Íslandsvinahópur á Bandaríkjaþingi Fyrr í dag fór fram stofnfundur sérstaks Íslandsvinahóps meðal þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings (Iceland Caucus). 30.3.2023 18:35
Mikilvægt að löggjöfin taki tillit til landfræðilegrar legu Íslands Samkvæmt fyrirhugaðri löggjöf Evrópusambandsins sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mun aukinn kostnaður vegna kolefnislosunar leggjast þungt á flugfélög með tengimiðstöð á Íslandi, einungis vegna landfræðilegrar legu. Að óbreyttu mun þetta leiða til þess að samkeppnisstaða íslensku flugfélaganna veikist gríðarlega með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, flutninga, annað íslenskt atvinnulíf og samfélag í heild sinni. 30.3.2023 18:03
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mikil hætta er enn á snjóflóðum og krapaflóðum á Austfjörðum og hefur verið gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Við fjöllum um stöðuna í fréttatímanum okkar kl. 18:30. 30.3.2023 18:00
Allt að 41 prósent verðmunur á páskaeggjum Bónus var oftast með lægsta verð á páskaeggjum í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var þann 28. mars, í 28 af 32 tilvikum. 30.3.2023 17:27
Eldur í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði: Engan sakaði en íbúð illa farin Eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Suðurvangi í Hafnarfirði í kvöld. Mikill reykmökkur var yfir húsinu og gler heyrðist brotna. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins og samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins urðu engin slys á fólki. 29.3.2023 22:14
Grunaður um að hafa siglt undir fölsku flaggi á Íslandi Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skyldi sæta gæsluvarðhaldi og einangrun á meðan á því stendur. Maðurinn er grunaður er um að hafa búið og starfað hér frá árinu 2021 á grundvelli dvalarleyfis á nafni annars manns. Hann er einnig grunaður um skjalafals og peningaþvætti, auk þess að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga og lög um útlendinga. Sterkar vísbendingar eru uppi um að nokkur fjöldi einstaklinga geti mögulega tengst sakarefni málsins. 29.3.2023 20:46
Þyrlur Landhelgisgæslunnar gerðar út frá Akureyri og Reykjavík næstu daga Áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar verður til taks á Akureyri fram á föstudag. Þangað hélt þyrlusveitin síðdegis og mun hafa aðsetur fyrir norðan ásamt lækni. 29.3.2023 19:27
Hörðuvallaskóla verður skipt í tvennt Hörðuvallaskóla verður skipt í tvo sjálfstæða skóla frá og með næsta skólaári. Annars vegar skóla fyrir 1.-7.bekk og hins vegar skóla fyrir unglingastigið, 8.-10.bekk. Miðað er við núverandi skiptingu árganga á milli skólabygginga. 29.3.2023 18:17
Innkalla pönnukökublöndu vegna aðskotaefna Matvælastofnun vill vara við einni framleiðslulotu af Amisa lífrænni pönnukökublöndu sem fyrirtækið Heilsa ehf. flytur inn vegna aðskotaefna (trópanbeiskjuefni; atrópín og skópalamín) sem greindust yfir mörkum. 29.3.2023 18:07
Gert er ráð fyrir að hægi á einkaneyslu á þessu ári Atvinnuleysi á síðasta ári var að meðaltali 3,8 prósent. Á sama tíma var mikil mannfjöldaaukning en fólki á vinnufærum aldri fjölgaði um 2,7 prósent. Atvinnuþátttaka jókst einnig og var 80,1 prósent samanborið við 78,8 prósent árið 2021. Gert er ráð fyrir að staða á vinnumarkaði verði áfram sterk í ár og atvinnuleysi að meðaltali 3,8 prósent líkt og í fyrra. 29.3.2023 17:41