir á og sagðist ánægður með að vera loks orðinn leikmaður Liverpool, en var ekki tilbúinn að ræða nánar ósætti sitt við Newcastle.

Nuno rekinn frá Forest

Nuno Espirito Santo var seint í gærkvöldi rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni, eftir aðeins þrjá leiki á þessu tímabili. Brottreksturinn kemur í kjölfar rifrilda við eiganda félagsins.

Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur

Alamara Djabi, leikmaður Midtjylland og liðsfélagi íslenska landsliðsmarkmannsins Elíasar Rafns Ólafssonar, er sakaður um að ljúga til um aldur. Hann segist vera átján ára en er talinn vera sex árum eldri, umboðsmaður hans á að hafa breytt skráningunni.

Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu?

Þróttur fór stórkostlega af stað í Bestu deild kvenna en hefur dregist verulega aftur úr toppbaráttunni. Þjálfari liðsins, Ólafur Kristjánsson, er gagnrýndur af sérfræðingum Bestu markanna fyrir að bregðast ekki nógu vel við þeim aðstæðum sem komu upp.

Njarð­víkingar semja við öðru­vísi Kana

Njarðvík hefur samið við Brandon Averette, 28 ára gamlan leikstjórnanda frá Bandaríkjunum, fyrir komandi átök í Bónus deild karla í körfubolta. Þjálfarinn Rúnar Ingi Erlingsson segist hafa verið í leit að öðruvísi leikmanni en í fyrra. 

„Ís­land er eini ó­vinur okkar“

Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands hefur verið harðlega gagnrýndur af stórliðinu þar í landi, Paris Saint-Germain, fyrir að velja tvo leikmenn liðsins í landsliðshópinn. Deschamps segir þó engar erjur milli landsliðsins og PSG, Frakkland eigi aðeins einn óvin og það er Ísland.

Sjá meira