Lokkaði stúlkur á sloppnum með saltpillum og týndum kettlingum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. september 2023 07:01 Eva Ólafsdóttir deildi reynslu sinni af Guðjóni Ólafssyni afa sínum í helgarviðtali við Vísi um síðustu helgi. Vísir/Vilhelm „Þessi maður bauð mér einu sinni far þegar ég var mjög ung og það er far sem ég mun alltaf sjá eftir að hafa þegið. Ég fagna dauða hans,“ segir Sigrún Þorvaldsdóttir. Sigrún er ein þeirra kvenna sem urðu fyrir barðinu á skrímslinu svonefnda í bláa húsinu í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórinn í Eyjum vonar að samfélagið myndi bregðast öðruvísi við kæmi slíkt mál upp í dag. Sigrún Þorvaldsdóttir var á árum áður búsett í Eyjum. Maðurinn sem um ræðir heitir Guðjón Ólafsson en barnabarn Guðjóns, Eva Ólafsdóttir, steig fram í viðtali við Vísi í seinustu viku og greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hans hálfu, sjö ára gömul. Sigrún er meðal þeirra sem stígur fram í viðtali við Vísi í framhaldi af hugrakkri frásögn Evu. Talverðar umræður hafa verið á samfélagsmiðlum undanfarna viku þar sem fyrrverandi og núverandi íbúar Vestmannaeyja tjá sig um málið. Líkt og fram kom í umfjöllun Vísis er upplifun Evu sú að tíðarandinn í samfélaginu hafi ráðið því að miklu leyti að brot afa hennar gegn henni var þaggað niður á sínum tíma. Afi hennar var aldrei sóttur til saka fyrir brotið. Sextán árum síðar, árið 2009, var afi Evu í fyrsta sinn kærður til lögreglu fyrir kynferðisbrot og var sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fimm ára stúlku í bænum. Hann hafði þá fjórum árum fyrr verið útnefndur bæjarlistamaður Vestmannaeyja. Ljóst er að mörgum blöskrar sú þöggun sem ríkt hefur yfir kynferðisbrotum Guðjóns Ólafssonar undanfarna áratugi.Samsett Í kjölfarið steig Eva fram og kærði afa sinn fyrir að hafa brotið á sér á sínum tíma. Átján aðrar konur úr Eyjum stigu einnig fram og kærðu Guðjón fyrir að hafa brotið á þeim kynferðislega þegar þær voru börn. Brotin reyndust öll vera fyrnd. Vill trúa að þöggun tilheyri liðinni tíð „Þetta mál allt er hryggilegra en orð fá lýst og það hefur verið þyngra en tárum tekur að heyra og sjá lýsingar þolendanna,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmanneyja í samtali við Vísi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri VestmannaeyjaVísir/Einar „Það er nú langt um liðið síðan þessi brot áttu sér stað og ég vil trúa því að viðbrögð alls samfélagsins, almennings og yfirvalda yrðu önnur nú en þá. Ég vil trúa því að þöggun og meðvirkni í ofbeldismálum af þessu tagi tilheyri liðinni tíð.“ Notaði kettina sína sem tálbeitu „Smjaður var einn helsti löstur skrímslisins, þess vegna átti hann vini á þeim stöðum sem komu honum vel,“ segir Hrefna Hilmisdóttir íbúi í Vestmanneyjum í samtali við Vísi. Hún segist hafa tilkynnt Guðjón til bæjaryfirvalda á sínum tíma en engin viðbrögð fengið. „Skrímslið hafði meðal annars þann háttinn á að nota kisurnar sínar. Hann lét sem kisan væri týnd og bað börnin í götunni að hjálpa sér að leita. Svo var þeim boðið inn, og þakkað fyrir aðstoðina. Blessuð börnin blásaklaus og góhjörtuð. Hvaða barn elskar ekki kisur?“ Hrefna segist hafa kennt barnabörnum sínum á sínum tíma að þau mættu ekki koma nálægt húsinu og ekki tala við „skrímslið.“ „Einn dag komu sex og sjö ára sonardætur mínar inn og hrópuðu: „Amma! Megum við hjálpa manninum í bláa húsinu að leita að kettlingnum?” Það var ekki glaðleg eftirvænting í svipnum heldur skein af þeim óttinn. Þetta var rétt eftir að tuttugu kærur á hendur honum voru felldar niður. Ég skrifaði bæði sýslumanni og félagsmálastjóra og lét vita af þessu athæfi og lýsti allri ábyrgð á hendur yfirvöldum. Að sjálfsögðu var því ekki svarað. Ég man hvað ég varð reið þegar hann var gerður að bæjarlistamanni. Nú langar marga að rífa niður verkin hans.“ Örlagarík bílferð „Þessi maður bauð mér einu sinni far þegar ég var mjög ung og það er far sem ég mun alltaf sjá eftir að hafa þegið. Ég fagna dauða hans,” segir Sigrún Þorvaldsdóttir, sem áður var búsett í Vestmannaeyjum, og lýsir örlagaríkum degi í barnæsku á Heimaey. „Hann keyrði með mig á afskekktan stað og bað mig um að fara úr bílnum og bað mig um að setjast uppá stein og byrjaði að taka myndir af mér. Ég man að ég var hrædd og skildi ekki afhverju hann væri að taka myndir af mér. Svo sagði hann mér að leggjast á steininn og lyfta efri hluta fatnaðarins upp fyrir brjóst og ég þorði ekki annað en að gera það. Ég held að ég hafi blokkerað eitthvað sem hafi gerst því ég veit ekki hvernig ég komst heim. Ég man að ég var alveg rosalega hrædd og ég sagði aldrei neinum frá þessu.” Mörgum var kennt að forðast bláa húsið á Túngötu.Vísir/Vilhelm Sigrún segist aldrei hafa sagt neinum frá þessu atviki, ekki fyrr en viðtalið við Evu Ólafsdóttur birtist á Vísi í síðustu viku og umræður fóru af stað á samfélagsmiðlum. „Ég sagði bróður mínum frá þessu þegar hann sendi mér linkinn á þessa umræðu um daginn og það er í fyrsta sinn sem ég hef rætt þetta. Ég vissi ekki einu af því að fleiri hefðu lent í honum fyrr en ég las greinina. Ef að þú varst vel liðinn og þekktur í samfélaginu í Eyjum þá var allt þaggað niður. Alveg hreint ótrúlegt.