Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þú þarft endurhæfingu eftir svona upplifun“

„Fyrir mér voru þetta mikilvæg fyrstu skref. Það sem skipti mig máli var að þarna fékk ég staðfestingu á minni upplifun. Það var svo gott að koma þarna og læra inn á þessi skref og öll þessi hugtök,“ segir Steinunn Þórðardóttir. Hún nýtti sér þjónustu Kvennaathvarfsins fyrir nokkrum árum og ber því vel söguna.

Fólk í ofþyngd álitið latt og subbulegt

„Nú veit ég að ég er mjög klár, ég hef dúxað í öllu sem ég hef tekið í skóla og útskrifast með hæstu meðaleinkunnir og ég er rosalega góð í að greina vandamál og tækifæri og slíkt. Það var aldrei, fannst mér, tekið mark á því sem ég hafði fram að færa og ég var alltaf svona annars flokks starfsmaður að vissu leyti vegna þess hversu stór ég var,“ segir íslensk kona í yfirþyngd sem hefur verið á vinnumarkaðnum í fjölda ára.

Segir halla mjög á hin­segin fólk innan skóla­kerfisins

„Ég tel að það sé vandi að um æðar Stjórnarráðsins hríslast oft býsna heterrónormatívt blóð, það tel ég stundum standa í vegi fyrir framþróun,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson íslenskufræðingur og framhaldsskólakennari. 

Eini réttarmeinafræðingur landsins fræðir rithöfunda um dauðann

Hvernig lítur líkami út sem hefur verið geymdur ofan í ferðatösku í þrjú ár? Vaxa neglur eftir dauðann? Hvað tekur langan tíma fyrir lík að verða að beinagrind? Allt eru þetta spurningar sem Pétur Guðmann Guðmannsson hefur fengið. Og hann kippir sér lítið upp við það.

„Að horfa upp á pabba fá ekki viðeigandi hjálp var skelfing“

„Okkur finnst hann eiga það skilið að þessi saga heyrist, að við séum röddin hans í þessu,“ segir Helga Sigurjónsdóttir. Sigurjón Þorgrímsson, faðir hennar, lést af völdum briskrabbameins árið 2019, tæpum tveimur vikum eftir greiningu. Hann var þá 59 ára gamall. 

Verslunarmannahelgin 2023: Hvað er í boði?

Verslunarmannahelgin, stærsta ferðahelgi ársins, nálgast nú óðfluga. Hjá mörgum er það fastur liður að skella sér á útihátíð og það er svo sannarlegu úr ýmsu að velja.

Sjá meira