Hulunni svipt af banamanni Guðmundar Kambans Árni Sæberg skrifar 21. september 2023 07:46 Guðmundur var Jónsson en tók upp eftirnafnið Kamban árið 1908. Nafn danska andspyrnumannsins, sem banaði rithöfundinum Guðmundi Kamban í Kaupmannahöfn árið 1945, hefur verið sveipað leyndarhjúp í rúm 78 ár. Sá hét Egon Alfred Højland. Guðmundur, sem flutti 22 ára til Danmerkur, fékk orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni, var handtekinn og skotinn til bana þann 5. maí 1945. Guðmundur bjó á Hotel-Pension Bartoli á Uppsalagötu 20 og þennan sama dag lauk hernámi Þjóðverja í Danmörku með tilheyrandi gleði og ringulreið. Danskir andspyrnumenn mættu á heimili Guðmundar og báðu hann um að fylgja sér. Guðmundur mun ekki hafa verið á því og óskaði eftir því að fá að sjá handtökuskipun. Lauk samskiptunum með því að einn andspyrnumannanna skaut Guðmund til bana. Nafnið legið frammi í átta ár Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, ritar lærða grein um málið í Morgunblað dagsins. Þar segir að Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur hafi fyrir margt löngu fengið aðgang að gögnum dómsmálaráðuneytis Danmerkur um opinbera rannsókn á máli Kambans. Frá því hafi hann greint í bók sinni Berlínarblús, sem gefin var út árið 1996. Hann hafi hins vegar ekki mátt gefa það upp hver varð Guðmundi að bana og hann hafi tekið leyndarmálið með sér í gröfina. Ásgeir hafi falið handritadeild Landsbókasafnsins varðveislu gagna sinna um málið og þau hafi verið lokuð til ársins 2015. „Sá sem skaut Guðmund Kamban til bana hét fullu nafni Egon Alfred Højland og var foringi í andspyrnuhópnum Ringen í Kaupmannahöfn,“ segir Guðmundur Magnússon, eftir að hafa kynnt sér gögnin. Egon þessi var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1916 og lærði skiltamálun áður en hann gekk til liðs við Ringen. Tæpum þremur áratugum eftir að hafa banað Kamban tók hann sæti á danska þinginu, þar sem hann sat í skamman tíma, frá desember árið 1973 til janúar 1975. Seinni heimsstyrjöldin Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Minnisvarði um Guðmund Kamban fjarlægður eftir heitar deilur Minningarskjöldur um íslenska rithöfundinn, leikskáldið og leikstjórann Guðmund Kamban hefur verið fjarlægður af húsi við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn eftir deilur um tilvist skjaldarins. 11. október 2021 07:55 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Guðmundur, sem flutti 22 ára til Danmerkur, fékk orð á sig fyrir að vera hliðhollur Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni, var handtekinn og skotinn til bana þann 5. maí 1945. Guðmundur bjó á Hotel-Pension Bartoli á Uppsalagötu 20 og þennan sama dag lauk hernámi Þjóðverja í Danmörku með tilheyrandi gleði og ringulreið. Danskir andspyrnumenn mættu á heimili Guðmundar og báðu hann um að fylgja sér. Guðmundur mun ekki hafa verið á því og óskaði eftir því að fá að sjá handtökuskipun. Lauk samskiptunum með því að einn andspyrnumannanna skaut Guðmund til bana. Nafnið legið frammi í átta ár Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, ritar lærða grein um málið í Morgunblað dagsins. Þar segir að Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur hafi fyrir margt löngu fengið aðgang að gögnum dómsmálaráðuneytis Danmerkur um opinbera rannsókn á máli Kambans. Frá því hafi hann greint í bók sinni Berlínarblús, sem gefin var út árið 1996. Hann hafi hins vegar ekki mátt gefa það upp hver varð Guðmundi að bana og hann hafi tekið leyndarmálið með sér í gröfina. Ásgeir hafi falið handritadeild Landsbókasafnsins varðveislu gagna sinna um málið og þau hafi verið lokuð til ársins 2015. „Sá sem skaut Guðmund Kamban til bana hét fullu nafni Egon Alfred Højland og var foringi í andspyrnuhópnum Ringen í Kaupmannahöfn,“ segir Guðmundur Magnússon, eftir að hafa kynnt sér gögnin. Egon þessi var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1916 og lærði skiltamálun áður en hann gekk til liðs við Ringen. Tæpum þremur áratugum eftir að hafa banað Kamban tók hann sæti á danska þinginu, þar sem hann sat í skamman tíma, frá desember árið 1973 til janúar 1975.
Seinni heimsstyrjöldin Íslendingar erlendis Danmörk Tengdar fréttir Minnisvarði um Guðmund Kamban fjarlægður eftir heitar deilur Minningarskjöldur um íslenska rithöfundinn, leikskáldið og leikstjórann Guðmund Kamban hefur verið fjarlægður af húsi við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn eftir deilur um tilvist skjaldarins. 11. október 2021 07:55 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Minnisvarði um Guðmund Kamban fjarlægður eftir heitar deilur Minningarskjöldur um íslenska rithöfundinn, leikskáldið og leikstjórann Guðmund Kamban hefur verið fjarlægður af húsi við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn eftir deilur um tilvist skjaldarins. 11. október 2021 07:55