„Mig langaði bara að drepa þennan mann“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. maí 2024 09:00 Atburðirnir hafa setið í þeim mæðginum Jóhönnu og Herði alla tíð. Þau hafa alltaf átt erfitt með sætta sig við hvernig málinu var á sínum tíma „slaufað“ eins og þau orða það. Samsett Hörður Þór Rúnarsson var sjö ára gamall þegar hann varð fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu eldri manns. Maðurinn varð uppvís að því að hafa einnig brotið á tveimur öðrum drengjum. Þar sem maðurinn var frá upphafi talinn andlega vanheill og þar með ósakhæfur fór málið aldrei fyrir dóm. Hörður Þór og móðir hans, Jóhanna Harðardóttir hafa alla tíð verið gífurlega ósátt við hvernig málið var meðhöndlað hjá félagsmálayfirvöldum í Hafnarfirði á sínum tíma. Hafa ber í huga að málið kom upp í upphafi tíunda áratugarins; tíðarandinn og umræðan í samfélaginu og verkferlar í kynferðisbrotamálum voru ekki eins og þekkist í dag. Að sögn mæðginanna var Herði aldrei boðin áfallahjálp eða stuðningur til að takast á við afleiðingar kynferðisofbeldisins. Hörður segir að eftir því sem umræðan um kynferðisofbeldi varð sífellt opnari í samfélaginu hafi hann öðlast hvatningu til horfast í augu við sína eigin fortíðardrauga og fá svör við ótal spurningum sem hafa brunnið á honum í gegnum árin. Hann hafi fengið löngun til að „loka“ málinu. Undanfarnar vikur hafa Hörður og Jóhanna leitast eftir að fá afhentar skýrslur og önnur gögn tengd málinu en hafa fengið þau svör frá Hafnarfjarðarbæ að engin slík gögn séu fáanleg. Þau hyggjast þó ekki gefast upp og vilja leita réttar síns í málinu. Hótaði að taka börnin af lífi og setja þau í poka Þann 18. júlí árið 1990 birtist frétt á forsíðu DV undir fyrirsögninni: Kæra nábúa vegna kynferðislegrar áreitni. Í fréttinni var greint frá að í blokk í Norðurbænum í Hafnarfirði byggi maður sem væri andlega vanheill. Maðurinn var með stóran dúfnakofa við blokkina og þar sem að börnin í hverfinu hændust mjög að dúfunum notfærði maðurinn sér það til að vera í samskiptum við börnin. Blaðamaður DV ræddi við foreldra tveggja bræða, fjögurra ára og sex ára annars vegar og hins vegar móður drengs á sjöunda ári. Sú móðir var Jóhanna, móðir Harðar Þórs. Fram kom að Jóhanna og foreldrar bræðranna hefðu haldið neyðarfund kvöldið áður, í kjölfar þess að umræddur maður hafði orðið uppvís að því að beita drengina þeirra þrjá kynferðislegu ofbeldi. Misnotkunin komst upp þegar yngsti drengurinn, annar af bræðrunum, tjáði foreldrum sínum að maðurinn hefði verið með hníf við kynfærin á sér og hótað að skera. „Síðar sagði strákurinn okkur og sálfræðingi að maðurinn hefði komið við sig innan klæða. Sumt sem drengur sagði er þannig að við viljum ekki tala um það,“ sögðu foreldrar bræðranna tveggja. Í samtali við DV sagðist Jóhanna vera viss um að sonur hennar, Hörður Þór, hefði lent í klóm sama manns. „Sonur konunnar hefur ekki fengist til að opna sig og tala um hvað honum og manninum fór á milli. Hann hefur hvorki tjáð sig við móður sína né sálfræðing félagsmálastofnunar í Hafnarfirði. Vegna breyttrar hegðunar er grunur um að drengurinn hafi lent í einhverju sem hann vill ekki tala um,“ ritaði blaðamaður DV og vitnaði jafnframt í Jóhönnu: „Hann hefur sagt við börnin að þegar þau verði tíu ára taki hann þau af lífi og setji í svartan poka. Ég hef grun um að sonur minn vilji ekki tala þar sem maðurinn hafi hótað honum öllu illu ef hann segir frá.