Aukin hætta á aurskriðum fyrir austan Úrhellisrigningu er spáð á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi vestra í dag. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum fyrir austan, en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður. 18.9.2023 07:31
Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. 15.9.2023 15:12
Ágúst skipaður forstöðumaður Lands og skógar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að skipa Ágúst Sigurðsson sem forstöðumann Lands og skógar, nýrrar stofnunar sem verður til við sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. 15.9.2023 14:51
Nemendur þurfa ekki að sitja tíma hjá Páli en hann ekki rekinn Skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir skrif Páls Vilhjálmssonar, sem kennir við skólann, skaða skólann. Sá skaði sé þó léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geti valdið hinsegin nemendum innan skólans. 15.9.2023 14:35
Tillögur að breyttri stjórnarskrá: Alþingismenn staðfesti ekki endanlega eigin kjörbréf Greinargerðum sérfræðinga sem forsætisráðherra fól að taka saman um kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi hefur nú verið skilað til forsætisráðuneytisins. Eitt helsta nýmælið sem lagt er til er að stjórnmálasamtök og frambjóðendur geti kært ákvörðun Alþingis um gildi kosninga til Hæstaréttar. 15.9.2023 11:27
Háskóli Íslands fær háa sekt vegna eftirlitsmyndavéla Persónuvernd hefur sektað Háskóla Íslands um eina og hálfa milljón króna eftir að kvartað var yfir rafrænni vöktun af hálfu skólans. 15.9.2023 10:04
Þingmanni sparkað úr leikhúsi: „Veistu ekki hver ég er?“ Lauren Boebert, fulltrúadeildarþingmanni í Bandaríkjunum, var sparkað úr leikhúsi í Denver í gærkvöldi fyrir að hafa reykt rafsígarettu, verið í símanum og með háreysti. 15.9.2023 08:36
Segir frávik eiga sér eðlilegar skýringar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að frávik við veiðar á langreyði, sem olli því að Matvælastofnun stöðvaði tímabundið veiðar Hvals 8, hafi orðið vegna bilunar á spili. 15.9.2023 07:42
Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári. 15.9.2023 07:01
Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. 14.9.2023 16:56