Hanna Birna, Helgi og Heimir Fannar í stjórn Justikal Ný stjórn Justikal var kjörin á aðalfundi félagsins á dögunum. Stjórnin er skipuð þeim Helga Hermannsssyni, sem jafnframt er stjórnarformaður félagsins, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Heimi Fannari Gunnlaugssyni. 22.9.2023 09:09
Landsbankinn skellir í lás í Austurstræti í hinsta sinn Tæplega hundrað ára sögu Landsbankans í Austurstræti lýkur í dag. Klukkan 16 verður skellt í lás í hinsta sinn. 22.9.2023 08:50
Gekk blóðugur frá rafhlaupahjóli og fannst hvergi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um blóðugan mann ganga frá rafhlaupahjóli í gærkvöldi eða í nótt. Þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn hvergi sjáanlegur en sjá mátti rafhlaupahjólið á hlið og blóðpoll í kringum hjólið. 22.9.2023 07:09
Heimta gögnin til baka og að vinnu verði eytt Sjávarútvegsfyrirtækið G. Run í Grundarfirði hefur farið fram á það við Samkeppniseftirlitið að stofnunin skili öllum þeim gögnum sem fyrirtækið afhenti í tengslum við úttekt á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. 22.9.2023 06:38
Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. 21.9.2023 14:38
Einn ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði í október síðastliðnum. Fjögur höfðu stöðu sakbornings í málinu. 21.9.2023 12:16
Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. 21.9.2023 10:07
Bein útsending: Áskoranir og tækifæri sveitarfélaga á Fjármálaráðstefnu Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Þar kemur sveitarstjórnarfólk saman til skrafs og ráðagerða varðandi fjármál og verkefni sveitarfélaga, ásamt því að ræða þau mál sem efst ber á baugi í sveitarstjórnarmálum. 21.9.2023 09:31
Stjórn tekur ekki afstöðu til bætts tilboðs Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur samið viðbót við greinargerð sína vegna breytinga á valfrjálsu yfirtökutilboði Regins hf. til hluthafa Eikar fasteignafélags. Stjórnin tekur að svo stöddu ekki afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því við hluthafa sína að taka breyttu tilboði. 21.9.2023 08:39
Hulunni svipt af banamanni Guðmundar Kambans Nafn danska andspyrnumannsins, sem banaði rithöfundinum Guðmundi Kamban í Kaupmannahöfn árið 1945, hefur verið sveipað leyndarhjúp í rúm 78 ár. Sá hét Egon Alfred Højland. 21.9.2023 07:46