„Var búin að tapa öllu sem ég átti“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. desember 2023 09:00 Spilafíkn Ástrósar Lindar Eyfjörð hófst árið 2018. Aðsend Ástrós Lind Eyfjörð var 24 ára gömul þegar hún ánetjaðist spilakössum. Hún þróaði strax með sér gífurlega sterka fíkn og þráhyggju og tapaði háum fjárhæðum á stuttum tíma. Á tímabili var vanlíðan hennar svo mikil að hún íhugaði að svipta sig lífi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112. Barátta Ástrósar við spilafíkn hófst árið 2018. „Fyrir það vissi ég ekkert um spilafíkn. Ég hafði aldrei heyrt orðið spilafíkill.“ Dag einn bað vinkona Ástrósar hana um að koma með sér að sækja móður sína. „Og við fórum inn á spilastað, þar sem mamma hennar sat og var að spila í þremur eða fjórum kössum. Ég spurði vinkonu mína hvað væri í gangi. „Hún er spilafíkill,“ svaraði hún. „Hvað þýðir það?“ spurði ég. „Hún getur ekki hætt,“ svaraði vinkona mín. Og hún nefndi við mig að mamma hennar hefði einhvern tímann unnið átta milljónir í Gullpottinum- og tapað síðan öllum peningnum á innan við þremur mánuðum. Og ég man að ég hugsaði með mér, hvað það væri fáránlegt, eitthvað sem ég myndi sko aldrei gera ef ég myndi vinna átta milljónir, ég myndi setja peninginn strax inn á banka.“ Nokkrum mánuðum síðar prófaði Ástrós að fara í spilakassa í fyrsta skipti. Það byrjaði sakleysislega en átti síðan eftir að vinda hratt upp á sig. „Á þessum tíma var ég að vinna á bar og eigendur ákváðu að setja upp spilakassa þar. Í fyrstu var ég ekki veita þessum kössum neina sérstaka athygli en var svona að fylgjast með öðrum spila.“ Varð strax „húkt“ Einn daginn kom einn spilarinn til Ástrósar eftir að hafa unnið tæpar 40 þúsund krónur í einum kassanum. „Og þá fyrst hugsaði ég með mér: „Vá, það er í alvöru hægt að vinna svona mikið“. Þarna kviknaði einhver áhugi,“ segir Ástrós. „Mér fannst þetta strax svo geggjað og spennandi,“ segir hún og líkir tilfinningunni við þá sem fíkniefnaneytendur finna fyrir þegar þeir sprauta sig í fyrsta sinn með heróíni. „Það er þetta sama „rush.“ Það er það sem þetta gengur út á. Þú sérð peningana koma, færð rosalegt adrenalín kikk, þú ýtir á vitlaust, færð ekkert, ýtir svo á rétt og færð pening og færð aftur þetta svakalega kikk. Og þú þarft alltaf meira. Þú færð aldrei nóg. Þessi kassar eru náttúrulega bara hannaðir þannig að þú festist í þeim í marga klukkutíma í einu.“ Þetta er bara dóp; öll hljóðin og allir takkarnir ýta undir þetta. Þegar ég fór heim eftir þetta fyrsta skipti þá hugsaði ég að ég yrði að gera þetta aftur. Ég var alveg orðin „húkt“ strax. Svo kom ég aftur daginn eftir og tapaði öllum peningnum sem ég hafði unnið daginn áður. Ástrós er greind með athyglisbrest og hún segir spilakassann hafa verið einn af fáum stöðum þar sem henni tókst að virkilega að einbeita sér klukkutímum saman, án þess að verða fyrir áreiti utan frá. Hún er að eigin sögn ekki alin upp við það að eiga mikla peninga, en áður en hún varð háð spilakössunum hafi hún alltaf verið tiltölulega reglusöm í fjármálum; stóð skil á sínu og borgaði reikninga. „Mig langar rosalega mikið að brýna fyrir ungu fólki, sem gerir sér kannski ekki grein fyrir hættunni, að prófa þetta ekki. Þetta er ekki þess