“ Fylltist ógeði í hvert sinn „Ég get ekki skilið af hverju enginn gerði neitt og þessa þöggun í samfélaginu,” segir annar viðmælandi Vísis, kona sem búsett hefur verið í Vestmannaeyjum alla ævi. „Ég fór þarna sem lítil stelpa með vinkonu að safna servéttum eins og tíðkaðist oft. Karlógeðið kom til dyra í þessum viðbjóðslega náttslopp og var nakinn undir honum. Hann bauð okkur saltpillur sem við þáðum, en hann strauk þeim yfir typpið á sér áður en hann rétti okkur þær. Sem betur fer fór ég ekki inn til hans. Og fór aldrei aftur. Eftir þetta hef ég alla tíð fyllst algjöru ógeði þegar ég hef mætt honum.” Konan starfar sem hjúkrunarfræðingur í Eyjum. „Þetta er lítill bær. Hann þurfti að leita læknisþjónustu og hjúkrunar eins og aðrir. En ég baðst undan að sinna honum því ég gat ekki hugsað mér að koma nálægt honum. Auðvitað fékk hann þá heilbrigðisþjónustu sem hann þurfti - en bara ekki frá mér.” Var bannað að banka Fimmti viðmælandinn er kona sem búsett hefur verið í Vestmannaeyjum alla ævi. Sem barn bar hún út Morgunblaðið í Eyjum, meðal annars á Túngötunni. Hún sá einnig um að ganga í hús og rukka fyrir blaðið um hver mánaðamót. Foreldrar hennar bönnuðu henni að banka upp á hjá manninum á Túngötu 21. Eva Ólafsdóttir steig fram í viðtali við Vísi fyrir viku. Viðtalið vakti mikla athygli og í ljós hefur komið að tugir stúlkna eiga reynslusögu af Guðjóni Ólafssyni í bláa húsinu við Túngötu.Vísir/Vilhelm „Ég var að rukka fyrir blaðið en hann notaði það að koma til dyra með handklæði sem hann lét síðan detta niður. Ég lét foreldra mína vita. Eftir þetta sáu þau alltaf um að rukka. Ég kærði ekki en ég var í yfirheyrslunum. Ég held við höfum verið hátt í fimmtíu sem vorum kölluð í yfirheyrslur á sínum tíma árið 2009, og 20 urðu að kærum. Ég slapp vel. Það eru margir sem lentu í mun alvarlegri hlutum, og ítrekað.” Minningin lifir Tvær konur úr Vestmanneyjum ræddu við blaðamann í kjölfar umfjöllunar Vísis og lýstu minningum úr bláa húsinu á Túngötunni sem hafa þjakað þær alla ævi. „Viðtalið við Evu síðustu helgi hefur opnað á eina stóra spurningu hjá okkur tveimur vinkonum sem lentum í ógeðinu í bláa húsinu. Hver var tilgangurinn með því að fá okkur í yfirheyrslu á sínum tíma, var það bara til að rífa upp sárin og erfiðar minningar? Þar sem vitað var að málin voru fyrnd gegn honum. Það er mjög skrítið að ekki skuli hafa verið tekið tillit til fyrri brota þegar dæmt var í málinu árið 2009. Svona mál eiga ekki að fyrnast.“ Fyrri konan lýsir fyrstu minningu sinni af „skrímslinu í bláa húsinu“: „Ég banka og hann kemur til dyra, í ógeðslega brúna sloppnum sínum með handklæði um sig miðjan. Opnar hurðina og lætur handklæðið falla. Mér bregður mikið og hleyp í burtu, en segi engum frá. Þetta var athæfi sem hann stundaði. Seinna skiptið sem ég man eftir, þá er ég inni í bláa húsinu, sit á sófa og hann sest við hliðin á mér, og fer með hendina inn á peysuna og káfar á mér allri. Ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við en hleyp út, ekki sagði ég frá í þetta skiptið frekar en í fyrra skiptið. Þar sem við vorum búnar að læra að það hlustaði enginn. En reiðin er enn þann dag í dag til staðar.“ Guðjón Ólafsson með verðlaun sín þegar hann var heiðraður sem bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2005. Úr Eyjafréttum.Tímarit.is Konan sem um ræðir var ein af þeim fjölmörgu sem mættu til skýrslutöku hjá lögreglu árið 2009. „Þegar ég fór út úr yfirheyrslu árið 2009 af lögreglustöðinni, þá fylgir mér einn lögreglumaður. Hann spyr hvort þetta hafi haft áhrif á mig? en ég segi „nei aldrei“ en segi svo ég sé að fara heim og halda áfram að segja stelpunum mínum að fara aldrei nálægt bláa húsinu. Hann spyr hvort ég haldi ekki að hann sé hættur? Því svara ég neitandi. Þá segir hann: „Sjáðu hvað þetta hefur haft áhrif á þig allt þitt líf.“ Seinna sat ég inn á spítala og ógeðið kemur inn í stofuna þar sem ég var í, þrátt fyrir að búið var að banna honum að koma þar inn. Hann var sjúklingur á þessum gangi og ég var í heimsókn hjá ættingja. Þegar hann kemur inn þá byrja ég bara að gráta og hleyp fram, þarna brotnaði sterka ég. Sem sýnir kannski að lögreglumaðurinn hafði rétt fyrir sér, þessi lífsreynsla hefur fylgt mér allt mitt líf.“ Seinni konan segist hafa þurft að bera mjög erfiða og ljóta lífsreynslu af „ógeðinu í bláa húsinu“ eins og hann var kallaður. Frásögn Evu hefur orðið til þess að fjöldi kvenna steig fram.Vísir/Vilhelm „Þegar ég var 11 til 12 ára þá nær hann mér inn í húsið, og leggst á sófann í ógeðslega brúna náttsloppnum og er ber innanundir honum. Mér bregður svo mikið að ég tek til fótanna og ætla að komast út, en hann nær að stoppa mig og fer þá að sýna mér typpið á sér, og spyr mig hvort að ég vilji koma við hárin á honum. Einnig spyr hann mig hvort að ég sé farin að fá hár að neðan. Ég kemst rétt svo í skóna mína, þá rífur hann í mig og segir að ef ég segi frá þessu þá myndi hann að drepa mig. Í minningunni var mjög erfitt að komast út um hurðina, en hún var læst. Í mínu barnsminni var eins og ég hafi aldrei aftur farið inn í þetta hús aftur, þvílík var hræðslan. Ég veit að það voru fleiri sem lentu í því sama og við, hræðslan við bláa húsið er enn í minningu okkar. En minningin lifir og í hvert skiptið sem við löbbum fram hjá Bláa húsinu þá koma upp óvelkomnar hugsanir. Best væri ef þetta hús myndi hverfa.“ Bauð börnum sælgæti „Við horfðum á þetta hús út um eldhúsgluggann í fimm ár og aldrei gerði maður sér grein fyrir hryllingnum sem átti sér stað þarna. Við heyrðum orðið „á götunni" og vorum því með varann á alla daga, þegar börn voru þarna að leik. Maður fyllist sorg og depurð að hugsa til þess, að svona lagað geti átt sér stað „í húsinu á móti“, við nefið á manni,“ segir Guðlaugur Sigurgeirsson en hann er fyrrum íbúi í Vestmanneyjum og bjó skammt frá bláa húsinu á Túngötunni. „Það voru auðvitað sögur í gangi, en einhvern veginn brást samfélagið ekki við. Sérstaklega var þöggunin í nærsamfélaginu, hverfinu, þar sem hann átti marga góða granna og vini. Þetta er sorglegra en orð fá lýst,“ bætir hann við. „Á þessum tíma var ég í vinnu allan daginn og því ekki eins meðvitaður um ástandið. Kona mín var hins vegar heima með drengina okkar og vaktaði götuna vel, þegar börn voru þar á ferð. Við lögðum mjög stíft að strákunum okkar að fara alls ekki inn í húsið. Gaui var að bjóða krökkunum sælgæti og í okkar fjölskyldu var hann kallaður „saltpillu-Gaui“. Sem betur fer sluppu okkar drengir og þá örugglega vegna árvekni konu minnar. Við finnum rosalega til með fjölskyldu karlsins, þar sem þau hafa örugglega ekki átt sjö dagana sæla.“ Staða gerenda getur skipt máli Málið í Vestmannaeyjum er ekki það fyrsta hér á landi þar sem fjölmargir þolendur kynferðisofbeldis stíga fram eftir áralanga þöggun. En hvað veldur því að kynferðisofbeldi fær að viðgangast í litlu samfélagi í áraraðir þrátt fyrir vísbendingar um eða jafnvel beina vitneskju um að ekki hafi allt verið með felldu? Hverju sætir að kynferðisbrot eru látin liggja í þagnargildi? Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands hefur skrifað um og rannsakað kynferðisbrot og afstöðu Íslendinga til brota af því tagi. „Lengi ríkti vantrú á að kynferðisbrot fullorðinna gegn börnum væru yfirleitt til eða jafnvel möguleg. Ekki bara í samfélaginu heldur birtist vantrúin líka í réttarvörslukerfinu. Í skjóli þessarar vantrúar þrifust brotin, oft margítrekuð og lengi, eins og málið í Vestmannaeyjum sýnir. Mest tengslabundin en líka gegn börnum ókunnugum gerendum.“ Helgi bendir á að samhliða því hafi þekkingin á alvarleika brota af þessu tagi verið lítil. „Langvarandi afleiðingar og sálrænn miski þolenda fram á fullorðinsár var ekki kunnur, jafnvel ekki meðal fagstétta. Það tengdist einnig ákveðnu virðingar- og valdaleysi barna. Réttur þeirra og rödd var ekki mikils metinn.“ Helgi leggur áherslu á að gerendur bera alltaf ábyrgð á brotum sínum en ekki þolendur.Vísir/Arnar Hvað varðar afstöðu til kynferðisbrota gegn börnum í fámennum samfélögum koma fleiri víddir við sögu að sögn Helga, einkum þar sem allir þekkja alla. „Staða gerenda skiptir miklu. Ef þeir eiga mikið undir sér eða eru kunnir fyrir ýmislegt jákvætt í samfélaginu verður vantrúin oft meiri og varnarmúrinn utan um þá sterkari. Samfélagið stendur þá jafnvel meira með gerendum en þolendum. Þolendur úr röðum barna með veikan bakgrunn eiga frekar á hættu að vera valin sem fórnarlömb hvort sem er í fámenni eða þéttbýli.