“ Þá sögðu foreldrar drengjanna tveggja: „Eftir að yngri strákurinn sagði okkur frá og við kærðum til rannsóknarlögreglunnar hefur sá eldri einnig sagt okkur sitt af hverju. Sálfræðingur hefur rætt við þá báða. Við skiljum ekki hvers vegna maðurinn fær að ganga laus. Það er greinilegt að hann leitar á börnin og eins er hann óheppilegur félagsskapur. Hann er ekki í vinnu og er sífellt þar sem bömin eru að leika sér. Orðbragðið sem hann viðhefur er með eindæmum. Þau læra af honum ljót orð og margt sem þau segja er ógeðfellt. Það er ótrúlegt að fjögurra ára börn og aðeins eldri búi yfir slíkum orðaforða.“ Skjáskot Fylltist viðbjóði Faðir bræðranna sagði einnig í umræddri frétt: „Ég fæ hroll um allan líkamann þegar ég hugsa til þess sem fjögurra ára sonur minn sagði um samskipti sín við þennan mann. Ég gæti grátið. Það er ljóst, af samtölum sálfræðings við drengina, að ég kæri manninn aftur í dag. Það er búið að kæra hann vegna yngri drengsins. Það er ekki síður ástæða til að kæra hann vegna þess sem hann hefur gert eldri drengnum.“ Þá sagði Jóhanna: „Okkur er sagt að reyna að hafa börnin sem mest í fjarlægð frá manninum. Ég trúi því varla að okkur sé ætlað að hafa börnin innandyra alla daga. Það hlýtur að vera eðlilegra að koma þessum manni fyrir þar sem hans er gætt. Með því sem hann gerir getur hann verið að skemma börnin svo mikið að óvíst er að þau fái nokkum tima fullan bata.“ Á öðrum stað sagði hún: „Það er kaldhæðnislegt að við erum alltaf að banna börnunum að fara yfir Hjallabrautina, sem er mikil umferðargata, og segja þeim að leika sér frekar bakvið húsin. Þar heldur maðurinn sig. Við höfum því verið að stýra þeim í klærnar á honum. Við vorum alveg grunlaus. Ég hef fyllst viðbjóði þegar ég hef lesið um svona mál. Ég get ekki lýst því hvemig mér líður þegar þetta snertir mig svona mikið.“ Jóhanna, og foreldrar bræðranna tjáðu blaðamanni DV einnig að börn þeirra hefðu hafa tekið ýmsum breytingum. „Til dæmis vilja þau helst ekki sofa nema uppí hjá foreldrum sínum. Þá vætir einn drengurinn rúm, en það hafði hann ekki gert lengi. Fjögurra ára drengur fær ítrekað martraðir og öskrar þá alltaf nafn mannsins. Drengurinn segir oft að hann óttist að maðurinn komi og taki sig.“ Sagði úrræði lögreglunnar vera takmörkuð Strax daginn eftir, þann 19.júlí 1990, birtist önnur frétt í DV þar sem málið var kallað „Kynferðismálið í Hafnarfirði.“ Kom þar fram að foreldrar barnanna vildu láta taka manninn úr umferð. Í fréttinni sagði: „Rannsóknarlögreglan vinnur nú að rannsókn vegna kæru á hendur manni í Norðurbænum í Hafnarfirði þar sem honum er gefið að sök að hafa framið kynferðisafbrot gagnvart fjögurra ára dreng. Rannsóknin beinist að afbrotum gagnvart fleiri börnum en drengnum sem kæran byggist á. Þetta fékkst staðfest hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Rannsóknarlögreglan fer með rannsóknina í samvinnu við félagsmálastofnun Hafnarfjarðar og svæðisstjóm fatlaðra á Reykjanesi. Maðurinn, sem foreldramir kærðu, er andlega fatlaður. Maðurinn kom til yfirheyrslu hjá RLR síðast liðinn föstudag. Honum var skipaður réttargæslumaður. Rannsóknarlögreglan er að afla frekari gagna vegna málsins, bæði hvort fleiri börn hafi hugsanlega orðið fyrir manninum og eins mun lögreglan fá viðtöl sem sálfræðingar hafa átt við þau böm sem grunur er um að maðurinn hafi framið kynferðisafbrot gegn.“ Í fréttum var málið kallað „Kynferðismálið í Hafnarfirði.“Skjáskot Í fréttinni var rætt við Gísla Pálsson rannsóknarlögreglumann sem sagði „úrræði lögreglunnar vera takmörkuð við þessar aðstæður“. Þá kom fram að Marta Bergmann hjá félagsmálastofnun Hafnarfjarðar hefði ekkert viljað tjá sig um málið í samtali við DV, þar sem hún væri bundin trúnaði gagnvart öllum skjólstæðingum félagsmálastofnunar. Fram kom í fréttinni að foreldrar barnanna hefðu sett fram óskir um að manninum yrði komið fyrir á stað þar sem hann yrði gætt. Marta sagði aðspurð að ekki væri hægt að taka fatlað fólk nema það óskaði þess sjálft - svo framarlega sem viðkomandi hefði sjálfræði. Var skíthræddur Í dag eru liðin 34 ár. En þessir atburðir hafa setið í þeim mæðginum Jóhönnu og Herði alla tíð. Þau hafa alltaf átt erfitt með sætta sig við hvernig málinu var á sínum tíma „slaufað“eins og þau orða það. Eftir að fjallað var um málið í DV á sínum tíma varð ljóst að ekki yrði gefin út ákæra á hendur manninum sem grunaður var um að hafa beitt Hörð Þór og hina drengina tvo kynferðislegu ofbeldi. Að sögn Jóhönnu gripu félagsmálayfirvöld til þess ráðs að færa manninn yfir í annað búsetuúrræði, og var honum komið fyrir í öðru húsnæði í bænum. Líkt og fyrr segir var maðurinn talinn ósakhæfur. Jóhanna segir að henni hafi alltaf þótt það skrítin rök, þar sem að það kom seinna meir í ljós kom að maðurinn hafði áður verið tekinn fyrir ölvunarakstur og sviptur ökurétti. Hörður á erfitt með að lýsa minningunum sem hafa ásótt hann í öll þessi ár. Hann man eftir ofbeldinu, í brotum. „Ég „blokkeraði“ svo mikið af þessu á sínum tíma,“ segir hann. Hann minnist þess að hafa verið sex ára gutti á þessum tíma, árið 1990, þegar það var vinsæl iðja hjá krökkunum í hverfinu að fanga dúfur í pappakassa og hann man eftir dúfnakofanum í hrauninu. Hann man eftir að hafa farið í viðtal hjá sálfræðingi á sínum tíma, í húsnæði Félagsmálastofnunar. Þar var hann einn, ásamt sálfræðingnum. Enginn annar var viðstaddur. Og hann man hvað fór í gegnum huga hans þá. Litili sjö ára strákurinn stóð í þeirri trú að ef hann myndi segja frá öllu þá yrði hann tekinn frá móður sinni á stundinni og settur eitthvað annað. „Og auðvitað var maður bara skíthræddur og sagði ekki neitt.“ Jóhanna skilur vel hversvegna viðbrögð sonar hennar á þessum tíma voru eins og raun bar vitni. „Samkvæmt vitnisburði yngsta drengsins setti maðurinn liminn upp í munninn á Herði og hótaði síðan að drepa hann ef hann myndi kjafta frá. Barn sem fær að heyra þetta, auðvitað segir það ekki aukatekið orð.“ Hafnarfjörður úr loftiVísir/Vilhelm Fékk skyndilega kjark Í upphafi tíunda áratugarins skorti ennþá úrræði, reynslu og þekkingu þegar kom að kynferðisofbeldi gagnvart börnum – og langvarandi afleiðingum þess. Líkt og Jóhanna bendir á var syni hennar aldrei boðinn stuðningur fagaðila til að vinna úr áfallinu. Hún var á þessum tíma ung móðir, 25 ára gömul og vissi sjálf ekkert hvernig hún ætti að takast á við aðstæðurnar og tryggja velferð sonar síns. „Mér var sagt að það væri ólíklegt að þetta myndi hafa mikil áhrif á son minn. Sem var auðvitað ekki rétt.“ Hörður segir áfallið í æsku hafa haft alvarleg og langvarandi áhrif á líf sitt. Hann glímdi við þunglyndi og kvíða árum saman og sökk að eigin sögn djúpt í neyslu á sínum tíma en tókst blessunarlega að koma lífi sínu á strik og fara í meðferð. Í dag er hann í vinnu og er fjölskyldufaðir. Þrátt fyrir að hafa alist upp í Hafnarfirði, og öll fjölskyldan komi þaðan, þá getur hann ekki hugsað sér að búa þar í dag. Hann á tvo unga syni og segist síst af öllu vilja að vanlíðan og hugarangur gagnvart óuppgerðum fortíðarmálum komi niður á börnunum hans. Hann segir reynslu sína úr æsku óneitanlega hafa haft áhrif á hann í föðurhlutverkinu. Hann vill vernda drengina sína frá því að lenda í því sama og hann. „Og það er alveg erfitt að vita af því þegar þeir eru einhvers staðar úti að leika sér á kvöldin.“ Það er ekki mjög langt síðan Hörður tók ákvörðun um að loka þessum kafla í lífi sínu; gera þessa atburði upp. „Ég held að #metoo byltingin og allt í kringum hana hafi haft einhver áhrif. Þetta kom bara yfir mig einn daginn þegar ég vaknaði, það var bara einhver kjarkur sem ég fann allt í einu fyrir og hugsaði: Mig langar að koma þessu frá mér, ég vil hleypa þessu út og hætta að hugsa um þetta.“ Tárin láku niður kinnarnar Jóhanna man ennþá eftir þeim degi í júlí árið 1990 þegar hún fékk símhringingu frá Mörtu Bergmann, þáverandi félagsmálastjóra Hafnarfjarðarbæjar. „Og hún bað mig að koma niður á Félagsmálastofnun, og taka strákinn minn með mér. Ég hafði aldrei komið þangað og vissi ekkert hvað var að gerast. Hún vildi ekki segja mér í símanum út af hverju hún vildi að við kæmum. Sagði bara að þetta „snerist um dúfur.“ Ég hélt í fyrstu að Hörður hefði verið að drepa dúfur eða eitthvað slíkt. Þetta var um fjögur leytið á föstudegi og ég vissi að það væri búið að loka skrifstofunni. Marta sagði mér að banka bara þegar við kæmum og okkur yrði þá hleypt inn. Þá vissi ég að þetta var eitthvað virkilega alvarlegt. Þegar við komum þangað niður eftir var Hörður tekinn frá mér um leið og settur inn í herbergi ásamt sálfræðingi.“ Jóhanna segir Mörtu því næst hafa tekið sig til hliðar og sagt sér málavöxtu; að umræddur maður hefði orðið uppvís kynferðislegri misnotkun og grunur léki á um að sonur hennar væri einn af þolendum hans. Hún hafði áður heyrt Hörð nefna nafn mannsins og tala um að hann ætti dúfnakofa. Hún stóð hins vegar í þeirri trú að sonur hennar væri að tala um annan dreng á sínu reki, ekki eldri mann sem væri andlega vanheill. „Ég vissi ekkert um þennan mann áður. Ekkert okkar hafði hugmynd um þetta,“ segir hún. „Og ég man, þegar Marta sagði mér þetta þá stóð ég upp og var litið út um gluggann, út á hraunið. Tárin byrjuðu að leka niður kinnarnar á mér og ég var gripin heiftarlegri reiði. Mig langaði að drepa hann. Ég er nú alls ekki týpan til að hugsa eitthvað slíkt en þetta var það fyrsta sem kom upp í hugann á mér. Mig langaði bara að drepa þennan mann.“ Að sögn Jóhönnu var henni tjáð strax á þessum fyrsta fundi að maðurinn væri ósakhæfur. Maðurinn var sem fyrr segir yfirheyrður af rannsóknarlögreglu í eitt skipti. Jóhanna segir að henni, og hinum foreldrunum hafi einfaldlega verið tjáð í kjölfarið að ekkert væri hægt að gera. „Og það var ekkert sem við gátum gert, við þurftum bara að sætta okkur við þetta. Þessu var bara lokað og þetta var grafið niður. En ég man að ég hringdi sjálf í Guðmund Árna Stefánsson, sem þá var bæjarstjóri, og heimtaði að dúfnakofinn fyrir aftan blokkina yrði rifinn niður. Sem betur fer var það gert fljótt.“ Að sögn Jóhönnu bjó maðurinn fyrst um sinn áfram í sömu blokk, í íbúð á vegum bæjarins, en var loks fluttur í sérbýli í Setbergshverfinu sem þá var í uppbyggingu. Innan um fjölmörg ung börn, eins og Jóhanna bendir á. Mæðginin eru staðráðin í að komast til botns í málinu.Aðsend Ætla ekki að gefast upp Fyrir einhverjum árum frétti Jóhanna útundan sér að maðurinn væri látinn. Það breytir þó engu um það að mæðginin vilja komast til botns í málinu. Fyrir nokkrum mánuðum hafði Hörður samband við félagsmálayfirvöld í Hafnarfirði og óskaði eftir að fá afhent málsgögnin frá þessum tíma. Hann fékk að lokum sent tveggja blaðsíðna skjal. Seinni blaðsíðan innihélt eina línu. „Sem var einhverskonar yfirlit af þessu viðtali hjá sálfræðingnum. Þetta var ekki einu sinni allt viðtalið. Mér var sagt að þetta væri það eina sem væri til.“ Mæðginin segjast hins vegar vita það með vissu að til eru fjölmörg önnur gögn frá þessum tíma, skýrslur, myndbandsupptaka, gögn frá Barnaverndarnefnd og fleira. Hörður hefur óskað eftir aðstoð lögfræðings til að koma höndum yfir gögnin. Eins og er þá er óljóst hvort það muni skila einhverju. „Ég vil fá eitthvað „closure“, einhverja lokun,“ segir hann. „Það er svo mikið af spurningum sem ég vil fá svör við. Ég vil loka þessu máli.