Ungir strákar þarna úti sem gætu spilað á HM á Íslandi HM í handbolta árið 2031 verður haldið í Danmörku, Noregi og á Íslandi. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskt íþróttalíf en ný þjóðarhöll verður að vera orðin að veruleika fyrir þann tíma. „Fáránlega spennandi dæmi,“ segir landsliðsþjálfari Íslands sem sjálfur fylgdist með HM hér á landi árið 1995 og fylltist innblæstri. 24.4.2024 10:01
Heldur tryggð við Aston Villa þrátt fyrir áhuga annarra liða Spánverjinn Unai Emery, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2027. Það gerir hann þrátt fyrir áhuga annarra stórliða í Evrópu á hans kröftum. 23.4.2024 12:30
Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. 23.4.2024 11:50
Barnshafandi eftir langt ferli sem tók á andlega Knattspyrnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og unnusta hennar Erin McLeod eiga von á sínu fyrsta barni saman. Gunnhildur greindi frá því á dögunum að hún væri barnshafandi og mun hún því ekki leika með Stjörnunni á yfirstandandi tímabili í Bestu deildinni. Ferlið að verða barnshafandi. Tók hins vegar lengri tíma en þær höfðu áætlað. 23.4.2024 08:00
Finnur Arnar fyrir pressunni? „Þjálfari félags sem svífst einskis til að ná árangri“ Valur tapaði fyrir Stjörnunni í fyrsta leik 3.umferðar Bestu deildar karla síðastliðið föstudagskvöld og sitja Valsmenn því aðeins með fjögur stig af níu mögulegum eftir fyrstu þrjá leiki sína á yfirstandandi tímabili. Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, virtist illa fyrir kallaður í viðtölum eftir leik og var staða hans til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport í gær. 22.4.2024 10:30
Fær þriggja leikja bann fyrir pungspark á Hlíðarenda Aga- og úrskurðanefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur dæmt David Guardia Ramos, leikmann Hattar í Subway deild karla, í þriggja leikja bann vegna háttsemi sinnar í þriðja leik Vals og Hattar í úrslitakeppni deildarinnar á dögunum. Frá þessu er greint á vef KKÍ núna í morgunsárið. 22.4.2024 10:17
Þýðir ekki að mæta með hangandi haus: „Það er ekkert bull“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun þurfa að tryggja sér sæti á HM án þess að geta treyst á landsliðsmarkvörðinn Viktor Gísla Hallgrímsson í einvígi sínu gegn landsliði Eistlands. Landsliðsþjálfarinn segir það ekki þýða neitt að mæta með hangandi haus í verkefnið sem er gegn fyrir fram töluvert veikari andstæðingi. 20.4.2024 10:30
Hafi ekki séð styrkleika sína nægilega vel Eftir löng samtöl er íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Andri Lucas Guðjohnsen loksins orðinn leikmaður Lyngby að fullu. Hann segir vangaveltur um framtíð sína ekki hafa truflað sig innan vallar og þá horfir hann björtum augum fram á komandi tíma hjá Lyngby sem stendur í ströngu um þessar mundir í efstu deild Danmerkur. Hann kveður því sænska félagið IFK Norrköping að fullu og finnst sínir styrkleikar ekki hafa fengið að skína í gegn þar. 19.4.2024 09:30
Neville orðlaus: „Var þetta gert opinbert á sínum tíma?“ Bastian Schweinsteiger, fyrrverandi leikmanni Manchester Untied, var meinaður aðgangur að búningsklefa aðalliðsins á æfingarsvæði félagsins eftir að Portúgalinn José Mourinho tók við stjórnartaumunum hjá félaginu. Schweinsteiger sagði sögu sína í viðtali hjá Gary Neville, fyrrverandi leikmanni og fyrirliða Manchester United, sem var auðsjáanlega mjög hissa á þeirri sögu sem Schweinsteiger hafði að segja. 18.4.2024 13:01
Læknar sögðu Arnór heppinn að ekki skyldi hafa farið verr Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn Rovers, viðurkennir að undanfarnar vikur hafi verið mjög erfiðar fyrir sig. Skagamaðurinn var heppinn að ekki skyldi hafa farið verr er hann lenti í fólskulegri tæklingu í mikilvægum leik Íslands og Ísrael á dögunum. Tækling sem sér til þess að hann spilar ekki meira á tímabilinu. 18.4.2024 10:20