Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9.7.2022 14:07
Ungt heimafólk lenti í umferðarslysinu Fólkið sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi á aðfaranótt föstudags var heimafólk á þrítugsaldri. Kona lést í slysinu. 9.7.2022 11:55
Minnst sextán látin eftir flóð á Indlandi Minnst sextán eru látin og tugir eru slasaðir eftir gríðarlegt asaflóð í Kasmír-héraði á Indlandi. Flóðið varð á meðan þúsundir voru í pílagrímsferð að íshelli í Himalajafjöllum. 9.7.2022 10:58
Innnes kaupir Arka Heilsuvörur Innnes ehf. hefur keypt innflutningsfyrirtækið Arka Heilsuvörur ehf.. Arka sem stofnað var árið 2002 hefur lagt áherslu á innfutning og dreifingu á heilsu- og lífstílsvörum. 8.7.2022 16:52
Hótaði að myrða mann með smjörhníf Karlmaður á þrítugsaldri var á dögunum dæmdur til sextán mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líflátshótun með því að hafa hótað að myrða mann með smjörhníf í gistiskýli í Reykjavík. 8.7.2022 15:27
Kona lést í umferðarslysi í Skaftárhreppi Kona lést í umferðarslysinu sem varð á Meðallandsvegi í Skaftárhreppi í nótt. Konan var farþegi í bílnum, en tveir aðrir farþegar voru fluttir mikið slasaðir á sjúkrahús með þyrlu. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. 8.7.2022 12:05
Annar hver fangi með ADHD Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD. 8.7.2022 11:58
Harry prins vann meiðyrðamál Harry Bretaprins lagði útgefanda Daily Mail í meiðyrðamáli sem hann höfðaði eftir að grein í The Mail on Sunday um meinta yfirhylmingu prinsins á deilum hans við krúnuna var birt. 8.7.2022 11:17
Tilboð hefur borist í Laugar í Sælingsdal Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur borist tilboð í ferðaþjónustuþorpið Laugar í Sælingsdal. Þorpið hefur verið til sölu frá árinu 2016 og illa hefur gengið að selja það. 8.7.2022 10:41
Sautján vilja bæjarstjórastólinn í Norðurþingi Sautján sóttu um stöðu bæjarstjóra Norðurþings. Þar á meðal eru Glúmur Baldvinsson og Helgi Jóhannesson lögmaður. 7.7.2022 15:34