“ Kynferðisofbeldi Hafnarfjörður Málefni fatlaðs fólks Barnavernd Félagsmál Helgarviðtal Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Hörður Þór og móðir hans, Jóhanna Harðardóttir hafa alla tíð verið gífurlega ósátt við hvernig málið var meðhöndlað hjá félagsmálayfirvöldum í Hafnarfirði á sínum tíma. Hafa ber í huga að málið kom upp í upphafi tíunda áratugarins; tíðarandinn og umræðan í samfélaginu og verkferlar í kynferðisbrotamálum voru ekki eins og þekkist í dag. Að sögn mæðginanna var Herði aldrei boðin áfallahjálp eða stuðningur til að takast á við afleiðingar kynferðisofbeldisins. Hörður segir að eftir því sem umræðan um kynferðisofbeldi varð sífellt opnari í samfélaginu hafi hann öðlast hvatningu til horfast í augu við sína eigin fortíðardrauga og fá svör við ótal spurningum sem hafa brunnið á honum í gegnum árin. Hann hafi fengið löngun til að „loka“ málinu. Undanfarnar vikur hafa Hörður og Jóhanna leitast eftir að fá afhentar skýrslur og önnur gögn tengd málinu en hafa fengið þau svör frá Hafnarfjarðarbæ að engin slík gögn séu fáanleg. Þau hyggjast þó ekki gefast upp og vilja leita réttar síns í málinu. Hótaði að taka börnin af lífi og setja þau í poka Þann 18. júlí árið 1990 birtist frétt á forsíðu DV undir fyrirsögninni: Kæra nábúa vegna kynferðislegrar áreitni. Í fréttinni var greint frá að í blokk í Norðurbænum í Hafnarfirði byggi maður sem væri andlega vanheill. Maðurinn var með stóran dúfnakofa við blokkina og þar sem að börnin í hverfinu hændust mjög að dúfunum notfærði maðurinn sér það til að vera í samskiptum við börnin. Blaðamaður DV ræddi við foreldra tveggja bræða, fjögurra ára og sex ára annars vegar og hins vegar móður drengs á sjöunda ári. Sú móðir var Jóhanna, móðir Harðar Þórs. Fram kom að Jóhanna og foreldrar bræðranna hefðu haldið neyðarfund kvöldið áður, í kjölfar þess að umræddur maður hafði orðið uppvís að því að beita drengina þeirra þrjá kynferðislegu ofbeldi. Misnotkunin komst upp þegar yngsti drengurinn, annar af bræðrunum, tjáði foreldrum sínum að maðurinn hefði verið með hníf við kynfærin á sér og hótað að skera. „Síðar sagði strákurinn okkur og sálfræðingi að maðurinn hefði komið við sig innan klæða. Sumt sem drengur sagði er þannig að við viljum ekki tala um það,“ sögðu foreldrar bræðranna tveggja. Í samtali við DV sagðist Jóhanna vera viss um að sonur hennar, Hörður Þór, hefði lent í klóm sama manns. „Sonur konunnar hefur ekki fengist til að opna sig og tala um hvað honum og manninum fór á milli. Hann hefur hvorki tjáð sig við móður sína né sálfræðing félagsmálastofnunar í Hafnarfirði. Vegna breyttrar hegðunar er grunur um að drengurinn hafi lent í einhverju sem hann vill ekki tala um,“ ritaði blaðamaður DV og vitnaði jafnframt í Jóhönnu: „Hann hefur sagt við börnin að þegar þau verði tíu ára taki hann þau af lífi og setji í svartan poka. Ég hef grun um að sonur minn vilji ekki tala þar sem maðurinn hafi hótað honum öllu illu ef hann segir frá.“ Þá sögðu foreldrar drengjanna tveggja: „Eftir að yngri strákurinn sagði okkur frá og við kærðum til rannsóknarlögreglunnar hefur sá eldri einnig sagt okkur sitt af hverju. Sálfræðingur hefur rætt við þá báða. Við skiljum ekki hvers vegna maðurinn fær að ganga laus. Það er greinilegt að hann leitar á börnin og eins er hann óheppilegur félagsskapur. Hann er ekki í vinnu og er sífellt þar sem bömin eru að leika sér. Orðbragðið sem hann viðhefur er með eindæmum. Þau læra af honum ljót orð og margt sem þau segja er ógeðfellt. Það er ótrúlegt að fjögurra ára börn og aðeins eldri búi yfir slíkum orðaforða.“ Skjáskot Fylltist viðbjóði Faðir bræðranna sagði einnig í umræddri frétt: „Ég fæ hroll um allan líkamann þegar ég hugsa til þess sem fjögurra ára sonur minn sagði um samskipti sín við þennan mann. Ég gæti grátið. Það er ljóst, af samtölum sálfræðings við drengina, að ég kæri manninn aftur í dag. Það er búið að kæra hann vegna yngri drengsins. Það er ekki síður ástæða til að kæra hann vegna þess sem hann hefur gert eldri drengnum.“ Þá sagði Jóhanna: „Okkur er sagt að reyna að hafa börnin sem mest í fjarlægð frá manninum. Ég trúi því varla að okkur sé ætlað að hafa börnin innandyra alla daga. Það hlýtur að vera eðlilegra að koma þessum manni fyrir þar sem hans er gætt. Með því sem hann gerir getur hann verið að skemma börnin svo mikið að óvíst er að þau fái nokkum tima fullan bata.“ Á öðrum stað sagði hún: „Það er kaldhæðnislegt að við erum alltaf að banna börnunum að fara yfir Hjallabrautina, sem er mikil umferðargata, og segja þeim að leika sér frekar bakvið húsin. Þar heldur maðurinn sig. Við höfum því verið að stýra þeim í klærnar á honum. Við vorum alveg grunlaus. Ég hef fyllst viðbjóði þegar ég hef lesið um svona mál. Ég get ekki lýst því hvemig mér líður þegar þetta snertir mig svona mikið.“ Jóhanna, og foreldrar bræðranna tjáðu blaðamanni DV einnig að börn þeirra hefðu hafa tekið ýmsum breytingum. „Til dæmis vilja þau helst ekki sofa nema uppí hjá foreldrum sínum. Þá vætir einn drengurinn rúm, en það hafði hann ekki gert lengi. Fjögurra ára drengur fær ítrekað martraðir og öskrar þá alltaf nafn mannsins. Drengurinn segir oft að hann óttist að maðurinn komi og taki sig.“ Sagði úrræði lögreglunnar vera takmörkuð Strax daginn eftir, þann 19.júlí 1990, birtist önnur frétt í DV þar sem málið var kallað „Kynferðismálið í Hafnarfirði.“ Kom þar fram að foreldrar barnanna vildu láta taka manninn úr umferð. Í fréttinni sagði: „Rannsóknarlögreglan vinnur nú að rannsókn vegna kæru á hendur manni í Norðurbænum í Hafnarfirði þar sem honum er gefið að sök að hafa framið kynferðisafbrot gagnvart fjögurra ára dreng. Rannsóknin beinist að afbrotum gagnvart fleiri börnum en drengnum sem kæran byggist á. Þetta fékkst staðfest hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Rannsóknarlögreglan fer með rannsóknina í samvinnu við félagsmálastofnun Hafnarfjarðar og svæðisstjóm fatlaðra á Reykjanesi. Maðurinn, sem foreldramir kærðu, er andlega fatlaður. Maðurinn kom til yfirheyrslu hjá RLR síðast liðinn föstudag. Honum var skipaður réttargæslumaður. Rannsóknarlögreglan er að afla frekari gagna vegna málsins, bæði hvort fleiri börn hafi hugsanlega orðið fyrir manninum og eins mun lögreglan fá viðtöl sem sálfræðingar hafa átt við þau böm sem grunur er um að maðurinn hafi framið kynferðisafbrot gegn.“ Í fréttum var málið kallað „Kynferðismálið í Hafnarfirði.“Skjáskot Í fréttinni var rætt við Gísla Pálsson rannsóknarlögreglumann sem sagði „úrræði lögreglunnar vera takmörkuð við þessar aðstæður“. Þá kom fram að Marta Bergmann hjá félagsmálastofnun Hafnarfjarðar hefði ekkert viljað tjá sig um málið í samtali við DV, þar sem hún væri bundin trúnaði gagnvart öllum skjólstæðingum félagsmálastofnunar. Fram kom í fréttinni að foreldrar barnanna hefðu sett fram óskir um að manninum yrði komið fyrir á stað þar sem hann yrði gætt. Marta sagði aðspurð að ekki væri hægt að taka fatlað fólk nema það óskaði þess sjálft - svo framarlega sem viðkomandi hefði sjálfræði. Var skíthræddur Í dag eru liðin 34 ár. En þessir atburðir hafa setið í þeim mæðginum Jóhönnu og Herði alla tíð. Þau