Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. desember 2025 16:33 Ernie Els og Tiger Woods gætu rifjað upp gamlan ríg á PGA mótaröð eldri kylfinga. Speed Media/Icon Sportswire via Getty Images Einn sigursælasti kylfingur sögunnar, Tiger Woods, fagnar fimmtugsafmæli í dag og hefur verið boðið að taka þátt í PGA mótaröð eldri kylfinga. Fimmtánfaldi stórmótasigurvegarinn er nú orðinn gjaldgengur á PGA Tour Champions, eða Senior PGA Tour mótaröðina, sem er fyrir kylfinga fimmtíu ára og eldri. Þar er iðulega spilað þrjá hringi á hverju móti í stað fjögurra og golfbílar eru leyfilegir til að koma kylfingum á milli staða, sem gæti reynst Tiger Woods vel en hann hefur glímt við mikil meiðsli á síðustu árum. Þar gæti hann hitt fyrrum fjendur frá sínum sigursæla ferli en meðal annarra eru Vijay Singh og Ernie Els spilandi á Senior PGA Tour. Tiger yrði líka tekið með opnum örmum og aðrir kylfingar óttast ekki samkeppnina. „Sem vinur Tiger myndi ég elska að sjá hann spila með okkur. Ég held að við myndum skemmta okkur vel og, mjög augljóslega, myndi hann bæta miklu við mótaröðina. Honum fylgir alltaf fullt af fólki og vonandi munu áhorfendur sjá hann skemmta sér með okkur“ sagði kylfingurinn Darren Clarke. „Ég vona að hann sé nógu heilsuhraustur til að spila einhvers staðar, því það gefur golfinu svo ofboðslega mikið að hafa hann. Mig langar að horfa á hann spila lengur og þó það sé sjálfselskt vona ég að hann spili með mér og okkur“ sagði kylfingurinn Jerry Kelly. „Tiger Woods hefur nú þegar skapað sér risastórt nafn og skráð sig á spjöld sögunnar. Hann myndi ekki koma hingað með eitthvað að sanna en ég held að hann gæti haft gaman að því að keppa, prófa sig áfram og halda sér í formi fyrir önnur mót. Það yrði risastór viðbót“ sagði Stewart Cink, sem vann þrjú PGA Senior mót á árinu. Tiger hefur sem áður segir glímt við mikil meiðsli síðustu ár. Hann sleit hásin í mars þegar hann undirbjó sig fyrir Masters-mótið og gekkst svo undir sína sjöundu aðgerð á baki í október. Heilsuvandræði hans komu í veg fyrir að hann gæti tekið þátt á PGA móti þetta árið en það var í fyrsta sinn á ferlinum sem hann missir af heilu tímabili. Óvíst er hvenær og með hvaða hætti Tiger mun snúa aftur á golfvöllinn en hann sagði fyrr í þessum mánuði að hann væri byrjaður að æfa rólega aftur eftir bakaðgerðina í október. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Fimmtánfaldi stórmótasigurvegarinn er nú orðinn gjaldgengur á PGA Tour Champions, eða Senior PGA Tour mótaröðina, sem er fyrir kylfinga fimmtíu ára og eldri. Þar er iðulega spilað þrjá hringi á hverju móti í stað fjögurra og golfbílar eru leyfilegir til að koma kylfingum á milli staða, sem gæti reynst Tiger Woods vel en hann hefur glímt við mikil meiðsli á síðustu árum. Þar gæti hann hitt fyrrum fjendur frá sínum sigursæla ferli en meðal annarra eru Vijay Singh og Ernie Els spilandi á Senior PGA Tour. Tiger yrði líka tekið með opnum örmum og aðrir kylfingar óttast ekki samkeppnina. „Sem vinur Tiger myndi ég elska að sjá hann spila með okkur. Ég held að við myndum skemmta okkur vel og, mjög augljóslega, myndi hann bæta miklu við mótaröðina. Honum fylgir alltaf fullt af fólki og vonandi munu áhorfendur sjá hann skemmta sér með okkur“ sagði kylfingurinn Darren Clarke. „Ég vona að hann sé nógu heilsuhraustur til að spila einhvers staðar, því það gefur golfinu svo ofboðslega mikið að hafa hann. Mig langar að horfa á hann spila lengur og þó það sé sjálfselskt vona ég að hann spili með mér og okkur“ sagði kylfingurinn Jerry Kelly. „Tiger Woods hefur nú þegar skapað sér risastórt nafn og skráð sig á spjöld sögunnar. Hann myndi ekki koma hingað með eitthvað að sanna en ég held að hann gæti haft gaman að því að keppa, prófa sig áfram og halda sér í formi fyrir önnur mót. Það yrði risastór viðbót“ sagði Stewart Cink, sem vann þrjú PGA Senior mót á árinu. Tiger hefur sem áður segir glímt við mikil meiðsli síðustu ár. Hann sleit hásin í mars þegar hann undirbjó sig fyrir Masters-mótið og gekkst svo undir sína sjöundu aðgerð á baki í október. Heilsuvandræði hans komu í veg fyrir að hann gæti tekið þátt á PGA móti þetta árið en það var í fyrsta sinn á ferlinum sem hann missir af heilu tímabili. Óvíst er hvenær og með hvaða hætti Tiger mun snúa aftur á golfvöllinn en hann sagði fyrr í þessum mánuði að hann væri byrjaður að æfa rólega aftur eftir bakaðgerðina í október.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira