Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Árni Sæberg skrifar 23. október 2025 16:31 Hermann Björnsson er forstjóri Sjóvár. Vísir/Vilhelm Hagnaður Sjóvár á þriðja ársfjórðungi nam 1.145 milljónum króna og samsett hlutfall, hlutfall iðgjalda og kostnaðar, var 89,6 prósent. Afkoma fjárfestinga fyrir skatta var 552 milljónir króna og afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta var 936 milljónir. Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur hagnaður 666 milljónum króna og samsett hlutfall 90,6 prósent. Í tilkynningu Sjóvár til Kauphallar er haft eftir Hermanni Björnssyni, forstjóra félagsins, að sterkur grunnrekstur endurspegli niðurstöður fyrir bæði þriðja fjórðung sem og fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Tekjuvöxtur á fjórðungnum sé í takt við áætlanir en minni en síðustu misseri. Taka verði tillit til þess að markaðshlutdeild Sjóvár hafi vaxið mikið undanfarin ár. Áfram verði lögð áhersla á arðbæran tryggingarekstur með framúrskarandi þjónustu. Afkoma af fjárfestingum fyrir fjármagnsliði og skatta hafi verið 958 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, sem sé lítillega undir væntingum en í takt við þróun markaða. Allir eignaflokkar hafi skilað jákvæðri afkomu á fjórðungnum. Ávöxtun skráðra hlutabréfa hafi verið 1,0 prósent, óskráðra hlutabréfa 0,2 prósent, ríkisskuldabréfa 2,1 prósent, annarra skuldabréfa 2,1 prósent og safnsins alls 1,7 prósent. Í lok þriðja ársfjórðungs hafi eignasafnið verið 61,2 milljarðar króna. Tjónaþróun hagfelld Hagnaður Sjóvár á fyrstu níu mánuðum ársins hafi numið 666 milljónum króna. Þar af hafi hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta numið 2.447 milljónum og samsett hlutfall 90,6 prósent. Þá hafi tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta verið 1.013 milljónir króna. „Rekstrarniðurstaða á fyrstu níu mánuðum ársins endurspeglar sterkan grunnrekstur samstæðunnar. Tjónaþróun hefur verið hagfelld það sem af er ári, sér í lagi þar sem ekkert stórtjón henti á tímabilinu og útskýrir stórbætta afkomu vátryggingasamninga á milli ára. Afkoma af fjárfestingastarfsemi er undir væntingum á tímabilinu sem helgast af neikvæðri þróun á skráðum hlutabréfum fyrri hluta árs.“ Horfurnar betri Haft er eftir Hermanni að félagið hafi breytt horfum sínum fyrir árið 2025 og afkoma af vátryggingasamningum sé áætluð um 2.500 til 2.700 milljónir króna í stað 1.700 til 2.400 milljóna og samsett hlutfall á bilinu 92 til 93 prósent í stað 93 til 95 prósent áður. Horfur til næstu tólf mánaða séu að afkoma af vátryggingasamningum verði á bilinu 1.900 til 2.600 milljónir króna og samsett hlutfall 93 til 95 prósent. „Ekki verða birtar horfur fyrir afkomu af fjárfestingastarfsemi en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að ávöxtun fjárfestingaeigna í stýringu nemi 8,5% á ári til lengri tíma miðað við núverandi vaxtastig og fjárfestingastefnu. Ekki verður upplýst um frávik frá afkomu af fjárfestingastarfsemi nema þær verði raktar til verulegra breytinga á óskráðum eignum eða á eignasafni.“ Sjóvá Uppgjör og ársreikningar Tryggingar Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Í tilkynningu Sjóvár til Kauphallar er haft eftir Hermanni Björnssyni, forstjóra félagsins, að sterkur grunnrekstur endurspegli niðurstöður fyrir bæði þriðja fjórðung sem og fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Tekjuvöxtur á fjórðungnum sé í takt við áætlanir en minni en síðustu misseri. Taka verði tillit til þess að markaðshlutdeild Sjóvár hafi vaxið mikið undanfarin ár. Áfram verði lögð áhersla á arðbæran tryggingarekstur með framúrskarandi þjónustu. Afkoma af fjárfestingum fyrir fjármagnsliði og skatta hafi verið 958 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, sem sé lítillega undir væntingum en í takt við þróun markaða. Allir eignaflokkar hafi skilað jákvæðri afkomu á fjórðungnum. Ávöxtun skráðra hlutabréfa hafi verið 1,0 prósent, óskráðra hlutabréfa 0,2 prósent, ríkisskuldabréfa 2,1 prósent, annarra skuldabréfa 2,1 prósent og safnsins alls 1,7 prósent. Í lok þriðja ársfjórðungs hafi eignasafnið verið 61,2 milljarðar króna. Tjónaþróun hagfelld Hagnaður Sjóvár á fyrstu níu mánuðum ársins hafi numið 666 milljónum króna. Þar af hafi hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta numið 2.447 milljónum og samsett hlutfall 90,6 prósent. Þá hafi tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta verið 1.013 milljónir króna. „Rekstrarniðurstaða á fyrstu níu mánuðum ársins endurspeglar sterkan grunnrekstur samstæðunnar. Tjónaþróun hefur verið hagfelld það sem af er ári, sér í lagi þar sem ekkert stórtjón henti á tímabilinu og útskýrir stórbætta afkomu vátryggingasamninga á milli ára. Afkoma af fjárfestingastarfsemi er undir væntingum á tímabilinu sem helgast af neikvæðri þróun á skráðum hlutabréfum fyrri hluta árs.“ Horfurnar betri Haft er eftir Hermanni að félagið hafi breytt horfum sínum fyrir árið 2025 og afkoma af vátryggingasamningum sé áætluð um 2.500 til 2.700 milljónir króna í stað 1.700 til 2.400 milljóna og samsett hlutfall á bilinu 92 til 93 prósent í stað 93 til 95 prósent áður. Horfur til næstu tólf mánaða séu að afkoma af vátryggingasamningum verði á bilinu 1.900 til 2.600 milljónir króna og samsett hlutfall 93 til 95 prósent. „Ekki verða birtar horfur fyrir afkomu af fjárfestingastarfsemi en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að ávöxtun fjárfestingaeigna í stýringu nemi 8,5% á ári til lengri tíma miðað við núverandi vaxtastig og fjárfestingastefnu. Ekki verður upplýst um frávik frá afkomu af fjárfestingastarfsemi nema þær verði raktar til verulegra breytinga á óskráðum eignum eða á eignasafni.“
Sjóvá Uppgjör og ársreikningar Tryggingar Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira