Máni kveður Sýn: „Þetta hefur verið áhugavert ferðalag í rúm 25 ár" Máni Pétursson fjölmiðlamaður hefur sagt skilið við Sýn eftir 25 ára starf. Hann lauk formlega störfum um síðustu mánaðamót. 27.3.2023 23:40
Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. 27.3.2023 23:14
Allt skólahald fellt niður í Fjarðabyggð á morgun Ekkert skólahald verður í leik- og grunnskólum í Neskaupstað, á Eskifirði, og Fáskrúðsfirði á morgun. 27.3.2023 22:34
Leita að eiganda peninga í óskilum Heiðarlegur borgari fann peninga í verslun í Mosfellsbæ í síðustu viku og kom þeim í hendur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Eigandans er nú leitað. 27.3.2023 18:45
Fanney Birna ráðin dagskrárstjóri Rásar 1 Fanney Birna Jónsdóttir blaðamaður og formaður siðanefndar Blaðamannafélags Íslands hefur verið ráðin dagskrárstjóri Rásar 1. Hún tekur við af Þresti Helgasyni en hann sagði starfi sínu lausu í febrúar síðastliðnum eftir að hafa gegnt starfinu í nærri níu ár. 27.3.2023 18:34
Hlupu uppi fíkniefnasala sem reyndist vera í ólöglegri dvöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði fyrr í dag afskipti af aðila sem grunaður var um að að selja fíkniefni. Sá reyndi að komast undan á hlaupum en var hlaupinn uppi af lögreglumönnum. 27.3.2023 18:18
104 ára bresk stríðshetja á 63 ára gamla kærustu á Íslandi Konunglega breska hersveitin, sem eru samtök breskra uppgjafarhermanna hafa sent ákall til bresku þjóðarinnar þar sem almenningur er hvattur til að senda fyrrum hermanninum Ernest Horswall kveðju á 105 ára afmælisdaginn þann 21. apríl næstkomandi, en Ernest á enga ættingja á lífi. Fjölmargir breskir miðlar hafa birt fréttir um málið en þar kemur meðal annars fram að hinn 104 ára gamli ofurhugi eigi kærustu á Íslandi. Ernest hefur heimsótt Ísland reglulega síðan árið 1991 og á marga vini hér á landi. 25.3.2023 13:00
Íslendingur dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás á Jótlandi Dómstóll í Hjørring á Jótlandi hefur dæmt 46 ára Íslending í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás og fíkniefnavörslu. Þá er honum vísað úr landi. 23.3.2023 15:21
„Ég þykist vita að Heimildin sé komin í ákveðna klemmu" „Ég mun ekki gefa upp nákvæmlega hvernig ég fékk þessar upplýsingar staðfestar eða hverja ég talaði við en ég get sagt að ég hefði aldrei komið fram með þessar ásakanir ef ég hefði ekki verið búinn að fá þetta allt saman hundrað prósent staðfest,“ segir Frosti Logason fjölmiðlamaður í samtali við Vísi. 23.3.2023 12:38
Kötturinn Gosi komst í leitirnar eftir þrjár vikur í frosti og kulda „Augnablikið þegar ég kom með Gosa upp í bústað og lagði hann í fangið á drengnum mínum, það var algjörlega stórkostlegt. Ég verð að viðurkenna að það kom alveg smá ryk í augað á manni,“ segir Valgeir Ólason, eigandi kattarins Gosa. 22.3.2023 13:57