Leggur til atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið fyrir kosningar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, leggur til að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Vilji þjóðin sækja um myndi hún svo fá að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu samningaviðræðna. 19.7.2024 11:10
Sprengja sprakk í Leifsstöð: „Einhvers konar víti“ Minniháttar sprenging varð á salerni í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í dag. Einn starfsmaður flugstöðvarinnar hlaut minniháttar áverka en þurfti ekki að leita sér læknisaðstoðar. 18.7.2024 16:54
Landsbankinn hagnaðist um 16 milljarða eftir skatt Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. 18.7.2024 15:56
Úrhellið var það mesta í júní frá upphafi mælinga Úrhellisrigning í Grundarfirði um helgina er sú mesta sem mælst hefur í júlímánuði á landsvísu. Á laugardegi og aðfaranótt sunnudags mældist úrkoman 227 millimetrar. Það er jafnframt mesta úrkoma sem mælst hefur í Grundarfirði. 18.7.2024 14:49
Dæmdur í fangelsi á grundvelli úrelts sakavottorðs Endurupptökudómur hefur fallist á endurupptökukröfu karlmanns sem hlaut þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Við ákvörðun refsingar hans var tekið mið af sakavottorði sem útbúið hafði verið áður en Landsréttur sneri við dómi yfir honum. 18.7.2024 14:03
Víkingur skiptir um hlutverk hjá Öskju Víkingur Grímsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Bílaumboðsins Öskju. Víkingur hefur starfað hjá Öskju frá árinu 2017 og gegndi síðast starfi forstöðumanns viðskiptatengsla, hann hefur átt sæti í framkvæmdastjórn félagsins frá árinu 2022. 18.7.2024 13:56
Brunahætta af hleðslubönkum IKEA hefur innkallað hleðslubanka vegna framleiðslugalla sem gerið það að verkum að af bönkunum stafar brunahætta. 18.7.2024 11:47
Þrýstingur á Biden og leiguverð á hraðri uppleið Aukinn þrýstingur er á Joe Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka og hátt settir demókratar láta nú í sér heyra. Á sama tíma er Trump á siglingu í könnunum og varaforsetaefni hans ávarpaði landsþing repúblikana í gær við dynjandi lófatak. Fjallað verður um stjórnmálin vestanhafs í hádegisfréttum Bylgjunnar. 18.7.2024 11:39
Einar Hrafn ráðinn markaðsstjóri Einar Hrafn Stefánsson tónlistarmaður hefur verið ráðinn til nýsköpunar- og fjártæknifyrirtækisins Blikk í starf markaðsstjóra. 18.7.2024 10:34
Óvenjulegi tölvupósturinn birtur: Spurði dómarann hvaða starfsmann hann ætti að reka fyrir jólin Ómar Valdimarsson lögmaður hefur verið hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir tölvupósta sem hann sendi dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, dómstjóra sama dómstóls og 26 öðrum lögmönnum. Ómar sendi dómaranum bréf þar sem hann kvartaði undan lágri dæmdri málsvarnarþóknun og sagðist þurfa að segja upp starfsmanni vegna hennar. 17.7.2024 14:17