Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Utan vallar: Til­viljanirnar verða vart ótrú­legri | Ég skammaðist mín

Til­viljanirnar í þessu lífi eru oft á tíðum ansi ótrú­legar. Því komst undir­ritaður meðal annars að eftir leik Ís­lands og Svart­fjalla­lands í Þjóða­deild UEFA í Niksic á laugar­daginn síðastliðinn. Lífslexía segi ég en einnig fallegur vitnisburður um íslenskan fótbolta og tengingarnar sem geta myndast út frá honum.

„Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“

Ís­land heimsækir Svart­fjalla­land í mikilvægum leik í Þjóða­deild UEFA sem verður að vinnast í Niksic í dag. Ís­land hafði betur í fyrri leik liðanna heima á Laugar­dals­velli og segir Age Hareide, lands­liðsþjálfari að stiga­lausir Svart­fellingar hafi bætt sig síðan þá. Það hafi ís­lenska liðið hins vegar líka gert og Norðmaðurinn er bjartsýnn á jákvæð úr­slit í dag.

Her­mann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“

Her­mann Hreiðars­son, nýráðinn þjálfari karla­liðs HK í fót­bolta, segir það eitt af draumastörfunum sem að þjálfari getur fengið að taka þátt í upp­byggingu og fram­förum. Hann fær það verk­efni að reyna stýra liðinu strax aftur upp í Bestu deildina. Eyjamaðurinn og harðhausinn Her­mann setti það ekki fyrir sig að fara inn í hlýjuna í Kórnum.

Skuldar engum neitt vegna Guðjohn­sen nafnsins

Daníel Tristan Guðjohn­sen, yngsti sonur ís­lensku knatt­spyrnugoð­sagnarinnar Eiðs Smára Guðjohn­sen og Ragn­hildar Sveins­dóttur, segir aðeins tíma­spursmál hvenær hann muni sýna hvað í sér býr af fullum krafti inn á knatt­spyrnu­vellinum.

Ís­lenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn í hand­bolta, Þor­steinn Leó Gunnars­son, hefur stimplað sig inn í at­vinnu­mennskuna af krafti með liði sínu Porto. Þor­steinn, sem minnti ræki­lega á sig með skotsýningu í lands­leik Ís­lands gegn Bosníu á dögunum, tók skrefið út í at­vinnu­mennskuna og samdi við sigursælasta lið Portúgal, Porto fyrir yfir­standandi tíma­bil frá Aftur­eldingu þar sem hann hefur náð að fóta sig vel og býr úti ásamt kærustu sinni.

Blaða­manna­fundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu

Til stóð að að Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta myndi tilkynna EM hóp Íslands í höfuðstöðvum Icelandair núna klukkan tvö. Blaðamannafundinum var hins vegar aflýst á síðustu stundu.

Sjá meira