Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Kristín Dís Árnadóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks í fótbolta. 12.1.2026 22:31
Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Paris FC gerði sér lítið fyrir og sló út nágranna sína, ríkjandi bikarmeistarana í stórveldi Paris Saint-Germain, er liðin mættust í franska bikarnum í kvöld á Parc des Princes . Lokatölur 1-0 Paris FC í vil. 12.1.2026 22:12
Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í átta liða úrslitum VÍS bikarsins í körfubolta í kvöld. Hetjuþristur í algjörum spennutrylli sá til þess að Keflavík fór með eins stigs sigur af hólmi 93-94. Keflavík er komið í undanúrslit bikarsins. 12.1.2026 21:24
KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit KR komst nokkuð þægilega í undanúrslit VÍS bikars karla í körfubolta með öruggum sigri á Breiðabliki í átta liða úrslitunum. Lokatölur 102-72 sigur KR. 12.1.2026 20:57
Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Conor Gallagher, miðjumaður Atletico Madrid, er að ganga í raðir Tottenham. 12.1.2026 20:30
Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Mikael Egill Ellertsson, var á sínum stað í byrjunarliði Genoa sem hafði betur, 3-0 gegn Cagliari er liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. 12.1.2026 20:00
Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Cristiano Ronaldo skoraði eina mark Al-Nassr í 3-1 tapi liðsins gegn Al-Hilal í toppslag sádi-arabísku deildarinnar í kvöld. Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu í leiknum og fékk að líta rauða spjaldið. 12.1.2026 19:34
Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Búið er að draga í fjórðu umferð enska bikarsins í fótbolta. Stórleikur umferðarinnar er viðureign Aston Villa og Newcastle United. Íslendingalið voru í pottinum Hákon Rafn Valdimarsson og félagar hans í Brentford mæta spútnikliði Macclesfield. 12.1.2026 19:01
Davíð Kristján keyptur til Grikklands Vinstri bakvörðurinn Davíð Kristján Ólafsson hefur verið keyptur til gríska félagsins Larissa frá Cracovia í Póllandi. 12.1.2026 18:43
Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Wayne Rooney, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta segir að Michael Carrick henti Manchester United frábærlega sem næsti stjóri liðsins og myndi ekki hika við að aðstoða hann. 12.1.2026 18:30