Gular viðvaranir og óvissustig víða Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2023 09:24 Von er á vonskuveðri á Vestfjörðum í dag og fram á morgun. Stöð 2/Egill Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Klukkan 10 tekur gul viðvörun einnig gildi á Breiðafirði. Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á fjölda vega á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Gul viðvörun tók gildi fyrir Norðurland eystra klukkan 05 í morgun og verður í gildi til klukkan 22. Þar er allhvöss norðanátt og talsverð ofankoma. Líklegt er að færð spillist, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Klukkan 07 tók gul viðvörun gildi á Vestfjörðum þar sem gert er ráð norðaustan og norðan 15 til 25 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi, einkum norðantil. Ekkert ferðaveður verður til klukkan 11 í fyrramálið þegar gildistíma viðvaraninnar lýkur. Á Ströndum og Norðurlandi vestra tók gul viðvörun gildi klukkan 08 og gildir til klukkan 11 í fyrramálið. Norðaustan og norðan 15 til 23 metrum er spáð með snjókomu og skafrenningi. Líklegt er að færð spillist og erfitt ferðaveður verður. Vegum jafnvel lokað Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að í dag megi búast við að vegir á Vestfjörðum og um norðan og vestanvert landið verði á óvissustigi, og þeim jafnvel lokað vegna veðurs og ófærðar. Á Vesturlandi verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Holtavörðuheiði, Brattabrekka, Svínadalur, Fróðhárheiði og Vatnaleið. Þæfingsfærð er á Vatnaleið og um Eyrarsveit. Ófært er um Staðarsveit og Útnesveg. Á Vestfjörðum verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Steingrímsfjarðarheiði, Djúp, Þröskuldar, Klettsháls, Hálfdán, Miklidalur og Kleifaheiði. Ófært er á Dynjandisheiði og norður í Árneshrepp. Flughált er í Steingrímsfirði. Á Norðurlandi verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Siglufjarðarvegur og Þverárfjall. Hálka og hálkublettir víða en snjóþekja eða krapi á nokkrum leiðum. Flughált er á Þverárfjalli og milli Sauðárkróks og Hofsóss. Færð á vegum Veður Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira
Gul viðvörun tók gildi fyrir Norðurland eystra klukkan 05 í morgun og verður í gildi til klukkan 22. Þar er allhvöss norðanátt og talsverð ofankoma. Líklegt er að færð spillist, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Klukkan 07 tók gul viðvörun gildi á Vestfjörðum þar sem gert er ráð norðaustan og norðan 15 til 25 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi, einkum norðantil. Ekkert ferðaveður verður til klukkan 11 í fyrramálið þegar gildistíma viðvaraninnar lýkur. Á Ströndum og Norðurlandi vestra tók gul viðvörun gildi klukkan 08 og gildir til klukkan 11 í fyrramálið. Norðaustan og norðan 15 til 23 metrum er spáð með snjókomu og skafrenningi. Líklegt er að færð spillist og erfitt ferðaveður verður. Vegum jafnvel lokað Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að í dag megi búast við að vegir á Vestfjörðum og um norðan og vestanvert landið verði á óvissustigi, og þeim jafnvel lokað vegna veðurs og ófærðar. Á Vesturlandi verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Holtavörðuheiði, Brattabrekka, Svínadalur, Fróðhárheiði og Vatnaleið. Þæfingsfærð er á Vatnaleið og um Eyrarsveit. Ófært er um Staðarsveit og Útnesveg. Á Vestfjörðum verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Steingrímsfjarðarheiði, Djúp, Þröskuldar, Klettsháls, Hálfdán, Miklidalur og Kleifaheiði. Ófært er á Dynjandisheiði og norður í Árneshrepp. Flughált er í Steingrímsfirði. Á Norðurlandi verða eftirfarandi vegir á óvissustigi vegna veðurs og gætu lokað um morguninn, Siglufjarðarvegur og Þverárfjall. Hálka og hálkublettir víða en snjóþekja eða krapi á nokkrum leiðum. Flughált er á Þverárfjalli og milli Sauðárkróks og Hofsóss.
Færð á vegum Veður Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira