„Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19.6.2023 11:18
Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19.6.2023 10:19
Tvö vilja verða landsréttardómari Ásgerður Ragnarsdóttir settur landsréttardómari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari sóttu um eitt embætti dómara við Landsrétt, þegar það var auglýst laust til umsóknar í lok maí. 19.6.2023 09:45
Bíða með brokkið vegna bongóblíðu Ákveðið var að fresta hestamannamóti hestamannafélagsins Freyfaxa, sem halda átti í dag á Héraði, vegna hita. „Svona er þetta bara bara hérna fyrir austan, menn þurfa ekkert að kaupa sér miða til Tenerife,“ segir formaður félagsins. 17.6.2023 14:43
Á annan tug vantar samastað þegar Samhjálp missir húsnæðið Leigusamningi Samhjálpar við Félagsbústaði um húsnæði áfangaheimilisins Brúar hefur verið sagt upp. Framkvæmdastjóri samtakanna segir framtíð þjónustunnar í óvissu. 17.6.2023 14:16
Hættir vegna breytinga og fær laun í heilt ár Ólafur Kjartansson, fráfarandi framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, fær greidd laun í tólf mánuði eftir starfslok. Starfslok hans eru ekki sögð tengjast umfjöllun um skakkaföll í endurvinnslu drykkjarferna. 17.6.2023 13:45
Trudeau til Vestmannaeyja Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verður sérstakur gestur sumarfundar forsætisráðherra Norðurlandanna sem verður haldinn í Vestmannaeyjum 25. til 26. júní næstkomandi. 17.6.2023 12:51
Arndís Hrönn er fjallkona ársins 2023 Leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir er fjallkona ársins 2023 í Reykjavík. 17.6.2023 12:09
Allt að 26 gráðu hiti Rjómablíðan heldur áfram á Norð-Austurlandi í dag. Allt að 26 gráðu hita er spáð. 17.6.2023 10:14
Fréttakviss vikunnar: Tónleikar Beyoncé, prakkarastrik og Berlusconi Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á fréttakvissinu til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. 17.6.2023 09:02