Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Biðja Unni Eddu af­sökunar

„Þetta gefur manni svolítinn auka kraft til að halda áfram baráttunni við þetta ljóta mein sem einelti kann að skilja eftir í sálinni manns,“ segir Unnur Edda Björnsdóttir. Hún steig fram í viðtali á Vísi síðastliðinn miðvikudag og greindi frá hrottalegu einelti sem hún varð fyrir í grunn- og framhaldsskóla.

Allur skólinn horfði á en enginn gerði neitt

Unnur Edda Björnsdóttir varð fyrir hrottalegu einelti og útskúfun í grunnskóla og framan af í framhaldsskóla. Viðbrögð kennara og skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Hún flosnaði að lokum upp úr námi. Á tímabili var líðan hennar svo slæm að hún íhugaði að svipta sig lífi.

Annar og betri maður eftir slysið ó­hugnan­lega í lauginni

Það eru ekki margir sem búa að þeirri lífsreynslu að hafa dáið og verið lífgaðir við. Viktor Aron Bragason er hins vegar einn af þeim. Þann 6. október árið 2013 fannst hann meðvitundarlaus í sundlaug. Þökk sé skjótum viðbrögðum tveggja sundlaugargesta er hann enn á meðal lifandi.

Þegar pönkararnir héngu á Hlemmi

Á níunda áratug síðustu aldar gegndi Hlemmur öðru hlutverki sem samkomustaður en í dag. Þegar skýlið á Hlemmtorgi var opnað á sínum tíma var í fyrsta sinn komið opið almenningsrými á Íslandi, þar sem fólk, óháð stétt og stöðu, gat leitað skjóls. Þar sem nú er mathöll var því fyrr á árum nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir einstaklinga sem lifðu utan við og á jaðri samfélagsins.

„Þetta er mjög löng og ströng bar­átta sem er fram­undan“

Hin þriggja ára gamla Glódís Lea Ingólfsdóttir greindist með illvígt krabbamein í júlí síðastliðnum og í kjölfarið snerist líf hennar og fjölskyldunnar á hvolf. Undanfarna mánuði hefur Glódís þurft að gangast undir stranga lyfjameðferð til að vinna bug á meininu og baráttunni er enn ekki lokið. 

Út­skrifaðist með áttundu há­skóla­gráðuna 74 ára gömul

Kristín Thorberg útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri síðastliðið vor. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Kristín fagnar 75 ára afmæli sínu á næstunni og lögfræðigráðan var hennar áttunda háskólagráða. Hún er hvergi nærri hætt.

Ætla ekki að fagna of snemma í þetta skiptið

„Ég á frábæra foreldra. Þau hafa staðið sig eins og algjörar hetjur í þessum kringumstæðum og í umönnun hennar. En að annast fullorðinn einstakling með fjölþætt vandamál í langan tíma tekur sinn toll af öllum. Með hverju árinu verður þetta verkefni þyngra og flóknara,“ segir Sara Bryndís Emilsdóttir.

„Ég veit fyrir víst að ég fer ekki sömu leið og mamma“

„Ég vil fara með reisn, ef ég fæ þá sjúkdóma sem elsku mamma greindist með þá vil ég fá að stimpla mig út áður en það kemur að því að leggjast inn á stofnun þar sem ég missi allan rétt til samfélagsins,“ segir Sonja Karlsdóttir en hún gagnrýnir harðlega þá meðhöndlun sem Helga Magnea Magnúsdóttir, móðir hennar fékk á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu á Nesvöllum. Segir hún móður sína hafa sætt mikilli vanrækslu og í endann hafi hún verið í sett í lífslokameðferð án vitundar aðstandenda. Aðstæðurnar á hjúkrunarheimilinu hafi verið nöturlegar og niðurdrepandi.

Svona leit Akureyri út árið 1946

Akureyri á árunum eftir seinna stríð. Oddeyri er nánast fullbyggð og byrjað er að rísa hús við Víðivelli, Sólvelli og Reynivelli sunnarlega á Eyrinni. Víða má sjá ferningslaga hús með valmaþaki.

Dreymir um að finna blóðföður sinn

María Ósk Jónsdóttir var ættleidd við fæðingu árið 1976 og var orðin 21 árs þegar hún kynntist blóðmóður sinni. Undanfarin ár hefur hún reynt að hafa uppi á blóðföður sínum en þar sem hún hefur úr litlum upplýsingum að moða hefur leitin gengið nokkuð brösuglega.

Sjá meira