Viðburðalítið viðvaranasumar Sumarið sem líður hefur verið fremur viðburðalítið hvað varðar veðurviðvaranir, en einungis sjö gular viðvaranir hafa verið gefnar út þetta sumarið og þær voru allar vegna vinds. Síðustu fimm sumur hafa 36 viðvaranir verið gefnar út að jafnaði. 14.9.2023 15:49
Umdeildar breytingar leikskólamála sagðar ganga vel Bæjarstjóri Kópavogs segir fyrstu niðurstöður varðandi breytingar á leikskólamálum bæjarins vera mjög jákvæðar. Breytingarnar voru mjög umdeildar þegar tilkynnt var um þær í sumar. 14.9.2023 14:31
Settur forstjóri segir upp fjórum starfsmönnum Fjórum starfsmönnum Ríkiskaupa var sagt upp störfum á föstudag í síðustu viku. Settur forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar komnar til af rekstrarlegum ástæðum. 14.9.2023 13:40
Reginn bætir um betur eftir að stjórn lagði til að tilboði yrði hafnað Stjórnendur fasteignafélagsins Regins hafa ákveðið að hækka yfirtökutilboð sitt í allt hlutafé Eikar fasteignafélags úr 0,452 hlutum í tilboðsgjafa í 0,489 hluti í tilboðsgjafa. 14.9.2023 12:34
Bein útsending: Umræður um fjárlög Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælir fyrir fjárlagafrumvarpi sínu á Alþingi í dag. 14.9.2023 09:02
Útgerðarfélag Akureyringa rennur inn í dótturfélag Samherja Ákveðið hefur verið að Útgerðarfélag Akureyringa ehf. sameinist Samherja Íslandi ehf., sem fyrir rekur fiskvinnslu á Dalvík og gerir út þrjú ísfiskskip, frystitogara og tvö uppsjávarskip. Móðurfélag þessara tveggja félaga er Samherji hf.. 13.9.2023 16:01
Einn fluttur á sjúkrahús eftir alvarlegt slys Aðgerðum er lokið á Lækjargötu í Reykjavík, þar sem alvarlegt umferðarslys varð um klukkan 13:25 í dag. Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús. 13.9.2023 15:18
Loka sundlaugum vegna netbilunar Forsvarsmenn Árbæjarlaugar hafa tilkynnt að búið sé að loka sundlauginni þar sem ekki sé hægt að tryggja öryggi gesta vegna netbilunar hjá Reykjavíkurborg. Þá er einnig búið að loka Vesturbæjarlaug. 13.9.2023 14:51
ADHD-lyf „í eðlilegum skammtastærðum“ leiði ekki til niðurfellingar bótaréttar Almennt myndi notkun ADHD-lyfja í eðlilegum skammtastærðum samkvæmt læknisráði ekki leiða til skerðingar eða niðurfellingar á bótarétti. 13.9.2023 13:47
Þór þarf ekki til Grænlands Varðskipið Þór er laust til annarra verkefna eftir að hafa verið í biðstöðu vegna skemmtiferðaskips sem strandaði undan austurströnd Grænlands í gær. 13.9.2023 12:40