virði,“ segir Ástrós.Aðsend Örvænting, skömm og vanlíðan Næstu vikur og mánuði þróaðist þráhyggja Ástrósar gagnvart spilakössunum hratt. „Ég fór á milli staða sem voru með spilakassa og sat þar í marga klukkutíma og spilaði. Ef það var pása í skólanum, þá var ég farin í kassana. Ég spilaði í laumi fyrir öllum, svaraði ekki símanum ef fólk hringdi á meðan ég var að spila, hvort sem það var kærastan mín eða mamma eða einhver annar. Ég var farin að heyra hljóðin úr kössunum í hausnum allan daginn. Ég gat bara ekki hætt, sama hvað ég reyndi og sama hversu miklum pening ég tapaði. Ég hafði áður náð að safna upp í varasjóð og átti einhverjar 800 þúsund krónur inni á reikning. Þremur mánuðum eftir að ég byrjaði í spilakössunum var ég búin að tapa öllum þessum peningum. Ástrós tókst þó með einhverjum hætti að slíta sig frá kössunum í rúmt ár. „Ég fór aldrei í afneitun, ég gerði mér algjörlega grein fyrir að þetta væri vandamál, og að ég réði ekki við þetta. Ég talaði við vinnuveitendur mína og bað þá um að reka mig ef þeir myndu sjá mig nálægt kössunum í vinnunni.“ Ástrós ræddi einnig við ráðgjafa hjá SÁÁ, sem hún segir að vísu hafa hjálpað lítið. En henni tókst engu að síður að halda sig frá spilakössum í rúmt ár. Síðan fór allt í sama farið. „Ég vaknaði einn morguninn og hugsaði með mér að núna væri ég búin að læra af mistökunum. Núna vissi ég hver mín takmörk væru og hverju ég þyrfti að passa mig á.“ Ég man ennþá eftir því þegar ég settist fyrir framan spilakassann eftir allan þennan tíma; höndin á mér skalf á meðan ég var að setja peninginn í. Eftir 10 mínútur var ég búin að tapa 90 þúsund krónum. Náði botninum Ástrós segir leiðina hafa legið hratt niður á eftir við það. Hún rifjar upp daginn sem hún náði botninum að eigin sögn. „Þá var ég búin að tapa öllu sem ég átti. Ég var til dæmis búin að tapa öllum peningunum sem ég hafði ætlað að nota til að bjóða þáverandi kærustunni minni í útskriftarferð til Spánar. Það vissi enginn hvað ég var komin í vonda stöðu og þar af leiðandi vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera eða við hvern ég gæti talað. Ég sat út í bíl, grét og grét og var bara kominn á þann stað að ég var farin að íhuga að binda endi á líf mitt. Ég vildi bara fara heim og sofna og vakna ekki aftur. Ég get ekki lýst örvæntingunni, skömminni og vanlíðaninni.“ Á þessum tíma byrjaði Ástrós í nýju sambandi og fann hjá sér þörf til að leggja öll spilin á borðið fyrir nýja makanum. „Og ég sagði henni hreint út frá þessu, og að ég væri að reyna að hætta. Og í kjölfarið hugsaði ég með mér að ég yrði að koma hreint fram við fjölskylduna mína líka og aðra í kringum mig. „Ég talaði við mömmu og hún tók algjörlega yfir fjármálin mín. Ég bað hana um að stofna reikning á sínum banka sem var minn reikningur og skammta mér síðan pening. Ég varð einfaldlega að gera það, af því ég treysti ekki sjálfri mér. Þetta var auðvitað hrikalega erfitt, en þetta var það eina sem virkaði fyrir mig,“ segir Ástrós. Tæpum þremur árum seinna tók hún aftur við stjórn á eigin fjármálum. En ég sagði líka við mömmu á sínum tíma að ef ég myndi einhvern tímann taka aftur við fjármálunum mínum þá myndi ég setja þau aftur í hendurnar á henni um leið ef ég sæi þörf á því.“ Ástrós leitaði sér einnig hjálpar hjá 12 spora samtökum. „Ég fór grenjandi út af fyrsta fundinum, þessar sögur sem ég heyrði og snertu mig svo djúpt og ég tengdi svo sterkt við þær. Það var líka svo ótrúlega gott að upplifa að maður var ekki einn.“ Fjögur ár í bata Hún segist gera sér grein fyrir að það eru ótal margir þarna úti sem hafa farið mun verr út úr spilafíkn en hún. Einstaklingar hafa misst aleiguna, fjölskyldu eða jafnvel eigið líf. „Ég fór aldrei á þann stað. Svo er það auðvitað þannig að eftir því sem þú spilar lengur því erfiðara verður það að losna. Ef þú ert langt leiddur eiturlyfjafíkill eða alkóhólisti þá er miklu auðveldara að sjá afleiðingarnar utan á þér. En þú getur ekki séð það utan á manneskju að hún sé langt leiddur spilafíkill, sem er kannski búinn að tapa aleigunni og er á leiðinni að fremja sjálfsvíg. Fólk heyrir alveg viðvörunarbjöllur þegar það heyrir orðið „spilafíkill.“ Flestir tengja þetta orð við einhverja miðaldra karla sem hanga á börum og eru alltaf fullir.“ Í dag eru komin fjögur ár síðan hún fór síðast í spilakassa. Hún tekur þó fram að hennar bataferli hafi verið langt frá því að vera auðvelt. „Og þetta er eitthvað sem ég mun alltaf þurfa að passa mig á. Það koma oft upp erfiðar stundir, sérstaklega ef það er mikið stress og þess háttar. Mér finnst hjálpa mér að minna mig reglulega á þetta móment þar sem ég var kominn alveg á botninn og sat út í bíl og hágrét.“ Hún rifjar upp eitt skipti þar sem hún var stödd skammt frá Videomarkaðnum í Kópavogi og þurfti nauðsynlega að komast í hraðbanka. Áður fyrr hafði hún verið fastagestur í spilasalnum á Videomarkaðnum. „Ég varð að fara þangað inn, en var hrædd við það. Ég labbaði hratt inn, fór í hraðbankann og tók við peningnum og síðan hljóp ég hreinlega út.“ Áhrifavaldar bera ábyrgð Ástrós segir það vera algengan misskilning að spilafíklar séu einungis að sækja í spilakassa. „Það er hægt að leita í svo margt annað til að svala þessari „gambling“ þörf, þessari fjárhættuspilsþörf, það eru ekki bara kassarnir,“ segir hún og nefnir sem dæmi vinsæl netspil á borð við Póker og „21“. „Það eru allir þessir leikir og spil og veðmálasíður á netinu. Það er líka hægt sækja í hluti eins og bingó eða bara happaþrennur. Og þaðan getur þetta leitt út í svo margt annað. Það stuðar mig rosalega mikið þegar ég sé íslenska áhrifavalda, meirihlutinn með yfir 10.000 fylgjendur, nota platformið sitt til þess að stuðla að fjárhættuspilum. Allir að auglýsa ónefnd fyrirtæki sem byggja öll á fjárhættuspilum á netinu,“ segir Ástrós jafnframt og tekur sem dæmi veðmálasíðuna Coolbet, sem íslenskir áhrifavaldar hafa auglýst undanfarin misseri. „Þar er dregin upp svaka glansmynd af þessu og þetta er „hæpað“ rosalega upp, og svo er fólk að fara þarna inn og tapa milljón á nokkrum klukkutímum.“ Hún bendir á að stór hluti þeirra sem fylgja umræddum áhrifavöldum á samfélagsmiðlum eru ungir krakkar eða áhrifagjarnir einstaklingar sem hafi engan skilning á hættunni sem liggur að baki. „Svo eru þessir krakkar að fylgjast með þessum áhrifavalda strákum fara í rosalega flottar pókerferðir erlendis og auglýsa pókerstaði, á meðan pókerstaðir eru ólöglegir á Íslandi. Það er bara allt rangt við þetta.