Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin

Martin Hermannsson var í eldlínunni með Alba Berlin er liðið hafði betur gegn Rasta Vechta í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, lokatölur 93-85 sigur Alba Berlin.

Norð­menn á­fram í milliriðla

Norska landsliðið er komið áfram í milliriðla á EM í handbolta og mun spila úrslitaleik við ríkjandi Evrópumeistara Frakka um toppsæti C-riðils í næstu umferð. Noregur hafði betur gegn Tékklandi í kvöld, 29-25

Stór mis­tök Al­freðs reyndust Þjóð­verjum dýr­keypt

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta þurftu að sætta sig við svekkjandi tap gegn Serbum á EM í handbolta í kvöld. Á ögurstundu gerði Alfreð mistök sem reyndust Þjóðverjum dýrkeypt. 30-27 urðu lokatölurnar, þriggja marka sigur Serbíu.

Átta ís­lensk mörk í svekkjandi tapi

Átta íslensk mörk litu dagsins ljós þegar að Íslendingalið Blomberg Lippe laut í lægra haldi gegn Esztergomi í Evrópudeildinni í handbolta. Lokatölur 33-32 sigur Esztergomi.

Elvar öflugur í mikil­vægum sigri

Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Elvar Már Friðriksson, átti öflugan leik fyrir Anwil Wloclawek þegar að liðið hafði betur gegn Górnik Walbrzych í pólsku deildinni í dag. Loktaölur 86-61 sigur Anwil.

Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í landsliði Króatíu lentu í basli í fyrsta leik sínum á EM í handbolta gegn Georgíu í E-riðli í kvöld en sigldu að lokum heim mikilvægum þriggja marka sigri, lokatölur 32-29.

Valur aftur á topp Olís deildarinnar

Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals tylltu sér aftur á topp Olís deildar kvenna í dag með sannfærandi fimmtán marka sigri á Þór/KA, 31-16.

Sjá meira