Handbolti

„Ég er að fara aftur til Sví­þjóðar“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Örn Jónsson var gríðarlega mikilvægur fyrir varnarleik íslenska liðsins og var sárt saknað í dag.
Elvar Örn Jónsson var gríðarlega mikilvægur fyrir varnarleik íslenska liðsins og var sárt saknað í dag. Getty/Sanjin Strukic

Elvar Örn Jónsson gat ekki spilað með íslenska handboltalandsliðinu í tapleiknum á móti Króatíu í dag og munaði miklu um hann í vörninni ekki síst í fyrri hálfleiknum þegar íslenska liðið fékk á sig nítján mörk.

Elvar Örn handarbrotnaði í sigrinum á Ungverjum og fór heim til Íslands í aðgerð.

Magdeburg, félagslið Elvars Arnar, greindi frá því í dag að vegna meiðsla þessa 28 ára lykilmanns væri búist við því að hann yrði frá keppni í að minnsta kosti átta vikur.

„Meiðsli Elvars eru auðvitað mikið áfall,“ sagði Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburgar, í tilkynningu félagsins.

Elvar hefur nú farið í aðgerðina og flaug hann aftur til Kaupmannahafnar í dag. Hann ætlar að vera áfram í kringum strákana og veita þeim stuðning þótt hann geti ekki hjálpað til inni á vellinum.

„Aðgerðin gekk vel og mér líður ágætlega. Það var samt mjög erfitt að horfa á leikinn í sjónvarpinu,“ sagði Elvar þegar Vísir náði stuttlega í hann á ferðalagi sínu frá Íslandi til Danmerkur.

Hann ætlar að reyna að gera það sem hann getur.

„Ég myndi gera allt til að hjálpa strákunum,“ sagði Elvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×