hafa alltaf átt erfitt með sætta sig við hvernig málinu var á sínum tíma „slaufað“eins og þau orða það. Eftir að fjallað var um málið í DV á sínum tíma varð ljóst að ekki yrði gefin út ákæra á hendur manninum sem grunaður var um að hafa beitt Hörð Þór og hina drengina tvo kynferðislegu ofbeldi. Að sögn Jóhönnu gripu félagsmálayfirvöld til þess ráðs að færa manninn yfir í annað búsetuúrræði, og var honum komið fyrir í öðru húsnæði í bænum. Líkt og fyrr segir var maðurinn talinn ósakhæfur. Jóhanna segir að henni hafi alltaf þótt það skrítin rök, þar sem að það kom seinna meir í ljós kom að maðurinn hafði áður verið tekinn fyrir ölvunarakstur og sviptur ökurétti. Hörður á erfitt með að lýsa minningunum sem hafa ásótt hann í öll þessi ár. Hann man eftir ofbeldinu, í brotum. „Ég „blokkeraði“ svo mikið af þessu á sínum tíma,“ segir hann. Hann minnist þess að hafa verið sex ára gutti á þessum tíma, árið 1990, þegar það var vinsæl iðja hjá krökkunum í hverfinu að fanga dúfur í pappakassa og hann man eftir dúfnakofanum í hrauninu. Hann man eftir að hafa farið í viðtal hjá sálfræðingi á sínum tíma, í húsnæði Félagsmálastofnunar. Þar var hann einn, ásamt sálfræðingnum. Enginn annar var viðstaddur. Og hann man hvað fór í gegnum huga hans þá. Litili sjö ára strákurinn stóð í þeirri trú að ef hann myndi segja frá öllu þá yrði hann tekinn frá móður sinni á stundinni og settur eitthvað annað. „Og auðvitað var maður bara skíthræddur og sagði ekki neitt.“ Jóhanna skilur vel hversvegna viðbrögð sonar hennar á þessum tíma voru eins og raun bar vitni. „Samkvæmt vitnisburði yngsta drengsins setti maðurinn liminn upp í munninn á Herði og hótaði síðan að drepa hann ef hann myndi kjafta frá. Barn sem fær að heyra þetta, auðvitað segir það ekki aukatekið orð.“ Hafnarfjörður úr loftiVísir/Vilhelm Fékk skyndilega kjark Í upphafi tíunda áratugarins skorti ennþá úrræði, reynslu og þekkingu þegar kom að kynferðisofbeldi gagnvart börnum – og langvarandi afleiðingum þess. Líkt og Jóhanna bendir á var syni hennar aldrei boðinn stuðningur fagaðila til að vinna úr áfallinu. Hún var á þessum tíma ung móðir, 25 ára gömul og vissi sjálf ekkert hvernig hún ætti að takast á við aðstæðurnar og tryggja velferð sonar síns. „Mér var sagt að það væri ólíklegt að þetta myndi hafa mikil áhrif á son minn. Sem var auðvitað ekki rétt.“ Hörður segir áfallið í æsku hafa haft alvarleg og langvarandi áhrif á líf sitt. Hann glímdi við þunglyndi og kvíða árum saman og sökk að eigin sögn djúpt í neyslu á sínum tíma en tókst blessunarlega að koma lífi sínu á strik og fara í meðferð. Í dag er hann í vinnu og er fjölskyldufaðir. Þrátt fyrir að hafa alist upp í Hafnarfirði, og öll fjölskyldan komi þaðan, þá getur hann ekki hugsað sér að búa þar í dag. Hann á tvo unga syni og segist síst af öllu vilja að vanlíðan og hugarangur gagnvart óuppgerðum fortíðarmálum komi niður á börnunum hans. Hann segir reynslu sína úr æsku óneitanlega hafa haft áhrif á hann í föðurhlutverkinu. Hann vill vernda drengina sína frá því að lenda í því sama og hann. „Og það er alveg erfitt að vita af því þegar þeir eru einhvers staðar úti að leika sér á kvöldin.“ Það er ekki mjög langt síðan Hörður tók ákvörðun um að loka þessum kafla í lífi sínu; gera þessa atburði upp. „Ég held að #metoo byltingin og allt í kringum hana hafi haft einhver áhrif. Þetta kom bara yfir mig einn daginn þegar ég vaknaði, það var bara einhver kjarkur sem ég fann allt í einu fyrir og hugsaði: Mig langar að koma þessu frá mér, ég vil hleypa þessu út og hætta að hugsa um þetta.