Furstadæmin á leið til Mars í fyrsta sinn Geimferðastofnun Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur sett stefnuna á rauðu plánetuna Mars en könnunarhnettinum Hope var skotið á loft japönsku geimstöðinni Tanegashima í gær. 20.7.2020 08:54
Íslendingar þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví í tveimur Eystrasaltsríkjanna Íslendingar sem fara til Lettlands munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Sama gildir um ríkisborgara annarra landa sem ferðast til ríkisins héðan frá. Stjórnvöld munu bregðast við málinu og segja upplýsingar sem stuðst er við gefa ranga mynd af ástandinu hér á landi. 19.7.2020 18:16
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Flugfreyjufélags Íslands og forstjóri Icelandair binda bæði vonir við að nýr kjarasamningur sem undirritaður var í nótt verði samþykktur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir að það sé fagnaðarefni að samningar hafi náðst í nótt. Nánar verður fjallað um nýjan kjarasamning flugfreyja og Icelandair í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19.7.2020 17:59
Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 19.7.2020 16:41
Tilefni hafi verið til mikillar hörku gagnvart Icelandair Forseti Alþýðusambands Íslands segir að viðbrögð ASÍ við ákvörðun Icelandair Group um að hætta kjaraviðræðum og segja upp flugfreyjum félagsins hafi verið eðlileg og tilefni hafi verið mikillar hörku. 19.7.2020 14:30
Maður handtekinn vegna rannsóknar á brunanum í Nantes Lögreglan í frönsku borginni Nantes hefur handtekið 39 ára gamlan karlmann eftir eldsvoðann í dómkirkju borgarinnar. 19.7.2020 13:21
Beðið eftir mótefnamælingu átta smita sem greindust á landamærunum Átta smit greindust á landamærum Íslands við kórónuveiruskimun í gær og er beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar þeirra allra. 19.7.2020 11:39
Yfir 600 þúsund látist í faraldrinum Faraldur kórónuveirunnar fer enn hörðum höndum um heimsbyggðina þrátt fyrir að í sumum ríkjum hafi góður árangur náðst með sóttvörnum. Yfir 600.000 manns hafa nú látist í faraldrinum. 19.7.2020 11:05
Opið bréf flugfreyju til FÍA: „Átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi“ Flugfreyja hjá Icelandair spyr formann FÍA hvort ekki hefði verið hægt að styðja kjarabaráttu flugfreyja í opnu bréfi sínu. 18.7.2020 17:43
Heitir því að koma aldrei á grímuskyldu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox News að hann muni aldrei gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu í ríkinu. 18.7.2020 15:35