Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fylgdi hjartanu og tók á­hættu

Ís­lenska lands­liðs­konan í hand­bolta, Perla Ruth Alberts­dóttir, þurfti að taka stóra á­kvörðun fyrir yfir­standandi tíma­bil. Átti hún að fylgja upp­eldis­fé­lagi sínu Sel­foss niður í næst efstu deild í endur­komu sinni eða halda á önnur mið? Perla á­kvað að halda tryggð við Sel­fyssinga sem hafa reynst ó­stöðvandi á tíma­bilinu og tryggt sér sæti í efstu deild á nýjan leik.

„Myndi klár­­lega sjá eftir því ef ég myndi hætta núna“

Undan­farin ár hafa reynst sprett­hlauparanum Guð­björgu Jónu Bjarna­dóttur krefjandi og erfið. Hún bar þó sigur úr býtum í 400 metra hlaupi á Meistara­móti Ís­lands um ný­liðna helgi og hefur fengið byr undir báða vængi með góðri á­kvörðun. Fyrir ekki svo löngu síðan var Guð­björg ná­lægt því að gefa hlaupa­ferilinn upp á bátinn.

Sæ­var viss um að hag­ræðing úr­­slita hafi átt sér stað

Alla jafna þykja æfingar­leikir tveggja liða ekki mikið frétta­efni en Íslendingaslagur Lyng­by og Ham/Kam í Tyrk­landi á dögunum hefur svo sannar­lega hlotið verð­skuldaða at­hygli. Nokkrir Íslendingar, þar á meðal Sævar Atli Magnússon, leika með liði Lyngby og þá er Viðar Ari Jónsson á mála hjá Ham/Kam.

Var erfitt sem for­eldri að horfa í spegilinn

Ís­­lenski lands­liðs­­mark­vörðurinn Rúnar Alex Rúnars­­son segir það svaka­­leg for­réttindi að hafa fengið að sjá heiminn í gegnum knatt­­spyrnu­­feril sinn til þessa. Á sama tíma geti það hins vegar verið flókið, til að mynda hvað for­eldra­hlut­verkið varðar. 

Alon­so tjáði sig um Mercedes orð­róma: „Staða mín er góð“

Fernando Alon­so, tvö­faldur heims­meistari í For­múlu 1 og nú­verandi öku­maður Aston Martin, segist ekki hafa átt sam­töl við for­ráða­menn Mercedes þess efnis að hann taki yfir sæti Lewis Hamilton hjá liðinu að komandi tíma­bili af­loknu þegar að Bretinn skiptir yfir til Ferrari.

„Ekki drauma­­staða, ég get al­veg sagt það“

Þor­steinn Hall­dórs­son, lands­liðs­þjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins hefur valið leik­manna­hóp sem tekur þátt í mikil­vægu ein­vígi um laust sæti í A-deild Þjóða­deildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur and­stæðinginn í um­spilinu al­var­lega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. 

Vildi spila í Kefla­vík í kvöld: „Geta bara farið í sturtu annars staðar“

Viðar Örn Haf­­steins­­son, þjálfari liðs Hattar í Subway deild karla í körfu­­bolta, hefði viljað sjá leik liðsins gegn Kefla­­vík færðan til Reykja­víkur eða spilaðan í Kefla­­vík fremur en að honum hafi verið frestað líkt og nú er raunin. Lið Hattar lenti í Reykja­­vík í morgun en nokkrum klukku­­stundum síðar var leiknum frestað um ó­­á­­kveðinn tíma.

Sjá meira