“ Samkomubannið hafði jákvæðar afleiðingar Ástrós hefur sterkar skoðanir á rekstri spilakassa hérlendis og telur brýnt að stöðva starfsemina. Hún bendir á að margir haldi að það sé ekki lausn að banna spilakassa; spilafíklar eigi þá bara eftir að leita annað til að svala fíkninni. Það sé hins vegar raunin að í fjölmörgum tilfellum séu kassarnir aðalvandamálið. „Þannig var það hjá mér, ég sótti bara í kassanna en ekki nein önnur fjárhættuspil.“ Spilakössum Íslandsspila og Happdrættis Háskóla Íslands var tímabundið lokað í byrjun árs 2020, þegar heimsfaraldurinn gekk yfir. Í tilkynningu frá Samtökum áhugafólks um spilafíkn kom fram að lokanir spilakassa í samkomubanninu hefðu haft jákvæðar afleiðingar. „Þegar spilakössunum var lokað í upphafi samkomubannsins bárust fréttir af spilafíklum sem hættu að spila og náðu betri tökum á lífi sínu. Það voru okkur því mikil vonbrigði þegar Íslandsspil sf. ákváðu að opna kassana á ný þann 4. maí,“ kom fram í umræddri tilkynningu. Flestir kannast við kunnugan frasa úr spilavítunum í Las Vegas „The House always wins“ („Húsið vinnur alltaf“). Frasinn er kunnugur af ástæðu. „Þessir kassar eru auðvitað ekki hannaðir til að fólk vinni, þetta er hannað til að gera þig „húkt“, til að fá þig til að vilja meira og meira. Þú tapar 50 þúsund kalli, og þá viltu vinna það til baka. Svo vinnur þú það til baka, og auka 10 þúsund kall, og þá verður þú að halda áfram og vinna meira. Upphæðin í spilakössunum verður svo óraunveruleg og þú ert tilbúin að setja það allt undir, þó svo að fjárhæðin sé há. En svo til dæmis ferðu í Bónus og kaupir ódýrustu mjólkina, því það sérðu sem raunverulegan pening. Svo er líka svo auðvelt fyrir spilafíkla að réttlæta þetta; ef þessi kassi er ekki að gefa þér pening þá ferðu yfir í næsta kassa og byrjar aftur þar. Ástrós bendir á að það er ekki að ástæðulausu að spilakassar, og önnur fjárhættuspil eru kölluð rafrænt heróín. Í dag eru yfir 900 spilakassar starfræktir á Íslandi. „Mig langar rosalega mikið að brýna fyrir ungu fólki, sem gerir sér kannski ekki grein fyrir hættunni, að prófa þetta ekki. Þetta er ekki þess virði.“ Fjárhættuspil Fíkn SÁÁ Tengdar fréttir Háskóli Íslands leggst enn gegn banni við rekstri spilakassa Háskóli Íslands er enn á móti því að rekstur spilakassa verði bannaður. Í umsögn um frumvarp þess efnis segir Jón Atli Benediktsson rektor meðal annars að skólinn hafi hreinlega ekki efni á því að kassarnir verði bannaðir. 29. mars 2023 06:53 Fjárhættuspilavandi – að þjást í leynum Marsmánuður er tileinkaður vitundarvakningu um fjárhættuspilavanda. 22. mars 2023 09:30 Tillögum frá starfshópi lekið: Lagði til að rekið yrði spilavíti á Íslandi Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) hefur óskað eftir því að fá að reka spilavíti hér á landi og bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. Heimspekingur líkir notkun háskólans á fjármunum úr spilakassarekstri við notkun á fjármunum frá Jeffrey Epstein. 11. desember 2022 13:31 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112. Barátta Ástrósar við spilafíkn hófst árið 2018. „Fyrir það vissi ég ekkert um spilafíkn. Ég hafði aldrei heyrt orðið spilafíkill.