Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. 11.10.2024 15:33
Efla Hagstofuna í kjölfar talnaruglsins Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem skila á tillögum um hvernig megi efla Hagstofu Íslands sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu. 11.10.2024 14:13
Sjö vilja verða varaseðlabankastjóri Sjö umsóknir bárustu um embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu. Fimm umsækjenda starfa þegar í Seðlabankanum. 11.10.2024 11:11
Þögull sem gröfin um aðgerðir í öðrum framhaldsskóla Formaður Félags framhaldsskóla segir annan framhaldsskóla nú undirbúa verkfallsaðgerðir. Hann vill ekkert frekar gefa upp um aðgerðir. 11.10.2024 10:53
Bein útsending: Nýir tímar í landbúnaði Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hótel Selfossi í tilefni af Degi landbúnaðarins í dag. Dagskráin hefst kl. 9:30 í dag og hægt verður að fylgjast með fundinum í streymi hér á Vísi. 11.10.2024 09:52
Hægir á landrisi GPS-mælingar á Svartsengissvæðinu sýna vísbendingar um að undanfarið hafi smám saman dregið úr hraða á landrisi. Líkanreikningar, sem byggðir eru á GPS-gögnunum, sýna einnig vísbendingar um að örlítið dragi úr kvikuinnflæði undir Svartsengi. 10.10.2024 16:32
Samið um flug til Eyja næstu þrjá vetur Vegagerðin hefur samið við Mýflug um áætlunarflug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur á tímabilinu desember til og með febrúar næstu þrjú ár. 10.10.2024 16:11
Rannsaka tengsl sköpunargáfu og ADHD Íslensk erfðagreining rannsakar nú erfðir sköpunargáfu og tengsl sköpunargáfu við ofureinbeitingu og taugaþroskaraskanir svo sem ADHD. Allir eldri en 18 ára geta tekið þátt, óháð því hvort þeir telja sig skapandi eða ekki. 10.10.2024 15:43
Reyna aftur að leggja niður Ríkisútvarpið ohf. Hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar á rekstrarumhverfi fjölmiðla. Verði frumvarpið samþykkt verður Ríkisútvarpið ohf. lagt niður og Ríkisútvarpið gert að ríkisstofnun. Frumvarpið var fyrst lagt fram á síðasta löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. 10.10.2024 15:04
Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Betri samgöngur ohf., sem hafa umsjón með framkvæmdum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, hafa ráðið þrjá nýja starfsmenn og forstöðumaður þróunar hefur verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóri. Meðal nýrra starfsmanna er Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Starfsmannafjöldi félagsins tvöfaldast. 10.10.2024 14:26