Forsetinn lét það vera að slamma og fara í pyttinn Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2023 16:46 Forseti Íslands ásamt gestum Wacken open air tónlistarhátíðarinnar. Skrifstofa forseta Íslands Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er heiðursgestur stærstu þungarokkshátíðar heims, sem haldin er í Wacken í Þýskalandi um helgina. „Hingað var mér boðið vegna þess að í fyrsta sinn erum við Íslendingar hér með fjórar hljómsveitir, hverja annarri öflugri. Það var virkilega gaman að fylgjast með þeim í gær og góður andi og gott skipulag. Allt hefur gengið vel eftir því sem ég fæ best séð og vitað,“ segir Guðni í samtali við fréttastofu. Guðni ásamt meðlimum The Vintage Caravan.Skrifstofa forseta Íslands Hljómsveitirnar fjórar eru Skálmöld, Sólstafir, The Vintage Caravan og Krownest. Ekki eini þjóðarleiðtoginn sem er rokkhundur Guðni segir að hann sé einn þjóðarleiðtoga mættur á hátíðina að þessu sinni. Hann viti þó til þess að hann sé ekki sá eini í þeim hópi sem er unnandi þungarokks. Þar nefnir hann til að mynda Joko Widodo, forseta Indónesíu. Joko Widodo er annálaður rokkhundur og hefur vakið heimsathygli fyrir. Árið 2017 færði Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, Widodo áritað eintak af Brúðuleikaranum (e. Master of Puppets), plötu þungarokkshljómsveitarinnar Metallica, að gjöf. Guðni og Joko Widodo er vafalítið hrifnir af tónlist strákanna í Krownest.Skrifstofa forseta Íslands „Við þurfum kannski að íhuga af hverju það er endilega svona mikið í frásögur færandi að einhver í minni stöðu sæki tónleika sem snúast um þessa tegund tónlistar en ekki kannski aðra,“ segir Guðni. Lét það vera að slamma Guðni segir að hann hafi notið sín vel á tónleikunum í gær en hafi þó stillt hefðbundnum þungarokkstöktum í hóf. Forsetinn naut tónleika Sólstafa í gærkvöldi og fékk mynd af sér með meðlimum hljómsveitarinnar baksviðs. „Ég lét það nú vera að slamma, eins og það er kallað, eða fara í pittinn svonefnda. En hefði það gerst, þá eru þar ákveðnar reglur sem gilda. Verði fólki einhver fótaskortur, þá eru aðrir snöggir til að hjálpa manni á fætur. En allt er gott í hófi og ég vil ítreka að ég er ekki einhver áhangandi sem fylgist með hverju skrefi allra íslenskra þungarokkssveita. Ég hef bara gaman af þessari tegund tónlistar og hér eru Íslendingar áberandi. Þá er gaman að geta stutt það á táknrænan hátt og vakið athygli á því að þessi tegund tónlistar blómstrar og er öflug sem aldrei fyrr á Íslandi.“ Menningararfinn megi ekki nota í annarlegum tilgangi Guðni tekur í dag þátt í pallborði á hátíðinni ásamt skipuleggjendum Wacken þar sem rætt verður um þungarokkssenuna á Íslandi og tengsl hennar við norrænan menningararf. Hann segir að hann muni nota tækifærið til þess að vekja athygli á tengslum rokksenunnar og menningararfs okkar Íslendinga og hvernig hljómsveitir á borð við Skálmöld miðla honum á ferskan máta til heimsbyggðarinnar. Skálmaldarmenn eru miklir áhugamenn um norrænan sagnaarf.Skrifstofa forseta Íslands „Þó ekki væri nema vegna þess að því miður vitum við að þess eru dæmi, gróf dæmi, að öfgaöfl vilja misnota þennan norræna menningararf, þekkingu okkar og vitneskju um norræna goðafræði, til dæmis. Og nota þá trú og þann arf í þágu illsku, haturs og öfga. Við þurfum að berjast gegn því. Við þurfum að verja Ásgarð, eins og ég hef einhvern tímann sagt, og verja Valhöll og verja Óðinn, Þór, Frigg og Freyju. Við þurfum að benda á það til dæmis að þrumuguðinn Þór, hann hafði nú gaman af því að klæðast kvenmannsfötum ef út í það var farið og að norrænn sagnaarfur á að snúast um virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umburðarlyndi og víðsýni, heiðarleika og sjálfsábyrgð en ekki ýta undir illsku, öfgar og hatur,“ segir Guðni. Þá muni hann nefna íslenska tungu og mikilvægi þess að efla hana og styrkja í heimi alþjóðavæðingar. „Hér eru sveitir sem syngja á íslensku og líka íslenskar sveitir sem syngja á ensku, allt í góðu með það. En ef við viljum tala þetta tungumál áfram, sem ég efast ekki um að ekki nokkur er á móti, þá þarf það að vaxa og blómstra í öllum okkar menningarkimum. Þar með talið í heimi þungarokks.“ Stígvélin koma að góðum notum Greint var frá því í vikunni að mikið hefur rignt í Wacken síðustu daga og að skipuleggjendur hafi lent í vandræðum vegna þess. Guðni segir hátíðarsvæðið vera eitt drullusvað en það komi ekki að sök. „Gömul og góð gúmmístígvél komu sér í góðar þarfir, eins og raunin er kannski heima, án þess að ég viti það fyrir víst. En stígvél geta verið staðalbúnaður á útihátíðum heima og erlendis og þá nýtir maður bara þann góða fótbúnað og það var ekkert vesen. Ég sendi góðar kveðjur heim á alla staði þar sem fólk skemmtir sér í góðum gír, ef svo má segja. Á unglingalandsmótið á Króknum, þjóðhátíð í Eyjum og hvarvetna. Ég vona að fólk fari varlega og njóti þess að vera saman og skemmta sér. Það gerum við Íslendingarnir hér úti í Wacken,“ segir Guðni að lokum. Gúmmístígvél fara Guðna velSkrifstofa forseta Íslands Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Þýskaland Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
„Hingað var mér boðið vegna þess að í fyrsta sinn erum við Íslendingar hér með fjórar hljómsveitir, hverja annarri öflugri. Það var virkilega gaman að fylgjast með þeim í gær og góður andi og gott skipulag. Allt hefur gengið vel eftir því sem ég fæ best séð og vitað,“ segir Guðni í samtali við fréttastofu. Guðni ásamt meðlimum The Vintage Caravan.Skrifstofa forseta Íslands Hljómsveitirnar fjórar eru Skálmöld, Sólstafir, The Vintage Caravan og Krownest. Ekki eini þjóðarleiðtoginn sem er rokkhundur Guðni segir að hann sé einn þjóðarleiðtoga mættur á hátíðina að þessu sinni. Hann viti þó til þess að hann sé ekki sá eini í þeim hópi sem er unnandi þungarokks. Þar nefnir hann til að mynda Joko Widodo, forseta Indónesíu. Joko Widodo er annálaður rokkhundur og hefur vakið heimsathygli fyrir. Árið 2017 færði Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, Widodo áritað eintak af Brúðuleikaranum (e. Master of Puppets), plötu þungarokkshljómsveitarinnar Metallica, að gjöf. Guðni og Joko Widodo er vafalítið hrifnir af tónlist strákanna í Krownest.Skrifstofa forseta Íslands „Við þurfum kannski að íhuga af hverju það er endilega svona mikið í frásögur færandi að einhver í minni stöðu sæki tónleika sem snúast um þessa tegund tónlistar en ekki kannski aðra,“ segir Guðni. Lét það vera að slamma Guðni segir að hann hafi notið sín vel á tónleikunum í gær en hafi þó stillt hefðbundnum þungarokkstöktum í hóf. Forsetinn naut tónleika Sólstafa í gærkvöldi