“ Dag einn bað vinkona Ástrósar hana um að koma með sér að sækja móður sína. „Og við fórum inn á spilastað, þar sem mamma hennar sat og var að spila í þremur eða fjórum kössum. Ég spurði vinkonu mína hvað væri í gangi. „Hún er spilafíkill,“ svaraði hún. „Hvað þýðir það?“ spurði ég. „Hún getur ekki hætt,“ svaraði vinkona mín. Og hún nefndi við mig að mamma hennar hefði einhvern tímann unnið átta milljónir í Gullpottinum- og tapað síðan öllum peningnum á innan við þremur mánuðum. Og ég man að ég hugsaði með mér, hvað það væri fáránlegt, eitthvað sem ég myndi sko aldrei gera ef ég myndi vinna átta milljónir, ég myndi setja peninginn strax inn á banka.“ Nokkrum mánuðum síðar prófaði Ástrós að fara í spilakassa í fyrsta skipti. Það byrjaði sakleysislega en átti síðan eftir að vinda hratt upp á sig. „Á þessum tíma var ég að vinna á bar og eigendur ákváðu að setja upp spilakassa þar. Í fyrstu var ég ekki veita þessum kössum neina sérstaka athygli en var svona að fylgjast með öðrum spila.“ Varð strax „húkt“ Einn daginn kom einn spilarinn til Ástrósar eftir að hafa unnið tæpar 40 þúsund krónur í einum kassanum. „Og þá fyrst hugsaði ég með mér: „Vá, það er í alvöru hægt að vinna svona mikið“. Þarna kviknaði einhver áhugi,“ segir Ástrós. „Mér fannst þetta strax svo geggjað og spennandi,“ segir hún og líkir tilfinningunni við þá sem fíkniefnaneytendur finna fyrir þegar þeir sprauta sig í fyrsta sinn með heróíni. „Það er þetta sama „rush.“ Það er það sem þetta gengur út á. Þú sérð peningana koma, færð rosalegt adrenalín kikk, þú ýtir á vitlaust, færð ekkert, ýtir svo á rétt og færð pening og færð aftur þetta svakalega kikk. Og þú þarft alltaf meira. Þú færð aldrei nóg. Þessi kassar eru náttúrulega bara hannaðir þannig að þú festist í þeim í marga klukkutíma í einu.“ Þetta er bara dóp; öll hljóðin og allir takkarnir ýta undir þetta. Þegar ég fór heim eftir þetta fyrsta skipti þá hugsaði ég að ég yrði að gera þetta aftur. Ég var alveg orðin „húkt“ strax. Svo kom ég aftur daginn eftir og tapaði öllum peningnum sem ég hafði unnið daginn áður. Ástrós er greind með athyglisbrest og hún segir spilakassann hafa verið einn af fáum stöðum þar sem henni tókst að virkilega að einbeita sér klukkutímum saman, án þess að verða fyrir áreiti utan frá. Hún er að eigin sögn ekki alin upp við það að eiga mikla peninga, en áður en hún varð háð spilakössunum hafi hún alltaf verið tiltölulega reglusöm í fjármálum; stóð skil á sínu og borgaði reikninga. „Mig langar rosalega mikið að brýna fyrir ungu fólki, sem gerir sér kannski ekki grein fyrir hættunni, að prófa þetta ekki. Þetta er ekki þess virði,“ segir Ástrós.Aðsend Örvænting, skömm og vanlíðan Næstu vikur og mánuði þróaðist þráhyggja Ástrósar gagnvart spilakössunum hratt. „Ég fór á milli staða sem voru með spilakassa og sat þar í marga klukkutíma og spilaði. Ef það var pása í skólanum, þá var ég farin í kassana. Ég spilaði í laumi fyrir öllum, svaraði ekki símanum ef fólk hringdi á meðan ég var að spila, hvort sem það var kærastan mín eða mamma eða einhver annar. Ég var farin að heyra hljóðin úr kössunum í hausnum allan daginn. Ég gat bara ekki hætt, sama hvað ég reyndi og sama hversu miklum pening ég tapaði. Ég hafði áður náð að safna upp í varasjóð og átti einhverjar 800 þúsund krónur inni á reikning. Þremur mánuðum eftir að ég byrjaði í spilakössunum var ég búin að tapa öllum þessum peningum. Ástrós tókst þó með einhverjum hætti að slíta sig frá kössunum í rúmt ár. „Ég fór aldrei í afneitun, ég gerði mér algjörlega grein fyrir að þetta væri vandamál, og að ég réði ekki við þetta. Ég talaði við vinnuveitendur mína og bað þá um að reka mig ef þeir myndu sjá mig nálægt kössunum í vinnunni.“ Ástrós ræddi einnig við ráðgjafa hjá SÁÁ, sem hún segir að vísu hafa hjálpað lítið. En henni tókst engu að síður að halda sig frá spilakössum í rúmt ár. Síðan fór allt í sama farið. „Ég vaknaði einn morguninn og hugsaði með mér að núna væri ég búin að læra af mistökunum. Núna vissi ég hver mín takmörk væru og hverju ég þyrfti að passa mig á.“ Ég man ennþá eftir því þegar ég settist fyrir framan spilakassann eftir allan þennan tíma; höndin á mér skalf á meðan ég var að setja peninginn í. Eftir 10 mínútur var ég búin að tapa 90 þúsund krónum. Náði botninum Ástrós segir leiðina hafa legið hratt niður á eftir við það. Hún rifjar upp daginn sem hún náði botninum að eigin sögn. „Þá var ég búin að tapa öllu sem ég átti. Ég var til dæmis búin að tapa öllum peningunum sem ég hafði ætlað að nota til að bjóða þáverandi kærustunni minni í útskriftarferð til Spánar. Það vissi enginn hvað ég var komin í vonda stöðu og þar af leiðandi vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera eða við hvern ég gæti talað. Ég sat út í bíl, grét og grét og var bara kominn á þann stað að ég var farin að íhuga að binda endi á líf mitt. Ég vildi bara fara heim og sofna og vakna ekki aftur. Ég get ekki lýst örvæntingunni, skömminni og vanlíðaninni.“ Á þessum tíma byrjaði Ástrós í nýju sambandi og fann hjá sér þörf til að leggja öll spilin á borðið fyrir nýja makanum. „Og ég sagði henni hreint út frá þessu, og að ég væri að reyna að hætta. Og í kjölfarið hugsaði ég með mér að ég yrði að koma hreint fram við fjölskylduna mína líka og aðra í kringum mig. „Ég talaði við mömmu og hún tók algjörlega yfir fjármálin mín. Ég bað hana um að stofna reikning á sínum banka sem var minn reikningur og skammta mér síðan pening. Ég varð einfaldlega að gera það, af því ég treysti ekki sjálfri mér. Þetta var auðvitað hrikalega erfitt, en þetta var það eina sem virkaði fyrir mig,“ segir Ástrós. Tæpum þremur árum seinna tók hún aftur við stjórn á eigin fjármálum. En ég sagði líka við mömmu á sínum tíma að ef ég myndi einhvern tímann taka aftur við fjármálunum mínum þá myndi ég setja þau aftur í hendurnar á henni um leið ef ég sæi þörf á því.“ Ástrós leitaði sér einnig hjálpar hjá 12 spora samtökum. „Ég fór grenjandi út af fyrsta fundinum, þessar sögur sem ég heyrði og snertu mig svo djúpt og ég tengdi svo sterkt við þær. Það var líka svo ótrúlega gott að upplifa að maður var ekki einn.“ Fjögur ár í bata Hún segist gera sér grein fyrir að það eru ótal margir þarna úti sem hafa farið mun verr út úr spilafíkn en hún. Einstaklingar hafa misst aleiguna, fjölskyldu eða jafnvel eigið líf. „Ég fór aldrei á þann stað. Svo er það auðvitað þannig að eftir því sem þú spilar lengur því erfiðara verður það að losna. Ef þú ert langt leiddur eiturlyfjafíkill eða alkóhólisti þá er miklu auðveldara að sjá afleiðingarnar utan á þér. En þú getur ekki séð það utan á manneskju að hún sé langt leiddur spilafíkill, sem er kannski búinn að tapa aleigunni og er á leiðinni að fremja sjálfsvíg. Fólk heyrir alveg viðvörunarbjöllur þegar það heyrir orðið „spilafíkill.“ Flestir tengja þetta orð við einhverja miðaldra karla sem hanga á börum og eru alltaf fullir.“ Í dag eru komin fjögur ár síðan hún fór síðast í spilakassa. Hún tekur þó fram að hennar bataferli hafi verið langt frá því að vera auðvelt. „Og þetta er eitthvað sem ég mun alltaf þurfa að passa mig á. Það koma oft upp erfiðar stundir, sérstaklega ef það er mikið stress og þess háttar. Mér finnst hjálpa mér að minna mig reglulega á þetta móment þar sem ég var kominn alveg á botninn og sat út í bíl og hágrét.“ Hún rifjar upp eitt skipti þar sem hún var stödd skammt frá Videomarkaðnum í Kópavogi og þurfti nauðsynlega að komast í hraðbanka. Áður fyrr hafði hún verið fastagestur í spilasalnum á Videomarkaðnum. „Ég varð að fara þangað inn, en var hrædd við það. Ég labbaði hratt inn, fór í hraðbankann og tók við peningnum og síðan hljóp ég hreinlega út.“ Áhrifavaldar bera ábyrgð Ástrós segir það vera algengan misskilning að spilafíklar séu einungis að sækja í spilakassa. „Það er hægt að leita í svo margt annað til að svala þessari „gambling“ þörf, þessari fjárhættuspilsþörf, það eru ekki bara kassarnir,“ segir hún og nefnir sem dæmi vinsæl netspil á borð við Póker og „21“. „Það eru allir þessir leikir og spil og veðmálasíður á netinu. Það er líka hægt sækja í hluti eins og bingó eða bara happaþrennur. Og þaðan getur þetta leitt út í svo margt annað. Það stuðar mig rosalega mikið þegar ég sé íslenska áhrifavalda, meirihlutinn með yfir 10.000 fylgjendur, nota platformið sitt til þess að stuðla að fjárhættuspilum. Allir að auglýsa ónefnd fyrirtæki sem byggja öll á fjárhættuspilum á netinu,“ segir Ástrós jafnframt og tekur sem dæmi veðmálasíðuna Coolbet, sem íslenskir áhrifavaldar hafa auglýst undanfarin misseri. „Þar er dregin upp svaka glansmynd af þessu og þetta er „hæpað“ rosalega upp, og svo er fólk að fara þarna inn og tapa milljón á nokkrum klukkutímum.“ Hún bendir á að stór hluti þeirra sem fylgja umræddum áhrifavöldum á samfélagsmiðlum eru ungir krakkar eða áhrifagjarnir einstaklingar sem hafi engan skilning á hættunni sem liggur að baki. „Svo eru þessir krakkar að fylgjast með þessum áhrifavalda strákum fara í rosalega flottar pókerferðir erlendis og auglýsa pókerstaði, á meðan pókerstaðir eru ólöglegir á Íslandi. Það er bara allt rangt við þetta.“ Samkomubannið hafði jákvæðar afleiðingar Ástrós hefur sterkar skoðanir á rekstri spilakassa hérlendis og telur brýnt að stöðva starfsemina. Hún bendir á að margir haldi að það sé ekki lausn að banna spilakassa; spilafíklar eigi þá bara eftir að leita annað til að svala fíkninni. Það sé hins vegar raunin að í fjölmörgum tilfellum séu kassarnir aðalvandamálið. „Þannig var það hjá mér, ég sótti bara í kassanna en ekki nein önnur fjárhættuspil.“ Spilakössum Íslandsspila og Happdrættis Háskóla Íslands var tímabundið lokað í byrjun árs 2020, þegar heimsfaraldurinn gekk yfir. Í tilkynningu frá Samtökum áhugafólks um spilafíkn kom fram að lokanir spilakassa í samkomubanninu hefðu haft jákvæðar afleiðingar. „Þegar spilakössunum var lokað í upphafi samkomubannsins bárust fréttir af spilafíklum sem hættu að spila og náðu betri tökum á lífi sínu. Það voru okkur því mikil vonbrigði þegar Íslandsspil sf. ákváðu að opna kassana á ný þann 4. maí,“ kom fram í umræddri tilkynningu. Flestir kannast við kunnugan frasa úr spilavítunum í Las Vegas „The House always wins“ („Húsið vinnur alltaf“). Frasinn er kunnugur af ástæðu. „Þessir kassar eru auðvitað ekki hannaðir til að fólk vinni, þetta er hannað til að gera þig „húkt“, til að fá þig til að vilja meira og meira. Þú tapar 50 þúsund kalli, og þá viltu vinna það til baka. Svo vinnur þú það til baka, og auka 10 þúsund kall, og þá verður þú að halda áfram og vinna meira. Upphæðin í spilakössunum verður svo óraunveruleg og þú ert tilbúin að setja það allt undir, þó svo að fjárhæðin sé há. En svo til dæmis ferðu í Bónus og kaupir ódýrustu mjólkina, því það sérðu sem raunverulegan pening. Svo er líka svo auðvelt fyrir spilafíkla að réttlæta þetta; ef þessi kassi er ekki að gefa þér pening þá ferðu yfir í næsta kassa og byrjar aftur þar. Ástrós bendir á að það er ekki að ástæðulausu að spilakassar, og önnur fjárhættuspil eru kölluð rafrænt heróín. Í dag eru yfir 900 spilakassar starfræktir á Íslandi. „Mig langar rosalega mikið að brýna fyrir ungu fólki, sem gerir sér kannski ekki grein fyrir hættunni, að prófa þetta ekki. Þetta er ekki þess virði.“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112.
Fjárhættuspil Fíkn SÁÁ Tengdar fréttir Háskóli Íslands leggst enn gegn banni við rekstri spilakassa Háskóli Íslands er enn á móti því að rekstur spilakassa verði bannaður. Í umsögn um frumvarp þess efnis segir Jón Atli Benediktsson rektor meðal annars að skólinn hafi hreinlega ekki efni á því að kassarnir verði bannaðir. 29. mars 2023 06:53 Fjárhættuspilavandi – að þjást í leynum Marsmánuður er tileinkaður vitundarvakningu um fjárhættuspilavanda. 22. mars 2023 09:30 Tillögum frá starfshópi lekið: Lagði til að rekið yrði spilavíti á Íslandi Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) hefur óskað eftir því að fá að reka spilavíti hér á landi og bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. Heimspekingur líkir notkun háskólans á fjármunum úr spilakassarekstri við notkun á fjármunum frá Jeffrey Epstein. 11. desember 2022 13:31 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Háskóli Íslands leggst enn gegn banni við rekstri spilakassa Háskóli Íslands er enn á móti því að rekstur spilakassa verði bannaður. Í umsögn um frumvarp þess efnis segir Jón Atli Benediktsson rektor meðal annars að skólinn hafi hreinlega ekki efni á því að kassarnir verði bannaðir. 29. mars 2023 06:53
Fjárhættuspilavandi – að þjást í leynum Marsmánuður er tileinkaður vitundarvakningu um fjárhættuspilavanda. 22. mars 2023 09:30
Tillögum frá starfshópi lekið: Lagði til að rekið yrði spilavíti á Íslandi Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) hefur óskað eftir því að fá að reka spilavíti hér á landi og bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. Heimspekingur líkir notkun háskólans á fjármunum úr spilakassarekstri við notkun á fjármunum frá Jeffrey Epstein. 11. desember 2022 13:31