Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vinstri græn hafi sannað sig sem sú stjórn­mála­hreyfing sem getur vísað veginn

Þingflokksformaður Vinstri grænna - græns framboðs sagði flokkinn hafa sannað sig að vera sú stjórnmálahreyfing sem hefur kjark til að takast á við áskoranir og verkefni, stjórnmálahreyfing sem hikar ekki við samstarf við aðra, sem getur verið í forystu og getur vísað veginn, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis.

Fjármagnseigendur aldrei haft það betra en í stjórnartíð Katrínar

Þingmaður Pírata veltir því fyrir sér hvernig væntanlegur kjósandi Vinstri grænna árið 2017, sem hefði ratað í tímavél og skroppið fimm ár fram á við, myndi bregðast við þegar hann sæi hverju atkvæði hans hefði skilað. Hann nefnir til að mynda aukinn ójöfnuð í samfélaginu, brottvísanir flóttafólks og neyðarástand í heilbrigðiskerfinu sem hluti sem ættu að koma hinum ímyndaða tímaflakkara á óvart.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Pútin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Utanríkisráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Pútin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sam­þykktu sam­runa Al­vot­ech og Oaktree

Hluthafafundur í sérhæfða yfirtökufélaginu Oaktree Acquisition Corp. II samþykkti í dag samruna við Alvotech S.A. og Alvotech. Gert er ráð fyrir að samrunanum ljúki formlega 15. júní, að öllum öðrum skilyrðum uppfylltum. Þá verður Alvotech skráð á markað í Bandaríkjunum þann 16. júní.

Sjö ævintýri um skömm hlaut flestar tilnefningar til Grímunnar

Leiksýningin Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson varð hlutskörpust þegar tilkynnt var um tilnefningar til Grímuverðlauna í dag með tólf tilnefningar. Fast á hæla hennar kom sýningin 9 Líf eftir Ólaf Egil Egilsson með tíu tilnefningar.

Hæst dæmdi hestur í heimi: Ég svíf bara, segir ræktandinn

Nýtt heimsmet var slegið á kynbótabrautinni á Gaddstaðaflötum á Hellu í dag þegar stóðhesturinn Viðar frá Skör hlaut 9,04 í aðaleinkunn. Er hann þar með hæst dæmdi kynbótahestur í heimi, en það var afreksknapinn Helga Una Björnsdóttir sem sýndi Viðar af mikilli fagmennsku. Fáheyrð einkunn var gefin bæði fyrir hæfileika og sköpulag.

Sjá meira