Ráðist á tvo dyraverði í miðborginni Tveir voru handteknir í gærkvöldi fyrir líkamsárásir gegn dyravörðum skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur. 6.8.2023 07:27
Forsetinn lét það vera að slamma og fara í pyttinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er heiðursgestur stærstu þungarokkshátíðar heims, sem haldin er í Wacken í Þýskalandi um helgina. 5.8.2023 16:46
Býður þeim sem ekki komast úr bænum á tónleika Björn Thoroddsen, einn besti gítarleikari landsins og þó víðar væri leitað, blæs til tónleika í dag og annað kvöld við gömlu höfnina í Reykjavík. Ekkert verður rukkað inn á tónleikana og markmiðið er að þeir sem ekki komast út úr bænum um helgina geti gert sér glaðan dag. 5.8.2023 16:02
Óku um bæinn á vespu og frömdu vopnuð rán Tveir hafa verið handteknir vegna tveggja vopnaðra rána í dag í Reykjavík og Kópavogi. Mennirnir óku um á vespu og rændu gangandi vegfarendur. 5.8.2023 14:43
Megi segja að eldgosið sé að lognast út af Verulega hefur dregið úr gosóróa í eldgosinu við Litla-Hrút og að óbreyttu má gera ráð fyrir því að því ljúki á allra næstu dögum. 5.8.2023 14:03
Sló til hunds og var handtekinn Þjóðhátíðargestur var handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds lögreglu en var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og ekki síður hjá fíkniefnaleitarhundum þar sem fimmtán mál tengd fíkniefnum komu upp. 5.8.2023 12:49
Lögreglan hefur ekki yfir neinu að kvarta Umferðin var heldur farin að þéttast út úr höfuðborginni nú síðdegis, en gengur vel að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 4.8.2023 16:48
Báru kennsl á 27 ára gamlar líkamsleifar á Gilgo ströndinni Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað. 4.8.2023 15:31
Ákærður fyrir að nauðga dóttur sinni ítrekað Karlmaður á suðvesturhorni landsins hefur verið ákærður fyrir nauðgun, sifjaspell og stórfellt brot í nánu sambandi gegn dóttur sinni. Honum er gefið að sök að hafa nauðgað stúlkunni, sem þá var fimmtán ára, ítrekað yfir hálfs árs tímabil. 4.8.2023 14:26