“ Hann bendir jafnframt á að þekking á kynferðisbrotum gegn börnum sé ekki nóg. Stöðva verði brotin. „Leyndarhjúpinn verður að rjúfa og þolendur að stíga sem fyrst fram. Enn mikilvægara er þó að gerendur eða þeir sem finna fyrir tilhneigingu af þessu tagi stígi fram. Leiti sér aðstoðar. Hún er möguleg, rannsóknir sýna það. Ef fordæming og útskúfun gerenda úr samfélaginu er eina svar samfélagsins eru meiri líkur á að gerendur veigri sér við að koma fram og verði enn hættulegri börnum fyrir vikið. Við viljum ekki sjá það. Refsiábyrgð verður þó samt einnig að vera skýr. Gerendur bera alltaf ábyrgð á brotum sínum en ekki þolendur.“ Sá sem brýtur gegn gildum hlýtur refsingu Árið 2016 skrifaði Guðrún Katrín Jóhannesdóttir meistararitgerð í félagsfræði við Háskóla Íslands -um viðbrögð við nauðgunarkærum í litlum bæjarfélögum. Í ritgerðinni vísar Guðrún í rannsókn NIJ (National Institute of Justice) á glæpatíðni í smærri bæjarfélögum. Á meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að í smærri bæjarfélögum sé það í raun félagslegt viðmið að fólk eigi ekki að vera að segja frá sínum einkamálum heldur halda þeim fyrir sig. Viðhorf sem þetta er meðal annars talið geta orsakað lægri kærutíðni í dreifbýli. Samanborið við þéttbýli þá einkennir það dreifbýl svæði að þar er meiri kunningsskapur á milli fólks, meiri landfræðileg einangrun og fólk hneigist í meiri mæli til að fela persónuleg mál sín. Í dreifbýli er andrúmsloftið gjarnan þannig að það felur í sér óformlegar hömlur sem byggja á félagslegum viðmiðum um að fólk eigi að halda sínum vandamálum út af fyrir sig en ekki vera að bera þau á annarra manna borð. Guðrún vísar einnig í bók Emile Durkheim; Divison of labor on society sem kom út árið 2013 en bókin fjallar um samstöðu samfélaga og félagsleg frávik. Í bókinni bendir Durkham á að einsleit samfélög einkennast af fámenni og því hafa íbúarnir hneigjast til svipaðra skoðana. Þá eru félagsleg viðmið og hlutverk niðurnjörvuð og ósveigjanleg. Félagsleg frávik eru ekki leyfð og útskúfun er beitt gagnvart þeim sem og annars konar refsingum. Durkheim bendir á að sá sem brýtur gegn gildum og/eða venjum samfélagsins uppsker harða refsingu fyrir vikið. Kenningin á vel við í smærri bæjarfélögum þar sem vélræn samstaða finnst fremur en í stórum bæjarfélögum. Sorglega mörg dæmi „Því miður er þetta ekki óþekkt; það eru sorglega mörg önnur dæmi þarna úti. Dæmi þar sem fjölskylda þolanda veit ekki hvernig á að bregðast við, og samfélagið gerir ekkert. Það sem er reyndar dálítið merkilegt í þessu tilfelli er að brotaþolanum er trúað, það er enginn að draga hennar frásögn í efa. En samt gerir enginn neitt,“ segir Drífa Snædal talskona Stígamóta í samtali við Vísi. Drífa bendir á í þessu samhengi að mikilvægt sé að aðstandendur þolenda fái viðeigandi ráðgjöf og leiðsögn. „Undanfarin ár höfum við hjá Stígamótum einmitt verið að auka við aðstandendaviðtöl, og það er gríðarlega mikilvægt.“ Drífa Snædal er talskona Stígamóta.Vísir/Dúi Drífa bendir jafnframt á þegar um sé að ræða þöggun af þessu tagi þá ýti það óhjákvæmilega undir skömm hjá brotaþolum. „Það leiðir til þess að þolendur fara að véfengja upplifun sína, þegar samfélagið bregst svona við. Þetta sýnir fyrst og fremst vangetu, eða vankunnáttu samfélagsins til að gera ofbeldismann ábyrgan fyrir gjörðum sínum Lögunum breytt árið 2007 Líkt og fram kom í umfjöllun Vísis í síðustu viku lögðu alls nítján konur fram kærur á hendur afa Evu árið 2009. Mörg af þeim málum sem um ræddi náðu mörg ár aftur í tímann. Engin kæra endaði með sakfellingu þar sem brotin reyndust öll vera fyrnd. Árið 1998 var reglum hegningarlaga um fyrningu sakar breytt í þá veru að fyrningarfrestur, sem er á bilinu fimm til fimmtán ár eftir eðli brots, byrjar ekki að líða fyrr en barnið nær fjórtán ára aldri. Fram að því höfðu ekki gilt sérstakar reglur um fyrningarfrest í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Áður en fyrrnefndar breytingar voru gerðar á ákvæðum hegningarlaga lagði umboðsmaður barna fram tillögur um ýmsar bætur á réttarstöðu barnungra þolenda kynferðisofbeldis. Meðal annars lagði umboðsmaður til að kynferðisbrot gegn börnum fyrntust ekki, fremur en alvarleg brot á borð við manndráp. Ári 2007, tveimur árum áður en málið kom upp í Vestmannaeyjum, voru gerðar breytingar á almennum hegninarlögum. Þá var gerð sú undantekning að alvarleg kynferðisbrot gegn börnum yngri en 18 ára fyrnast ekki. Fyrningarfresturinn byrjar ekki að líða fyrr en eftir 18 ára aldur brotaþola. Um var að ræða viðbrögð löggjafans í kjölfar aukinnar vitundarvakningar á síðastliðnum árum á eðli og afleiðingum kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Þegar kemur að öðrum kynferðisbrotum þá fyrnast þau tveimur til fimmtán árum eftir alvarleika brotanna. Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Skrímslið í bláa húsinu sem allir vissu af en enginn talaði um Við Túngötu 21 í Vestmanneyjum stendur lítið einbýlishús. Evu Ólafsdóttur stendur stuggur af húsinu og hún er ekki ein um það. Húsið vekur upp vondar minningar. 