Gular viðvaranir og óvissustig víða Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2023 09:24 Von er á vonskuveðri á Vestfjörðum í dag og fram á morgun. Stöð 2/Egill Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Klukkan 10 tekur gul viðvörun einnig gildi á Breiðafirði. Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á fjölda vega á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Gul viðvörun tók gildi fyrir Norðurland eystra klukkan 05 í morgun og verður í gildi til klukkan 22. Þar er allhvöss norðanátt og talsverð ofankoma. Líklegt er að færð spillist, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Klukkan 07 tók gul viðvörun gildi á Vestfjörðum þar sem gert er ráð norðaustan og norðan 15 til 25 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi, einkum norðantil. Ekkert ferðaveður verður til klukkan 11 í fyrramálið þegar gildistíma viðvaraninnar lýkur. Á Ströndum og Norðurlandi vestra tók gul viðvörun gildi klukkan 08 og gildir til klukkan 11 í fyrramálið. Norðaustan og norðan 15 til 23 metrum er spáð með snjókomu og skafrenningi. Líklegt er að færð spillist og erfitt ferðaveður verður. Vegum jafnvel lokað Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að í dag megi búast við að vegir á Vestfjörðum og um norðan og vestanvert landið verði á óvissustigi, og þeim jafnvel lokað vegna veðurs og ófærðar. Á Vesturlandi verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Holtavörðuheiði, Brattabrekka, Svínadalur, Fróðhárheiði og Vatnaleið. Þæfingsfærð er á Vatnaleið og um Eyrarsveit. Ófært er um Staðarsveit og Útnesveg. Á Vestfjörðum verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Steingrímsfjarðarheiði, Djúp, Þröskuldar, Klettsháls, Hálfdán, Miklidalur og Kleifaheiði. Ófært er á Dynjandisheiði og norður í Árneshrepp. Flughált er í Steingrímsfirði. Á Norðurlandi verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Siglufjarðarvegur og Þverárfjall. Hálka og hálkublettir víða en snjóþekja eða krapi á nokkrum leiðum. Flughált er á Þverárfjalli og milli Sauðárkróks og Hofsóss. Færð á vegum Veður Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Sjá meira
Gul viðvörun tók gildi fyrir Norðurland eystra klukkan 05 í morgun og verður í gildi til klukkan 22. Þar er allhvöss norðanátt og talsverð ofankoma. Líklegt er að færð spillist, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Klukkan 07 tók gul viðvörun gildi á Vestfjörðum þar sem gert er ráð norðaustan og norðan 15 til 25 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi, einkum norðantil. Ekkert ferðaveður verður til klukkan 11 í fyrramálið þegar gildistíma viðvaraninnar lýkur. Á Ströndum og Norðurlandi vestra tók gul viðvörun gildi klukkan 08 og gildir til klukkan 11 í fyrramálið. Norðaustan og norðan 15 til 23 metrum er spáð með snjókomu og skafrenningi. Líklegt er að færð spillist og erfitt ferðaveður verður. Vegum jafnvel lokað Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að í dag megi búast við að vegir á Vestfjörðum og um norðan og vestanvert landið verði á óvissustigi, og þeim jafnvel lokað vegna veðurs og ófærðar. Á Vesturlandi verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Holtavörðuheiði, Brattabrekka, Svínadalur, Fróðhárheiði og Vatnaleið. Þæfingsfærð er á Vatnaleið og um Eyrarsveit. Ófært er um Staðarsveit og Útnesveg. Á Vestfjörðum verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Steingrímsfjarðarheiði, Djúp, Þröskuldar, Klettsháls, Hálfdán, Miklidalur og Kleifaheiði. Ófært er á Dynjandisheiði og norður í Árneshrepp. Flughált er í Steingrímsfirði. Á Norðurlandi verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Siglufjarðarvegur og Þverárfjall. Hálka og hálkublettir víða en snjóþekja eða krapi á nokkrum leiðum. Flughált er á Þverárfjalli og milli Sauðárkróks og Hofsóss.
Færð á vegum Veður Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Sjá meira