Viðskipti innlent

Tekur við markaðs­málunum hjá Advania

Atli Ísleifsson skrifar
Einar Örn Sigurdórsson.
Einar Örn Sigurdórsson. Advania

Einar Örn Sigurdórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Advania. Hann hefur síðustu ár starfað sem ráðgjafi og hugmyndaleiðtogi í markaðssetningar- og mörkunarverkefnum í Bandaríkjunum, Japan og á Íslandi.

Í tilkynningu segir að Einar Örn hafi í fyrra starfi unnið að herferðum fyrir Ford Motor Co og Lincoln Motors auk hluta af þróunarverkefninu Cool Japan sem yfirvöld í Japan og Okinawa hafi lagt upp með til að kynna Japan og japanskar vörur á erlendum mörkuðum. 

„Einar starfaði áður um árabil sem leiðtogi hugmynda og hönnunar á Íslensku auglýsingastofunni eftir að hann sneri heim eftir rúman áratug í starfi og námi í Boston og New York. Einar er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaraprófi í Markaðsboðskiptafræði við Emerson College í Boston.

Einar Örn tekur við starfi markaðsstjóra af Auði Ingu Einarsdóttur sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra innviðalausna hjá Advania,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×