“ Tárin láku niður kinnarnar Jóhanna man ennþá eftir þeim degi í júlí árið 1990 þegar hún fékk símhringingu frá Mörtu Bergmann, þáverandi félagsmálastjóra Hafnarfjarðarbæjar. „Og hún bað mig að koma niður á Félagsmálastofnun, og taka strákinn minn með mér. Ég hafði aldrei komið þangað og vissi ekkert hvað var að gerast. Hún vildi ekki segja mér í símanum út af hverju hún vildi að við kæmum. Sagði bara að þetta „snerist um dúfur.“ Ég hélt í fyrstu að Hörður hefði verið að drepa dúfur eða eitthvað slíkt. Þetta var um fjögur leytið á föstudegi og ég vissi að það væri búið að loka skrifstofunni. Marta sagði mér að banka bara þegar við kæmum og okkur yrði þá hleypt inn. Þá vissi ég að þetta var eitthvað virkilega alvarlegt. Þegar við komum þangað niður eftir var Hörður tekinn frá mér um leið og settur inn í herbergi ásamt sálfræðingi.“ Jóhanna segir Mörtu því næst hafa tekið sig til hliðar og sagt sér málavöxtu; að umræddur maður hefði orðið uppvís kynferðislegri misnotkun og grunur léki á um að sonur hennar væri einn af þolendum hans. Hún hafði áður heyrt Hörð nefna nafn mannsins og tala um að hann ætti dúfnakofa. Hún stóð hins vegar í þeirri trú að sonur hennar væri að tala um annan dreng á sínu reki, ekki eldri mann sem væri andlega vanheill. „Ég vissi ekkert um þennan mann áður. Ekkert okkar hafði hugmynd um þetta,“ segir hún. „Og ég man, þegar Marta sagði mér þetta þá stóð ég upp og var litið út um gluggann, út á hraunið. Tárin byrjuðu að leka niður kinnarnar á mér og ég var gripin heiftarlegri reiði. Mig langaði að drepa hann. Ég er nú alls ekki týpan til að hugsa eitthvað slíkt en þetta var það fyrsta sem kom upp í hugann á mér. Mig langaði bara að drepa þennan mann.“ Að sögn Jóhönnu var henni tjáð strax á þessum fyrsta fundi að maðurinn væri ósakhæfur. Maðurinn var sem fyrr segir yfirheyrður af rannsóknarlögreglu í eitt skipti. Jóhanna segir að henni, og hinum foreldrunum hafi einfaldlega verið tjáð í kjölfarið að ekkert væri hægt að gera. „Og það var ekkert sem við gátum gert, við þurftum bara að sætta okkur við þetta. Þessu var bara lokað og þetta var grafið niður. En ég man að ég hringdi sjálf í Guðmund Árna Stefánsson, sem þá var bæjarstjóri, og heimtaði að dúfnakofinn fyrir aftan blokkina yrði rifinn niður. Sem betur fer var það gert fljótt.“ Að sögn Jóhönnu bjó maðurinn fyrst um sinn áfram í sömu blokk, í íbúð á vegum bæjarins, en var loks fluttur í sérbýli í Setbergshverfinu sem þá var í uppbyggingu. Innan um fjölmörg ung börn, eins og Jóhanna bendir á. Mæðginin eru staðráðin í að komast til botns í málinu.Aðsend Ætla ekki að gefast upp Fyrir einhverjum árum frétti Jóhanna útundan sér að maðurinn væri látinn. Það breytir þó engu um það að mæðginin vilja komast til botns í málinu. Fyrir nokkrum mánuðum hafði Hörður samband við félagsmálayfirvöld í Hafnarfirði og óskaði eftir að fá afhent málsgögnin frá þessum tíma. Hann fékk að lokum sent tveggja blaðsíðna skjal. Seinni blaðsíðan innihélt eina línu. „Sem var einhverskonar yfirlit af þessu viðtali hjá sálfræðingnum. Þetta var ekki einu sinni allt viðtalið. Mér var sagt að þetta væri það eina sem væri til.“ Mæðginin segjast hins vegar vita það með vissu að til eru fjölmörg önnur gögn frá þessum tíma, skýrslur, myndbandsupptaka, gögn frá Barnaverndarnefnd og fleira. Hörður hefur óskað eftir aðstoð lögfræðings til að koma höndum yfir gögnin. Eins og er þá er óljóst hvort það muni skila einhverju. „Ég vil fá eitthvað „closure“, einhverja lokun,“ segir hann. „Það er svo mikið af spurningum sem ég vil fá svör við. Ég vil loka þessu máli.“
Kynferðisofbeldi Hafnarfjörður Málefni fatlaðs fólks Barnavernd Félagsmál Helgarviðtal Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira