varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Prince-dansarinn Cat er látinn

Bandaríski dansarinn Catherine Vernice Glover frá Chicago, betur þekkt sem Cat, er látin, sextug að aldri. Cat var ein nánasta samstarfskona bandaríska tónlistarmannsins Prince á hans ferli.

Þrá­lát verð­bólga og hægari vöxtur geti skapað á­skoranir fyrir fjár­mála­kerfið

Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk, aðgengi að fjármögnun gott og fjármögnunarkostnaður erlendis hefur lækkað. Þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa getur skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum.

Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í á­byrgð

Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, segir að bílaumboðið hafi ávallt og muni áfram leggja sig mikið fram við að leiðbeina og aðstoða viðskiptavini eins hægt er. Hann segir fyrirtækið hafa lagt sig fram við að ná lausn í máli ósátts viðskiptavinar þó að bíll viðkomandi hafi ekki lengur verið í ábyrgð. Niðurstaðan hafi líka verið sú að hann hafi ekki greitt neitt vegna málsins.

Land­ris og kviku­söfnun heldur á­fram

Landris í Svartsengi heldur áfram á svipuðum hraða og verið hefur og hefur kvikusöfnun sömuleiðis haldið áfram á svipuðum hraða og síðustu vikur. Lítil jarðskjálftavirkni í kringum Sundhnúksgígaröðina að undanförnu.

Færri í­búðir í byggingu en fyrir ári

Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum.

Svalt í veðri og gengur í blástur

Lægðardrag nálgast nú landið úr norðaustri og mun þá ganga í norðvestan blástur eða strekking með rigningu eða slyddu norðaustantil. Einnig má reikna með snjókomu til fjalla síðdegis.

Sjá meira