Guðni A. Jóhannesson er látinn Dr. Guðni A. Jóhannesson, fyrrverandi orkumálastjóri, lést á Landskotsspítala í gær, 71 árs að aldri. Banamein hans var krabbamein. Hann gegndi embætti orkumálastjóra á árunum 2008 til 2021. 31.1.2023 12:25
Árni tekur við af Berglindi Rán hjá Orku náttúrunnar Orka náttúrunnar hefur ráðið Árna Hrannar Haraldsson í starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins og mun hann hefja störf þann 1.maí næstkomandi. 31.1.2023 11:05
Sögu Irma-verslana í Danmörku að ljúka Stórtíðindi bárust af dönskum matvörumarkaði í morgun þegar tilkynnt var að til verslanir Kvickly, SuperBrugsen og Irmu verði sameinaðar undir einu merki. Verslanirnar verða reknar undir merkjum Coop frá og með næsta hausti. 31.1.2023 10:52
Sidekick segir upp 26 manns Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur sagt upp 26 starfsmönnum fyrirtækisins, bæði á starfsstöðvum sínum hérlendis og erlendis. 31.1.2023 10:18
Þrjú ráðin í forstöðumannastöður hjá Sjóvá Gunnar Snorri Þorvarðarsson, Heiður Huld Hreiðarsdóttir og Hinrik Reynisson hafa öll verið ráðin í forstöðumannsstöður hjá Sjóvá á síðustu misserum. 31.1.2023 09:34
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31.1.2023 08:10
Staðfest að 87 hafi látist í sprengingunni í Pakistan Yfirvöld í Pakistan hafa nú staðfest að 87 hafi látist í árás sjálfsvígssprengjumanns í mosku í pakistanska héraðinu Peshawar í gær. 31.1.2023 07:52
Ísland stendur í stað á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland stendur þar nokkurn veginn í stað á milli ára, skipar 14.-17 sæti listans, en skipaði 13. til 18. sætið á listanum á síðasta ári. 31.1.2023 07:36
Þrír letibirnir frusu í hel á belgískum flugvelli Þrír letibirnir frusu í hel eftir að þeir voru skildir eftir í flugvél á flugvellinum í Liège í Belgíu um helgina 21. og 22. janúar síðastliðinn. 30.1.2023 14:53
Eldur í raðhúsi í Kópavogi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að eldur kom upp í raðhúsi við Hrauntungu í Kópavogi í dag. 30.1.2023 13:52