23. september 2023 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Sigrún Þorvaldsdóttir var á árum áður búsett í Eyjum. Maðurinn sem um ræðir heitir Guðjón Ólafsson en barnabarn Guðjóns, Eva Ólafsdóttir, steig fram í viðtali við Vísi í seinustu viku og greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hans hálfu, sjö ára gömul. Sigrún er meðal þeirra sem stígur fram í viðtali við Vísi í framhaldi af hugrakkri frásögn Evu. Talverðar umræður hafa verið á samfélagsmiðlum undanfarna viku þar sem fyrrverandi og núverandi íbúar Vestmannaeyja tjá sig um málið. Líkt og fram kom í umfjöllun Vísis er upplifun Evu sú að tíðarandinn í samfélaginu hafi ráðið því að miklu leyti að brot afa hennar gegn henni var þaggað niður á sínum tíma. Afi hennar var aldrei sóttur til saka fyrir brotið. Sextán árum síðar, árið 2009, var afi Evu í fyrsta sinn kærður til lögreglu fyrir kynferðisbrot og var sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn fimm ára stúlku í bænum. Hann hafði þá fjórum árum fyrr verið útnefndur bæjarlistamaður Vestmannaeyja. Ljóst er að mörgum blöskrar sú þöggun sem ríkt hefur yfir kynferðisbrotum Guðjóns Ólafssonar undanfarna áratugi.Samsett Í kjölfarið steig Eva fram og kærði afa sinn fyrir að hafa brotið á sér á sínum tíma. Átján aðrar konur úr Eyjum stigu einnig fram og kærðu Guðjón fyrir að hafa brotið á þeim kynferðislega þegar þær voru börn. Brotin reyndust öll vera fyrnd. Vill trúa að þöggun tilheyri liðinni tíð „Þetta mál allt er hryggilegra en orð fá lýst og það hefur verið þyngra en tárum tekur að heyra og sjá lýsingar þolendanna,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmanneyja í samtali við Vísi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri VestmannaeyjaVísir/Einar „Það er nú langt um liðið síðan þessi brot áttu sér stað og ég vil trúa því að viðbrögð alls samfélagsins, almennings og yfirvalda yrðu önnur nú en þá. Ég vil trúa því að þöggun og meðvirkni í ofbeldismálum af þessu tagi tilheyri liðinni tíð.“ Notaði kettina sína sem tálbeitu „Smjaður var einn helsti löstur skrímslisins, þess vegna átti hann vini á þeim stöðum sem komu honum vel,“ segir Hrefna Hilmisdóttir íbúi í Vestmanneyjum í samtali við Vísi. Hún segist hafa tilkynnt Guðjón til bæjaryfirvalda á sínum tíma en engin viðbrögð fengið. „Skrímslið hafði meðal annars þann háttinn á að nota kisurnar sínar. Hann lét sem kisan væri týnd og bað börnin í götunni að hjálpa sér að leita. Svo var þeim boðið inn, og þakkað fyrir aðstoðina. Blessuð börnin blásaklaus og góhjörtuð. Hvaða barn elskar ekki kisur?“ Hrefna segist hafa kennt barnabörnum sínum á sínum tíma að þau mættu ekki koma nálægt húsinu og ekki tala við „skrímslið.“ „Einn dag komu sex og sjö ára sonardætur mínar inn og hrópuðu: „Amma! Megum við hjálpa manninum í bláa húsinu að leita að kettlingnum?” Það var ekki glaðleg eftirvænting í svipnum heldur skein af þeim óttinn. Þetta var rétt eftir að tuttugu kærur á hendur honum voru felldar niður. Ég skrifaði bæði sýslumanni og félagsmálastjóra og lét vita af þessu athæfi og lýsti allri ábyrgð á hendur yfirvöldum. Að sjálfsögðu var því ekki svarað. Ég man hvað ég varð reið þegar hann var gerður að bæjarlistamanni. Nú langar marga að rífa niður verkin hans.“ Örlagarík bílferð „Þessi maður bauð mér einu sinni far þegar ég var mjög ung og það er far sem ég mun alltaf sjá eftir að hafa þegið. Ég fagna dauða hans,” segir Sigrún Þorvaldsdóttir, sem áður var búsett í Vestmannaeyjum, og lýsir örlagaríkum degi í barnæsku á Heimaey. „Hann keyrði með mig á afskekktan stað og bað mig um að fara úr bílnum og bað mig um að setjast uppá stein og byrjaði að taka myndir af mér. Ég man að ég var hrædd og skildi ekki afhverju hann væri að taka myndir af mér. Svo sagði hann mér að leggjast á steininn og lyfta efri hluta fatnaðarins upp fyrir brjóst og ég þorði ekki annað en að gera það. Ég held að ég hafi blokkerað eitthvað sem hafi gerst því ég veit ekki hvernig ég komst heim. Ég man að ég var alveg rosalega hrædd og ég sagði aldrei neinum frá þessu.” Mörgum var kennt að forðast bláa húsið á Túngötu.Vísir/Vilhelm Sigrún segist aldrei hafa sagt neinum frá þessu atviki, ekki fyrr en viðtalið við Evu Ólafsdóttur birtist á Vísi í síðustu viku og umræður fóru af stað á samfélagsmiðlum. „Ég sagði bróður mínum frá þessu þegar hann sendi mér linkinn á þessa umræðu um daginn og það er í fyrsta sinn sem ég hef rætt þetta. Ég vissi ekki einu af því að fleiri hefðu lent í honum fyrr en ég las greinina. Ef að þú varst vel liðinn og þekktur í samfélaginu í Eyjum þá var allt þaggað niður. Alveg hreint ótrúlegt.“ Fylltist ógeði í hvert sinn „Ég get ekki skilið af hverju enginn gerði neitt og þessa þöggun í samfélaginu,” segir annar viðmælandi Vísis, kona sem búsett hefur verið í Vestmannaeyjum alla ævi. „Ég fór þarna sem lítil stelpa með vinkonu að safna servéttum eins og tíðkaðist oft. Karlógeðið kom til dyra í þessum viðbjóðslega náttslopp og var nakinn undir honum. Hann bauð okkur saltpillur sem við þáðum, en hann strauk þeim yfir typpið á sér áður en hann rétti okkur þær. Sem betur fer fór ég ekki inn til hans. Og fór aldrei aftur. Eftir þetta hef ég alla tíð fyllst algjöru ógeði þegar ég hef mætt honum.” Konan starfar sem hjúkrunarfræðingur í Eyjum. „Þetta er lítill bær. Hann þurfti að leita læknisþjónustu og hjúkrunar eins og aðrir. En ég baðst undan að sinna honum því ég gat ekki hugsað mér að koma nálægt honum. Auðvitað fékk hann þá heilbrigðisþjónustu sem hann þurfti - en bara ekki frá mér.” Var bannað að banka Fimmti viðmælandinn er kona sem búsett hefur verið í Vestmannaeyjum alla ævi. Sem barn bar hún út Morgunblaðið í Eyjum, meðal annars á Túngötunni. Hún sá einnig um að ganga í hús og rukka fyrir blaðið um hver mánaðamót. Foreldrar hennar bönnuðu henni að banka upp á hjá manninum á Túngötu 21. Eva Ólafsdóttir steig fram í viðtali við Vísi fyrir viku. Viðtalið vakti mikla athygli og í ljós hefur komið að tugir stúlkna eiga reynslusögu af Guðjóni Ólafssyni í bláa húsinu við Túngötu.Vísir/Vilhelm „Ég var að rukka fyrir blaðið en hann notaði það að koma til dyra með handklæði sem hann lét síðan detta niður. Ég lét foreldra mína vita. Eftir þetta sáu þau alltaf um að rukka. Ég kærði ekki en ég var í yfirheyrslunum. Ég held við höfum verið hátt í fimmtíu sem vorum kölluð í yfirheyrslur á sínum tíma árið 2009, og 20 urðu að kærum. Ég slapp vel. Það eru margir sem lentu í mun alvarlegri hlutum, og ítrekað.” Minningin lifir Tvær konur úr Vestmanneyjum ræddu við blaðamann í kjölfar umfjöllunar Vísis og lýstu minningum úr bláa húsinu á Túngötunni sem hafa þjakað þær alla ævi. „Viðtalið við Evu síðustu helgi hefur opnað á eina stóra spurningu hjá okkur tveimur vinkonum sem lentum í ógeðinu í bláa húsinu. Hver var tilgangurinn með því að fá okkur í yfirheyrslu á sínum tíma, var það bara til að rífa upp sárin og erfiðar minningar? Þar sem vitað var að málin voru fyrnd gegn honum. Það er mjög skrítið að ekki skuli hafa verið tekið tillit til fyrri brota þegar dæmt var í málinu árið 2009. Svona mál eiga ekki að fyrnast.“ Fyrri konan lýsir fyrstu minningu sinni af „skrímslinu í bláa húsinu“: „Ég banka og hann kemur til dyra, í ógeðslega brúna sloppnum sínum með handklæði um sig miðjan. Opnar hurðina og lætur handklæðið falla. Mér bregður mikið og hleyp í burtu, en segi engum frá. Þetta var athæfi sem hann stundaði. Seinna skiptið sem ég man eftir, þá er ég inni í bláa húsinu, sit á sófa og hann sest við hliðin á mér, og fer með hendina inn á peysuna og káfar á mér allri. Ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við en hleyp út, ekki sagði ég frá í þetta skiptið frekar en í fyrra skiptið. Þar sem við vorum búnar að læra að það hlustaði enginn. En reiðin er enn þann dag í dag til staðar.“ Guðjón Ólafsson með verðlaun sín þegar hann var heiðraður sem bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2005. Úr Eyjafréttum.Tímarit.is Konan sem um ræðir var ein af þeim fjölmörgu sem mættu til skýrslutöku hjá lögreglu árið 2009. „Þegar ég fór út úr yfirheyrslu árið 2009 af lögreglustöðinni, þá fylgir mér einn lögreglumaður. Hann spyr hvort þetta hafi haft áhrif á mig? en ég segi „nei aldrei“ en segi svo ég sé að fara heim og halda áfram að segja stelpunum mínum að fara aldrei nálægt bláa húsinu. Hann spyr hvort ég haldi ekki að hann sé hættur? Því svara ég neitandi. Þá segir hann: „Sjáðu hvað þetta hefur haft áhrif á þig allt þitt líf.“ Seinna sat ég inn á spítala og ógeðið kemur inn í stofuna þar sem ég var í, þrátt fyrir að búið var að banna honum að koma þar inn. Hann var sjúklingur á þessum gangi og ég var í heimsókn hjá ættingja. Þegar hann kemur inn þá byrja ég bara að gráta og hleyp fram, þarna brotnaði sterka ég. Sem sýnir kannski að lögreglumaðurinn hafði rétt fyrir sér, þessi lífsreynsla hefur fylgt mér allt mitt líf.“ Seinni konan segist hafa þurft að bera mjög erfiða og ljóta lífsreynslu af „ógeðinu í bláa húsinu“ eins og hann var kallaður. Frásögn Evu hefur orðið til þess að fjöldi kvenna steig fram.Vísir/Vilhelm „Þegar ég var 11 til 12 ára þá nær hann mér inn í húsið, og leggst á sófann í ógeðslega brúna náttsloppnum og er ber innanundir honum. Mér bregður svo mikið að ég tek til fótanna og ætla að komast út, en hann nær að stoppa mig og fer þá að sýna mér typpið á sér, og spyr mig hvort að ég vilji koma við hárin á honum. Einnig spyr hann mig hvort að ég sé farin að fá hár að neðan. Ég kemst rétt svo í skóna mína, þá rífur hann í mig og segir að ef ég segi frá þessu þá myndi hann að drepa mig. Í minningunni var mjög erfitt að komast út um hurðina, en hún var læst. Í mínu barnsminni var eins og ég hafi aldrei aftur farið inn í þetta hús aftur, þvílík var hræðslan. Ég veit að það voru fleiri sem lentu í því sama og við, hræðslan við bláa húsið er enn í minningu okkar. En minningin lifir og í hvert skiptið sem við löbbum fram hjá Bláa húsinu þá koma upp óvelkomnar hugsanir. Best væri ef þetta hús myndi hverfa.“ Bauð börnum sælgæti „Við horfðum á þetta hús út um eldhúsgluggann í fimm ár og aldrei gerði maður sér grein fyrir hryllingnum sem átti sér stað þarna. Við heyrðum orðið „á götunni" og vorum því með varann á alla daga, þegar börn voru þarna að leik. Maður fyllist sorg og depurð að hugsa til þess, að svona lagað geti átt sér stað „í húsinu á móti“, við nefið á manni,“ segir Guðlaugur Sigurgeirsson en hann er fyrrum íbúi í Vestmanneyjum og bjó skammt frá bláa húsinu á Túngötunni. „Það voru auðvitað sögur í gangi, en einhvern veginn brást samfélagið ekki við. Sérstaklega var þöggunin í nærsamfélaginu, hverfinu, þar sem hann átti marga góða granna og vini. Þetta er sorglegra en orð fá lýst,“ bætir hann við. „Á þessum tíma var ég í vinnu allan daginn og því ekki eins meðvitaður um ástandið. Kona mín var hins vegar heima með drengina okkar og vaktaði götuna vel, þegar börn voru þar á ferð. Við lögðum mjög stíft að strákunum okkar að fara alls ekki inn í húsið. Gaui var að bjóða krökkunum sælgæti og í okkar fjölskyldu var hann kallaður „saltpillu-Gaui“. Sem betur fer sluppu okkar drengir og þá örugglega vegna árvekni konu minnar. Við finnum rosalega til með fjölskyldu karlsins, þar sem þau hafa örugglega ekki átt sjö dagana sæla.“ Staða gerenda getur skipt máli Málið í Vestmannaeyjum er ekki það fyrsta hér á landi þar sem fjölmargir þolendur kynferðisofbeldis stíga fram eftir áralanga þöggun. En hvað veldur því að kynferðisofbeldi fær að viðgangast í litlu samfélagi í áraraðir þrátt fyrir vísbendingar um eða jafnvel beina vitneskju um að ekki hafi allt verið með felldu? Hverju sætir að kynferðisbrot eru látin liggja í þagnargildi? Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands hefur skrifað um og rannsakað kynferðisbrot og afstöðu Íslendinga til brota af því tagi. „Lengi ríkti vantrú á að kynferðisbrot fullorðinna gegn börnum væru yfirleitt til eða jafnvel möguleg. Ekki bara í samfélaginu heldur birtist vantrúin líka í réttarvörslukerfinu. Í skjóli þessarar vantrúar þrifust brotin, oft margítrekuð og lengi, eins og málið í Vestmannaeyjum sýnir. Mest tengslabundin en líka gegn börnum ókunnugum gerendum.“ Helgi bendir á að samhliða því hafi þekkingin á alvarleika brota af þessu tagi verið lítil. „Langvarandi afleiðingar og sálrænn miski þolenda fram á fullorðinsár var ekki kunnur, jafnvel ekki meðal fagstétta. Það tengdist einnig ákveðnu virðingar- og valdaleysi barna. Réttur þeirra og rödd var ekki mikils metinn.“ Helgi leggur áherslu á að gerendur bera alltaf ábyrgð á brotum sínum en ekki þolendur.Vísir/Arnar Hvað varðar afstöðu til kynferðisbrota gegn börnum í fámennum samfélögum koma fleiri víddir við sögu að sögn Helga, einkum þar sem allir þekkja alla. „Staða gerenda skiptir miklu. Ef þeir eiga mikið undir sér eða eru kunnir fyrir ýmislegt jákvætt í samfélaginu verður vantrúin oft meiri og varnarmúrinn utan um þá sterkari. Samfélagið stendur þá jafnvel meira með gerendum en þolendum. Þolendur úr röðum barna með veikan bakgrunn eiga frekar á hættu að vera valin sem fórnarlömb hvort sem er í fámenni eða þéttbýli.“ Hann bendir jafnframt á að þekking á kynferðisbrotum gegn börnum sé ekki nóg. Stöðva verði brotin. „Leyndarhjúpinn verður að rjúfa og þolendur að stíga sem fyrst fram. Enn mikilvægara er þó að gerendur eða þeir sem finna fyrir tilhneigingu af þessu tagi stígi fram. Leiti sér aðstoðar. Hún er möguleg, rannsóknir sýna það. Ef fordæming og útskúfun gerenda úr samfélaginu er eina svar samfélagsins eru meiri líkur á að gerendur veigri sér við að koma fram og verði enn hættulegri börnum fyrir vikið. Við viljum ekki sjá það. Refsiábyrgð verður þó samt einnig að vera skýr. Gerendur bera alltaf ábyrgð á brotum sínum en ekki þolendur.“ Sá sem brýtur gegn gildum hlýtur refsingu Árið 2016 skrifaði Guðrún Katrín Jóhannesdóttir meistararitgerð í félagsfræði við Háskóla Íslands -um viðbrögð við nauðgunarkærum í litlum bæjarfélögum. Í ritgerðinni vísar Guðrún í rannsókn NIJ (National Institute of Justice) á glæpatíðni í smærri bæjarfélögum. Á meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að í smærri bæjarfélögum sé það í raun félagslegt viðmið að fólk eigi ekki að vera að segja frá sínum einkamálum heldur halda þeim fyrir sig. Viðhorf sem þetta er meðal annars talið geta orsakað lægri kærutíðni í dreifbýli. Samanborið við þéttbýli þá einkennir það dreifbýl svæði að þar er meiri kunningsskapur á milli fólks, meiri landfræðileg einangrun og fólk hneigist í meiri mæli til að fela persónuleg mál sín. Í dreifbýli er andrúmsloftið gjarnan þannig að það felur í sér óformlegar hömlur sem byggja á félagslegum viðmiðum um að fólk eigi að halda sínum vandamálum út af fyrir sig en ekki vera að bera þau á annarra manna borð. Guðrún vísar einnig í bók Emile Durkheim; Divison of labor on society sem kom út árið 2013 en bókin fjallar um samstöðu samfélaga og félagsleg frávik. Í bókinni bendir Durkham á að einsleit samfélög einkennast af fámenni og því hafa íbúarnir hneigjast til svipaðra skoðana. Þá eru félagsleg viðmið og hlutverk niðurnjörvuð og ósveigjanleg. Félagsleg frávik eru ekki leyfð og útskúfun er beitt gagnvart þeim sem og annars konar refsingum. Durkheim bendir á að sá sem brýtur gegn gildum og/eða venjum samfélagsins uppsker harða refsingu fyrir vikið. Kenningin á vel við í smærri bæjarfélögum þar sem vélræn samstaða finnst fremur en í stórum bæjarfélögum. Sorglega mörg dæmi „Því miður er þetta ekki óþekkt; það eru sorglega mörg önnur dæmi þarna úti. Dæmi þar sem fjölskylda þolanda veit ekki hvernig á að bregðast við, og samfélagið gerir ekkert. Það sem er reyndar dálítið merkilegt í þessu tilfelli er að brotaþolanum er trúað, það er enginn að draga hennar frásögn í efa. En samt gerir enginn neitt,“ segir Drífa Snædal talskona Stígamóta í samtali við Vísi. Drífa bendir á í þessu samhengi að mikilvægt sé að aðstandendur þolenda fái viðeigandi ráðgjöf og leiðsögn. „Undanfarin ár höfum við hjá Stígamótum einmitt verið að auka við aðstandendaviðtöl, og það er gríðarlega mikilvægt.“ Drífa Snædal er talskona Stígamóta.Vísir/Dúi Drífa bendir jafnframt á þegar um sé að ræða þöggun af þessu tagi þá ýti það óhjákvæmilega undir skömm hjá brotaþolum. „Það leiðir til þess að þolendur fara að véfengja upplifun sína, þegar samfélagið bregst svona við. Þetta sýnir fyrst og fremst vangetu, eða vankunnáttu samfélagsins til að gera ofbeldismann ábyrgan fyrir gjörðum sínum Lögunum breytt árið 2007 Líkt og fram kom í umfjöllun Vísis í síðustu viku lögðu alls nítján konur fram kærur á hendur afa Evu árið 2009. Mörg af þeim málum sem um ræddi náðu mörg ár aftur í tímann. Engin kæra endaði með sakfellingu þar sem brotin reyndust öll vera fyrnd. Árið 1998 var reglum hegningarlaga um fyrningu sakar breytt í þá veru að fyrningarfrestur, sem er á bilinu fimm til fimmtán ár eftir eðli brots, byrjar ekki að líða fyrr en barnið nær fjórtán ára aldri. Fram að því höfðu ekki gilt sérstakar reglur um fyrningarfrest í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Áður en fyrrnefndar breytingar voru gerðar á ákvæðum hegningarlaga lagði umboðsmaður barna fram tillögur um ýmsar bætur á réttarstöðu barnungra þolenda kynferðisofbeldis. Meðal annars lagði umboðsmaður til að kynferðisbrot gegn börnum fyrntust ekki, fremur en alvarleg brot á borð við manndráp. Ári 2007, tveimur árum áður en málið kom upp í Vestmannaeyjum, voru gerðar breytingar á almennum hegninarlögum. Þá var gerð sú undantekning að alvarleg kynferðisbrot gegn börnum yngri en 18 ára fyrnast ekki. Fyrningarfresturinn byrjar ekki að líða fyrr en eftir 18 ára aldur brotaþola. Um var að ræða viðbrögð löggjafans í kjölfar aukinnar vitundarvakningar á síðastliðnum árum á eðli og afleiðingum kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Þegar kemur að öðrum kynferðisbrotum þá fyrnast þau tveimur til fimmtán árum eftir alvarleika brotanna.
Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Skrímslið í bláa húsinu sem allir vissu af en enginn talaði um Við Túngötu 21 í Vestmanneyjum stendur lítið einbýlishús. Evu Ólafsdóttur stendur stuggur af húsinu og hún er ekki ein um það. Húsið vekur upp vondar minningar. 23. september 2023 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Skrímslið í bláa húsinu sem allir vissu af en enginn talaði um Við Túngötu 21 í Vestmanneyjum stendur lítið einbýlishús. Evu Ólafsdóttur stendur stuggur af húsinu og hún er ekki ein um það. Húsið vekur upp vondar minningar. 23. september 2023 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent