Ríkið eykur kostnaðarþátttöku vegna tannréttinga Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga undirrituðu í dag tímamótasamning um tannréttingar. Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og skapar meðal annars forsendur til þess að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum. 27.7.2023 18:50
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem sakað hefur Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra um innbrot og föður hans um ítrekuð skemmdarverk segir Ásmund hafa mikil ítök á svæðinu sem ráðherra og því þori lögreglan ekki að aðhafast í málinu. Elísabet Inga fréttamaður okkar fór á hina umdeildu jörð Lambeyrar og kynnti sér málið. Við sýnum ótrúlegar myndir af deilum erfingja jarðarinnar og ættingja ráðherra. 27.7.2023 18:00
Lokar fiskvinnslu í Hafnarfirði og segir upp þorra starfsfólks Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf. áforma að sameina botnfiskvinnslu Fiskvinnslunnar Kambs ehf. í Hafnarfirði við botnfiskvinnslu Brims hf. í Norðurgarði í Reykjavík. Áætlað er að hætta fiskvinnslu í Hafnarfirði í síðasta lagi 30. október næstkomandi og verður því flestum eða 31 starfsmanni Fiskvinnslunnar Kambs sagt upp störfum með samningsbundnum fyrirvara, frá og með 27. júlí. 27.7.2023 17:30
Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27.7.2023 09:01
Hryssa hafi verið stungin á barka og margar drepist Í yfirlýsingu Dýraverndarsambands Íslands segir að því hafi borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur en átta hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti tíu bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum bæjum fjórar hryssur. 26.7.2023 21:48
Skipulagsbreytingar kostuðu Festi 154 milljónir króna Einskiptiskostnaður Festi vegna starfsloka tengdum skipulagsbreytingum á öðrum ársfjórðungi nam 154 milljónum króna. Vörusala félagsins jókst um 14,2 prósent milli ára á tímabilinu. 26.7.2023 21:07
Segir Sjálfstæðisflokkinn vængstýfðan í samstarfi við Vinstri græna Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kurr meðal Sjálfstæðismanna og að hann telji Sjálfstæðisflokkinn ekki geta tekist á við veigamikil og aðkallandi mál í samstarfi við Vinstri græna. 26.7.2023 18:40
Sinéad O’Connor er látin Írska stórsöngkonan Sinéad O’Connor er látin, aðeins 56 ára að aldri. 26.7.2023 18:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Slökkviliðsmenn börðust í dag með meiri tækjabúnaði en áður við að hefta útbreiðslu gróðurelda frá eldgosinu á Reykjanesi. Við sýnum frá aðgerðunum í kvöldfréttum og undirbúningi Almannavarna til að bjarga innviðum á nesinu. 26.7.2023 18:00
Segir þyrlur nánast ofan í kaffibollum íbúa Íbúi í Skerjafirði segir að gríðarleg umferð þyrlna, sem nýttar eru til að flytja ferðamenn að eldgosinu við Litla-Hrút, sé hreinlega skerðing á lífsgæðum. 25.7.2023 23:56