Rör fór aftur í sundur við Fjarðarselsvirkjun Aurskriða féll í morgun á Seyðisfirði eftir að aðrennslisrör að stöðvarhúsi Fjarðarselsvirkjunar fór í sundur og olli miklum vatnsflaumi í Fjarðarár. Stutt er síðan svipað atvik varð í virkjuninni. 18.7.2022 17:35
Tomasz Þór þvertekur fyrir að hafa beitt heimilisofbeldi Tomasz Þór Veruson fjallagarpur segist aldrei hafa beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Í upphafi árs var hann borinn þungum ásökunum tveggja fyrrverandi kærasta hans, þar á meðal Vilborgar Örnu Gissurardóttur. 17.7.2022 14:12
Hið opinbera hefði þurft að stíga inn á byggingamarkað fyrir áratug Doktor í hagfræði segir að ekki sé tilefni til að hið opinbera stígi inn á húsnæðismarkað á meðan einkaðilar byggja nóg. Hins vegar hefði það mátt stíga inn fyrir tíu árum þegar lítið var byggt. 17.7.2022 11:49
Húsnæðismál, afnám refsingar og salan á Vísi Ólafur Margeirsson hagfræðingur ætlar að ræða húsnæðismál, sveiflur á verði og framboði og leggja fram hugmyndir um hvernig megi gera betur í Sprengisandi dagsins. 17.7.2022 10:04
Átta létust í flugslysi: „Auðvitað lifðu þau þetta ekki af“ Allir átta meðlimir áhafnar úkraínskrar Antonov An-12 fraktflugvélar sem hrapaði í Grikklandi í gær létust. 17.7.2022 09:40
Andrea og Arnar unnu Laugavegshlaupið Arnar Pétursson var fljótastur að hlaupa Laugaveginn í karlaflokki á tímanum 4:04:53 og Andrea Kolbeinsdóttir var hlutskörpust kvenna á nýju brautarmeti, 4:33:07. Í fyrra varð hún fyrst kvenna til að hlaupa kílómetrana 55 á minna en fimm klukkustundum. 16.7.2022 14:30
Ricky Martin sakaður um sifjaspell og heimilisofbeldi Ungur frændi söngvarans Ricky Martin hefur kært hann fyrir heimilisofbeldi. Hann segist hafa átt í sjö mánaða ástarsambandi með söngvaranum 16.7.2022 14:25
Búast við nýju mótsmeti á Laugaveginum Skipuleggjendur Laugavegshlaupsins búast við því að fyrsti hlaupari í mark muni bæta mótsmetið. Til þess þarf að hlaupa 55 kílómetra á minna en þremur klukkustundum og 59 mínútum 16.7.2022 12:20
Rússar halda áfram sprengjuárásum á almenna borgara Rússneskt stórskotalið gerði í morgun árás á borgina Nikopol í suðurhluta Úkraínu. Tveir létust í árásinni en minnst 37 almennir borgarar hafa látist af völdum árása Rússa í Úkraínu síðustu þrjá daga. 16.7.2022 10:45
Sigríður ráðin bæjarstjóri Fjallabyggðar Sigríður Ingvarsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri Fjallabyggðar. 15.7.2022 16:43