Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Auð­vitað þyrstir okkur í sigur sem fyrst“

Kvennalið Vals í fótbolta hefur ekki fagnað góðu gengi undanfarið en þjálfarinn Kristján Guðmundsson segir það ekki hafa áhrif á undirbúning ríkjandi bikarmeistaranna fyrir átta liða úrslita leikinn gegn Þrótti á Hlíðarenda í kvöld. Þó liðinu þyrsti sannarlega í sigur. 

City stað­festir kaupin á Reijnders

Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða.

„Ein­vígi sem hefur verið magnað að taka þátt í“

Handboltamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson varð um helgina þrefaldur meistari með Sporting í Portúgal annað árið í röð, eftir magnað einvígi gegn Íslendingaliðinu Porto. Honum líkar lífið í Lissabon vel og ætlar að halda áfram að vinna titla með liðinu næstu tvö árin hið minnsta.

Endurkomusigur hjá Grinda­vík þrátt fyrir rautt spjald

Grindavík vann 2-1 gegn HK þrátt fyrir að lenda undir í fyrri hálfleik og verða svo manni færri í seinni hálfleik, í sjöundu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Ármann Ingi Finnbogason lagði bæði mörkin upp fyrir heimamenn.

Chivu tekur við Inter

Cristian Chivu hefur tekið við störfum sem þjálfari Inter í ítölsku úrvalsdeildinni og gert samning til ársins 2027. Hann er fyrrum leikmaður félagsins og hefur starfað þar sem þjálfari unglingaliða en er með litla reynslu sem aðalþjálfari.

ÍBV sótti sigur og sæti í undan­úr­slitum

ÍBV varð fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna, með 3-1 sigri á útivelli gegn Tindastóli. Heimakonur jöfnuðu um miðjan seinni hálfleik en gáfu frá sér víti fimm mínútum síðar sem fór með leikinn.

City að festa kaup á hinum eftir­sótta Cherki

Manchester City er sagt hafa náð samkomulagi við Lyon um kaup á hinum unga og efnilega Rayan Cherki. Gangi félagaskiptin eftir fljótlega verður hann löglegur með liðinu á heimsmeistaramótinu sem hefst eftir tæpa viku.

Sjá meira