Gular viðvaranir og óvissustig víða Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Klukkan 10 tekur gul viðvörun einnig gildi á Breiðafirði. Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á fjölda vega á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. 8.1.2023 09:24
Gámar skíðloguðu eftir íkveikjur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti fjórum útköllum í gærkvöldi vegna íkveikja. Gámar skíðloguðu í Spönginni og kveikt var í ruslatunnu í Hafnarfirði. 8.1.2023 08:39
Flugeldur sprakk í hendi manns Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um flugeldaslys þar sem flugeldur hafði sprungi í hendi manns. Sá var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Í gær var fyrsti dagur ársins þar sem ekki mátti sprengja flugelda. 8.1.2023 07:40
Fréttamenn handteknir vegna myndbands sem sýnir forsetann bleyta buxurnar Sex fréttamenn hafa verið handteknir í Suður-Súdan vegna meintra tengsla þeirra við myndskeið sem virðist sýna forseta landsins bleyta buxur sínar á opinberum viðburði. 7.1.2023 15:54
Ekki í lífshættu og árásarmaðurinn laus úr haldi Ungur maður sem var stunginn í fjölbýlishúsi í Mosfellsbæ í gærkvöldi er ekki í lífshættu en líðan hans er eftir atvikum. Sá sem stakk hann var handtekinn í gær en hefur nú verið leystur úr haldi. 7.1.2023 15:29
Bregst ekki við yfirlýsingu Eflingar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt koma fram í yfirlýsingu sem Efling birti í dag. Í yfirlýsingu hafnar Efling því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við SA. 7.1.2023 14:57
Segja fullyrðingar SA skáldskap Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Félagið krefst þess að sérstaða Eflingarfólks vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, verði að fullu virt. 7.1.2023 14:00
Allir ráðherrar nema tveir fengu jólagjöf frá Lárusi Gefinn hefur verið út listi yfir þær gjafir sem ráðherrar þáðu á árinu sem leið. Athygli vekur að bókin Uppgjör bankamanns eftir Lárus Welding leyndist undir jólatrjám flestra ráðherra. 7.1.2023 12:12
Vilhjálmur Freyr steig fram á Omega: „Ég var einmana þetta kvöld“ Vilhjálmur Freyr Björnsson, maðurinn sem var í desember dæmdur fyrir margvísleg brot gegn konu sem hann hafði greitt fyrir vændi, var til viðtals á kristilegu sjónvarpsstöðinni Omega í apríl síðastliðnum. Hann kveðst hafa verið einmana umrætt kvöld og búinn að drekka þrjá sprittbrúsa þegar hann braut á konunni. 7.1.2023 10:38
Eyjaklasi á Breiðafirði falur Eyðibýlið Emburhöfði á Breiðafirði er til sölu. Um er að ræða fjögurra eyja klasa auk fasteigna og lausafjár, þar á meðal eru útungunarvélar og lítill bátur. 6.1.2023 23:56