Gabríel nýr forseti Uppreisnar Gabríel Ingimarsson var kjörinn nýr forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, á aðalfundi félagsins sem fram fór síðustu helgi. Hann hafði betur í forsetakjöri gegn Emmu Ósk Ragnarsdóttur. 10.10.2023 08:27
Bein útsending: Ræða starfsemi Samkeppniseftirlitsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur í dag opinn fund um framkvæmd samkeppnislaga og eftirlit með samkeppnisbrotum – umgjörð, málsmeðferð og starfsemi Samkeppniseftirlitsins. 10.10.2023 07:58
Stormur og talsverð rigning í kortunum Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan og norðan 15 til 23 metrum á sekúndu í dag og má reikna með rigningu eða slyddu um landið norðanvert. Einnig má reikna með snjókomu á heiðum þannig að færð spillist og sums staðar talsverðri eða mikilli úrkomu. 10.10.2023 07:31
Hægrimenn í Þýskalandi á siglingu eftir kosningar helgarinnar Hægrimenn í Þýskalandi fögnuðu mikið um helgina eftir að Kristilegir demókratar, Frjálsir kjósendur og Valkostur fyrir Þýskaland unnu mikla sigra í kosningum til þings í sambandsríkjunum Hessen og Bæjaralandi, tveimur af auðugari sambandsríkjum landsins, í gær. 9.10.2023 15:10
Friðlýsir Skrúð og staðfestir verndarsvæði í byggð á Ísafirði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, undirritaði í á föstudag friðlýsingu vegna Skrúðs í Dýrafirði. Þá staðfesti ráðherrann að Neðstikaupstaður og Skutulsfjarðareyri á Ísafirði verði sérstakt verndarsvæði innan sveitarfélagsins. 9.10.2023 14:34
Sótti þrjú hundruð tonna línuveiðiskip Áhöfn björgunarskipsins Hafbjargar var kölluð út um hálf eitt í nótt til að aðstoða þrjú hundruð tonna línuveiðiskip sem var á veiðum út af Norðfjarðarhorni. Bilun hafði þá komið upp í skrúfubúnaði skipsins. 9.10.2023 10:06
Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Tilkynnt verður hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel í ár á fréttamannafundi klukkan 9:45. 9.10.2023 09:16
Flytja hópinn til Jórdaníu og flogið þaðan til Íslands Um 120 manna hópur Íslendinga sem nú er staddur í Ísrael mun halda til Jórdaníu í dag og verður flogið með hópinn frá höfuðborginni Amman til Íslands í kvöld. 9.10.2023 08:11
Úrhellisrigning í dag og stormur á morgun Veðrið lætur vel á sér kræla næstu daga og má gera ráð fyrir mikilli rigningu í dag og norðan stormi á morgun og á miðvikudag. Gular veðurviðvaranir eru í gildi í dag á suðvestanverðu og sunnanverðu landinu í dag vegna úrhellisrigningar og sömuleiðis hefur verið gefin út gul veðurviðvörun fyrir allt landið vegna norðanstormsins sem gengur á landið á morgun. 9.10.2023 07:20
Bein útsending: „Í krafti kvenna“ „Í krafti kvenna“ er yfirskrift sérstakrar landsbyggðarráðstefnu Félags kvenna í atvinnulífinu sem fram fer í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag og á morgun. 6.10.2023 13:46