„Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2026 00:47 Steingrímur J. Sigfússon segir að heimurinn sé á kolrangri leið. Vísir/vilhelm „Þetta er vonandi tímabundið ástand í Bandaríkjunum og við þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg. Og það er gömul saga og ný hvernig á að umgangast slíka. Alltaf er viss hætta á því að meðvirkni láti á sér kræla og allir fari að tipla á tánum í kringum hann.“ Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra og formaður Vinstri grænna, um stöðu heimsmálanna. Hann vill ekki afskrifa Bandaríkin þrátt fyrir hegðun Trumps forseta og stjórnar hans. Steingrímur bendir á að kannanir sýni að Trump sé ekki með stuðning stórs hluta þjóðarinnar á bak við sig þegar kemur að umræðu um yfirtöku á Grænlandi. Hann bindur vonir við að Bandaríkin muni færast aftur til þess að vera forysturíki vestrænna lýðræðisríkja sem virði lög og reglur. „Auðvitað eru þetta að mörgu leyti ískyggilegar aðstæður og það er auðvelt að verða svartsýnn. Einmitt þá reyni ég nú alltaf að halda í þá gömlu góðu reglu að missa ekki trúna á framtíðina og missa ekki trúna á betri heim.“ Steingrímur ræddi stöðuna ásamt Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi ráðherra, við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Klippa: Gjörbreytt heimsmynd blasir við Íslendingum „Það er alveg augljóst að það þarf að endurskipuleggja mjög margt og ég er sammála Carney [forsætisráðherra Kanada] og þeim sem segja að gamla heimsmyndin er farin. Hún verður örugglega aldrei eins, enda var hún nú ekki gallalaus.“ Vísar Steingrímur þar til ræðu sem Carney flutti á Alþjóðaviðskiptaráðstefnunni í Davos og vakti mikla athygli. Steingrímur telur til að mynda að það þurfi að endurskoða stofnanakerfi Sameinuðu þjóðanna, öryggisráðs þess og Alþjóðaviðskiptaráðsins. „Gleymum því ekki að þungamiðjan er að færast til á hnettinum, til Asíu og síðan jafnvel í vaxandi mæli til Afríku. Og það er ekki bara á kostnað Evrópu að hennar vægi minnki, auðvitað líka Bandaríkjanna. Og sumir ganga nú svo langt að setja þetta í sögulegt samhengi, að við séum að verða vitni að hálfgerðum fjörbrotum stórveldis og heimsveldis sem um tíma réði eitt öllu.“ „Það eru miklir erfiðleikar inn á við í Bandaríkjunum. Og efnahagslegur styrkur þeirra er minnkandi. Það er þá kannski fyrst og fremst hernaðarmátturinn sem eftir stendur óhaggaður. En ég held að þetta geti allt saman þýtt að það verður mikil gerjun. Það verður mikil viðleitni til endurskipulagningar margra hluta í heimskerfinu,“ bætir Steingrímur við. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, telur Evrópusambandið vera hluti af svarinu. Vísir/einar Þorsteinn nefnir að ástandið í Úkraínu varpi ljósi á þessa breyttu hugmyndafræði. „Bandaríkin eru ekki að styðja þau gildi sem deilan um Úkraínu snýst um. Það er að segja fullveldi ríkja. Fullveldi ríkja er Bandaríkjunum algjörlega óviðkomandi. Og það er þessi stóra breyting. Þau eru bara að horfa á hvaða viðskiptalegu hagsmuni getum við haft af því að stoppa þetta stríð og byrja samskipti við Rússland.“ Steingrímur bendir einnig á ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og framgöngu Ísraela á Gasa sem hefur verið líkt við þjóðarmorð af alþjóðasamtökum. „Þar hefðu menn getað tekið fyrr og harðar til hendi. Þar verður aftur auðvitað að horfast í augu við ábyrgð Bandaríkjanna á því að leyfa Ísraelsmönnum og styðja þá til þess að fara þarna sínu fram.