Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hélt tryggingunni vegna geymslu á inn­búi í Grinda­vík

Leigusali í Grindavík hélt eftir tryggingarfé konu sem flýja þurfti leiguíbúð sína vegna hamfaranna sem gengu yfir bæinn þann 10. nóvember í fyrra. Kærunefnd húsamála hefur beint því til leigusalans að skila tryggingunni.

Margeir stefnir ríkinu

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur stefnt íslenska ríkinu. Hann var sendur í leyfi í fyrra eftir að sálfræðistofa komst að þeirri niðurstöðu að Margeir hefði beitt samstarfskonu sína kynferðislegri og kynbundinni áreitni. 

Spá hressi­legri vaxtalækkun

Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum.

Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg von­brigði“

Íslandsbanki hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í einu vaxtamálanna svokölluðu. Formaður Neytendasamtakanna segir niðurstöðuna gríðarleg vonbrigði og alfarið á skjön við ráðgefandi álit sem EFTA-dómstólinn gaf nýverið út.

Horfur tveggja banka úr stöðugum í já­kvæðar

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og Íslandsbanka og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Þriðji stóri viðskiptabankinn, Arion banki, sleit samstarfi sínu við S&P fyrr á árinu.

Móðirin ætlar að á­frýja

Móðir sem sakfelld var fyrir að verða sex ára syni sínum að bana og reyna að bana ellefu ára syni sínum ætlar að áfrýja dóminum til Landsréttar. Lögmaður hennar telur að meta ætti andleg veikindi konunnar henni til refsilækkunar eða refsileysis.

Ísold ráðin markaðs­stjóri

Ísold Einarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri upplýsingatækifyrirtækisins OK. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og ráðgjöf á tæknilausnum og tengdri þjónustu við mörg stærstu fyrirtæki landsins, stofnanir og alþjóðleg fyrirtæki.

Við­horf til kvenna í leiðtogastörfum versnar

Niðurstöður vísitölunnar ,,Reykjavik Index for leadership“ benda til bakslags í viðhorfi til kvenna í leiðtogastörfum á heimsvísu. Ísland er efst í vísitölunni en tapar tveimur stigum á milli ára.

Tvö vilja í Endurupptökudóm

Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Matthías G. Pálsson lögfræðingur hafa sótt um embætti dómanda við Endurupptökudóm.

Sjá meira