Ryuichi Sakamoto er látinn Japanski raftónlistarfrumuðurinn Ryuichi Sakamoto er látinn 71 árs að aldri. 2.4.2023 23:40
Bjargaði snjóbrettamanni á kafi í snjó Skíðamaðurinn Francis Zuber vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann bjargaði snjóbrettamanni sem lent hafði öfugur á kafi í snjó. Hann rambaði fram á manninn fyrir hreina tilviljun og ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði hann ekki gert það. 2.4.2023 22:39
Sanna viðurkennir ósigur Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. 2.4.2023 20:59
Þröstur Leó valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Bari Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar, Á ferð með mömmu. 2.4.2023 19:57
Tryllt dagskrá í fimmtugsafmæli aldarinnar í Smáranum Það er óhætt að segja að dagskráin hafi verið sérstaklega vegleg í tvöföldu fimmtugsafmæli í Smáranum í Kópavogi í gær. Margir af vinsælustu skemmtikröftum þjóðarinnar skemmtu fleiri hundruð manns í afmæli sem verður lengi í minnum haft. 2.4.2023 19:20
Stuðningsmaður innrásar Rússa lést í sprengingu á veitingastað Prigozhins Rússneski stríðsbloggarinn Vladlen Tatarsky lést eftir öfluga sprengingu á veitingastað í Pétursborg í dag. Veitingastaðurinn er sagður í eigu Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner-hópsins alræmda. 2.4.2023 19:01
Nefndu stúlkuna Nóru Náð LXS raunveruleikastjarnan og dansarinn Ástrós Traustadóttir og frumkvöðullinn Adam Karl Helgason nefndu stúlkubarn sitt, sem fæddist í febrúar, Nóru Náð Adamsdóttur í dag. 2.4.2023 18:29
Fimmtán ára stúlka um borð í bát með alræmdum ofbeldismanni Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi. 2.4.2023 18:16
Bjarni væri að fá falleinkunn í skóla Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ríkisstjórnina gera of lítið og of seint í baráttunni gegn verðbólgunni með nýrri fjármálaáætlun. 31.3.2023 23:32
Einhverfufélagið blæs til listasýningar: „Við getum gert allt sem annað fólk getur gert“ Nóg verður um að vera í húsnæði Hamarsins ungmennahúss í Hafnarfirði um helgina þar sem Einhverfufélagið hefur sett upp listasýningu. 31.3.2023 23:02