“ Bandaríkin vinni gegn hagsmunum Íslands „Gagnvart minni lífsskoðun finnst mér heimurinn allur meira og minna vera á kolrangri leið. Við erum að horfa núna upp á stóraukinn vígbúnað og vígvæðingu í heimi sem þarf auðvitað á öllu öðru að halda en því. Það þarf að vera að setja fjármuni í loftslagsmál og umhverfismál og þróunarsamvinnu, því annars á þetta bara eftir að versna. Stóra spurningin er hvenær tekst að breyta um kúrs þannig lagað í heiminum að menn fari að verja kröftum sínum á uppbyggilegan og sjálfbæran hátt í einhverja hluti,“ segir Steingrímur. Þorsteinn grípur þráðinn um loftslagsmálin og segir Ísland eiga mjög mikilla framtíðarhagsmuna að gæta þar. „Að það verði árangur í þeim efnum, því bara hitastig sjávar getur haft áhrif á það hvar fiskistofnar halda sig. Í dag eru Bandaríkin mesti óvinur Íslands í baráttunni fyrir því að ná tökum á þessum vanda og þar með varðveita okkar gífurlegu hagsmuni af fiskveiðum hér við land. Þannig að þetta er eitt af dæmunum um það hvernig Bandaríkin hafa snúist gegn íslenskum hagsmunum á öllum sviðum,“ segir Þorsteinn. Segir nauðsynlegt að ganga til liðs við Evrópusambandið Þrátt fyrir breytta stöðu telur Þorsteinn aðalatriðið að Íslendingar taki ekki neinar ákvarðanir í dag um að breyta þeim grundvallargildum sem liggja að baki utanríkisstefnu landsins. „Við eigum að halda alveg klossfast í þessi gildi en við eigum að finna okkur stað í alþjóðakerfinu þar sem við fáum mest skjól og mesta vörn fyrir þessi gildi. Og það er raunverulega það sem við þurfum að hugsa um og þurfum að meta það út frá aðstæðum eins og þær blasa við en ekki eins og okkur langar til að þær verði innan einhverra ára og við vitum ekkert um.“ Í dag telji hann það nauðsynlegt fyrir Ísland, bæði út frá efnahags- og fullveldissjónarmiðum, að ganga inn í Evrópusambandið. Steingrímur segir ekki ráðlagt að Ísland bregðist við breyttri stöðu á heimssviðinu í einhverju óðagoti. „Eitt vitum við fyrir víst og það getum við gert. Við getum treyst því að með því að efla vestnorræna og norræna samvinnu, með því til dæmis núna að styrkja tengsl okkar við Kanada, að þá erum við að gera rétt. Og að sjálfsögðu vinna með öðrum Evrópuþjóðum, hvort sem við gerum það sem aðilar að Evrópusambandinu einhvern tímann síðar eða ekki.“ Umhverfismál Donald Trump Úkraína Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Bandaríkin Sprengisandur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra og formaður Vinstri grænna, um stöðu heimsmálanna. Hann vill ekki afskrifa Bandaríkin þrátt fyrir hegðun Trumps forseta og stjórnar hans. Steingrímur bendir á að kannanir sýni að Trump sé ekki með stuðning stórs hluta þjóðarinnar á bak við sig þegar kemur að umræðu um yfirtöku á Grænlandi. Hann bindur vonir við að Bandaríkin muni færast aftur til þess að vera forysturíki vestrænna lýðræðisríkja sem virði lög og reglur. „Auðvitað eru þetta að mörgu leyti ískyggilegar aðstæður og það er auðvelt að verða svartsýnn. Einmitt þá reyni ég nú alltaf að halda í þá gömlu góðu reglu að missa ekki trúna á framtíðina og missa ekki trúna á betri heim.“ Steingrímur ræddi stöðuna ásamt Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi ráðherra, við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Klippa: Gjörbreytt heimsmynd blasir við Íslendingum „Það er alveg augljóst að það þarf að endurskipuleggja mjög margt og ég er sammála Carney [forsætisráðherra Kanada] og þeim sem segja að gamla heimsmyndin er farin. Hún verður örugglega aldrei eins, enda var hún nú ekki gallalaus.“ Vísar Steingrímur þar til ræðu sem Carney flutti á Alþjóðaviðskiptaráðstefnunni í Davos og vakti mikla athygli. Steingrímur telur til að mynda að það þurfi að endurskoða stofnanakerfi Sameinuðu þjóðanna, öryggisráðs þess og Alþjóðaviðskiptaráðsins. „Gleymum því ekki að þungamiðjan er að færast til á hnettinum, til Asíu og síðan jafnvel í vaxandi mæli til Afríku. Og það er ekki bara á kostnað Evrópu að hennar vægi minnki, auðvitað líka Bandaríkjanna. Og sumir ganga nú svo langt að setja þetta í sögulegt samhengi, að við séum að verða vitni að hálfgerðum fjörbrotum stórveldis og heimsveldis sem um tíma réði eitt öllu.“ „Það eru miklir erfiðleikar inn á við í Bandaríkjunum. Og efnahagslegur styrkur þeirra er minnkandi. Það er þá kannski fyrst og fremst hernaðarmátturinn sem eftir stendur óhaggaður. En ég held að þetta geti allt saman þýtt að það verður mikil gerjun. Það verður mikil viðleitni til endurskipulagningar margra hluta í heimskerfinu,“ bætir Steingrímur við. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, telur Evrópusambandið vera hluti af svarinu. Vísir/einar Þorsteinn nefnir að ástandið í Úkraínu varpi ljósi á þessa breyttu hugmyndafræði. „Bandaríkin eru ekki að styðja þau gildi sem deilan um Úkraínu snýst um. Það er að segja fullveldi ríkja. Fullveldi ríkja er Bandaríkjunum algjörlega óviðkomandi. Og það er þessi stóra breyting. Þau eru bara að horfa á hvaða viðskiptalegu hagsmuni getum við haft af því að stoppa þetta stríð og byrja samskipti við Rússland.“ Steingrímur bendir einnig á ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs og framgöngu Ísraela á Gasa sem hefur verið líkt við þjóðarmorð af alþjóðasamtökum. „Þar hefðu menn getað tekið fyrr og harðar til hendi. Þar verður aftur auðvitað að horfast í augu við ábyrgð Bandaríkjanna á því að leyfa Ísraelsmönnum og styðja þá til þess að fara þarna sínu fram.“ Bandaríkin vinni gegn hagsmunum Íslands „Gagnvart minni lífsskoðun finnst mér heimurinn allur meira og minna vera á kolrangri leið. Við erum að horfa núna upp á stóraukinn vígbúnað og vígvæðingu í heimi sem þarf auðvitað á öllu öðru að halda en því. Það þarf að vera að setja fjármuni í loftslagsmál og umhverfismál og þróunarsamvinnu, því annars á þetta bara eftir að versna. Stóra spurningin er hvenær tekst að breyta um kúrs þannig lagað í heiminum að menn fari að verja kröftum sínum á uppbyggilegan og sjálfbæran hátt í einhverja hluti,“ segir Steingrímur. Þorsteinn grípur þráðinn um loftslagsmálin og segir Ísland eiga mjög mikilla framtíðarhagsmuna að gæta þar. „Að það verði árangur í þeim efnum, því bara hitastig sjávar getur haft áhrif á það hvar fiskistofnar halda sig. Í dag eru Bandaríkin mesti óvinur Íslands í baráttunni fyrir því að ná tökum á þessum vanda og þar með varðveita okkar gífurlegu hagsmuni af fiskveiðum hér við land. Þannig að þetta er eitt af dæmunum um það hvernig Bandaríkin hafa snúist gegn íslenskum hagsmunum á öllum sviðum,“ segir Þorsteinn. Segir nauðsynlegt að ganga til liðs við Evrópusambandið Þrátt fyrir breytta stöðu telur Þorsteinn aðalatriðið að Íslendingar taki ekki neinar ákvarðanir í dag um að breyta þeim grundvallargildum sem liggja að baki utanríkisstefnu landsins. „Við eigum að halda alveg klossfast í þessi gildi en við eigum að finna okkur stað í alþjóðakerfinu þar sem við fáum mest skjól og mesta vörn fyrir þessi gildi. Og það er raunverulega það sem við þurfum að hugsa um og þurfum að meta það út frá aðstæðum eins og þær blasa við en ekki eins og okkur langar til að þær verði innan einhverra ára og við vitum ekkert um.“ Í dag telji hann það nauðsynlegt fyrir Ísland, bæði út frá efnahags- og fullveldissjónarmiðum, að ganga inn í Evrópusambandið. Steingrímur segir ekki ráðlagt að Ísland bregðist við breyttri stöðu á heimssviðinu í einhverju óðagoti. „Eitt vitum við fyrir víst og það getum við gert. Við getum treyst því að með því að efla vestnorræna og norræna samvinnu, með því til dæmis núna að styrkja tengsl okkar við Kanada, að þá erum við að gera rétt. Og að sjálfsögðu vinna með öðrum Evrópuþjóðum, hvort sem við gerum það sem aðilar að Evrópusambandinu einhvern tímann síðar eða ekki.“
Umhverfismál Donald Trump Úkraína Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Bandaríkin Sprengisandur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira