Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Hlutabréfaverð í Asíu hækkaði víðast hvar við opnun í nótt og er búist við því að það sama gerist í Evrópu nú á áttunda tímanum. 14.4.2025 06:56
Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Hægrimaðurinn Daniel Noboa hefur verið endurkjörinn forseti Ekvadors og mun því gegna embættinu næstu fjögur árin. Hann hafði betur gegn hinni vinstrikonunni Luisa González í síðari umferð kosninganna sem fram fóru í gær. 14.4.2025 06:52
Mario Vargas Llosa fallinn frá Perúski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Mario Vargas Llosa er látinn, 89 ára að aldri. Vargas var risi í suður-amerískum bókmenntum og gaf út rúmlega fimmtíu verk á ferli sínum, sum hver sem þýdd hafa verið á íslensku. 14.4.2025 06:24
Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Leikskólastjórinn á Maríuborg í Grafarholti í Reykjavík hefur sagt upp störfum. Nokkur styr hefur staðið um leikskólastjórann síðustu misserinn og rataði það í fjölmiðla fyrr á árinu að foreldrar um sextíu barna á leikskólanum hefðu sent borgarráði bréf þar sem þess var krafist að honum yrði vikið frá störfum. Snerust kvartanirnar um starfshætti á leikskólanum. 14.4.2025 06:09
Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Hlal Jarah, stofnandi Mandi, er búinn að eignast veitingastaðinn á ný. Staðurinn við Ingólfstorg í Reykjavík opnaði aftur fyrr í dag eftir að hafa verið lokaður síðustu daga. 11.4.2025 14:17
Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Matvælastofnun hefur sektað veiðifélag um þrjár milljónir króna fyrir að hafa flutt 150 þúsund seiði í eldisstöð sem hvorki er með rekstrar- né starfsleyfi til fiskeldis. Unnið er að því að loka stöðinni. 11.4.2025 12:31
Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? „Alþjóðasamvinna á krossgötum – Hvert stefnir Ísland?“ er yfirskrift árlegrar ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins sem fram fer milli 10 og 17 í dag. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi. 11.4.2025 09:32
Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Bandaríski leikarinn Eric Dane, sem þekktur er fyrir að hafa um árabil farið með hlutverk í þáttunum Grey‘s Anatomy, hefur greinst með taugahrörnunarsjúkdóminn ALS, tegund af MND. 11.4.2025 07:35
Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Síðdegis verða skil skammt undan Reykjanesi og í kvöld ganga þau norðaustur yfir landið með rigningu í flestum landshlutum, einkum sunnan- og vestanlands. 11.4.2025 07:12
Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Ársfundur Seðlabankans fer fram í dag og hefst klukkan 16. Um er að ræða 64. ársfund bankans. 10.4.2025 15:30