og fékk mynd af sér með meðlimum hljómsveitarinnar baksviðs. „Ég lét það nú vera að slamma, eins og það er kallað, eða fara í pittinn svonefnda. En hefði það gerst, þá eru þar ákveðnar reglur sem gilda. Verði fólki einhver fótaskortur, þá eru aðrir snöggir til að hjálpa manni á fætur. En allt er gott í hófi og ég vil ítreka að ég er ekki einhver áhangandi sem fylgist með hverju skrefi allra íslenskra þungarokkssveita. Ég hef bara gaman af þessari tegund tónlistar og hér eru Íslendingar áberandi. Þá er gaman að geta stutt það á táknrænan hátt og vakið athygli á því að þessi tegund tónlistar blómstrar og er öflug sem aldrei fyrr á Íslandi.“ Menningararfinn megi ekki nota í annarlegum tilgangi Guðni tekur í dag þátt í pallborði á hátíðinni ásamt skipuleggjendum Wacken þar sem rætt verður um þungarokkssenuna á Íslandi og tengsl hennar við norrænan menningararf. Hann segir að hann muni nota tækifærið til þess að vekja athygli á tengslum rokksenunnar og menningararfs okkar Íslendinga og hvernig hljómsveitir á borð við Skálmöld miðla honum á ferskan máta til heimsbyggðarinnar. Skálmaldarmenn eru miklir áhugamenn um norrænan sagnaarf.Skrifstofa forseta Íslands „Þó ekki væri nema vegna þess að því miður vitum við að þess eru dæmi, gróf dæmi, að öfgaöfl vilja misnota þennan norræna menningararf, þekkingu okkar og vitneskju um norræna goðafræði, til dæmis. Og nota þá trú og þann arf í þágu illsku, haturs og öfga. Við þurfum að berjast gegn því. Við þurfum að verja Ásgarð, eins og ég hef einhvern tímann sagt, og verja Valhöll og verja Óðinn, Þór, Frigg og Freyju. Við þurfum að benda á það til dæmis að þrumuguðinn Þór, hann hafði nú gaman af því að klæðast kvenmannsfötum ef út í það var farið og að norrænn sagnaarfur á að snúast um virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umburðarlyndi og víðsýni, heiðarleika og sjálfsábyrgð en ekki ýta undir illsku, öfgar og hatur,“ segir Guðni. Þá muni hann nefna íslenska tungu og mikilvægi þess að efla hana og styrkja í heimi alþjóðavæðingar. „Hér eru sveitir sem syngja á íslensku og líka íslenskar sveitir sem syngja á ensku, allt í góðu með það. En ef við viljum tala þetta tungumál áfram, sem ég efast ekki um að ekki nokkur er á móti, þá þarf það að vaxa og blómstra í öllum okkar menningarkimum. Þar með talið í heimi þungarokks.“ Stígvélin koma að góðum notum Greint var frá því í vikunni að mikið hefur rignt í Wacken síðustu daga og að skipuleggjendur hafi lent í vandræðum vegna þess. Guðni segir hátíðarsvæðið vera eitt drullusvað en það komi ekki að sök. „Gömul og góð gúmmístígvél komu sér í góðar þarfir, eins og raunin er kannski heima, án þess að ég viti það fyrir víst. En stígvél geta verið staðalbúnaður á útihátíðum heima og erlendis og þá nýtir maður bara þann góða fótbúnað og það var ekkert vesen. Ég sendi góðar kveðjur heim á alla staði þar sem fólk skemmtir sér í góðum gír, ef svo má segja. Á unglingalandsmótið á Króknum, þjóðhátíð í Eyjum og hvarvetna. Ég vona að fólk fari varlega og njóti þess að vera saman og skemmta sér. Það gerum við Íslendingarnir hér úti í Wacken,“ segir Guðni að lokum. Gúmmístígvél fara Guðna velSkrifstofa forseta Íslands
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Þýskaland Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent