„Ég man hvað það var gott að geta deilt þessari sameiginlegu reynslu af missi“ „Það er bara svo dýrmætt, þegar maður gengur í gegnum þessa hræðilegu lífsreynslu, að hafa þetta samfélag,“ segir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, ein af stofnendum Gleym mér ei - styrktarfélags til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. 21.2.2023 20:00
Réðst á mann vegna „uppsafnaðs viðbjóðs og reiði“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga fangelsi fyrir líkamsárás. 21.2.2023 13:13
Pólska orðin námsgrein við Háskóla Íslands Pólska verður kennd í fyrsta skipti sem námsgrein við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands í haust. Áður hefur pólska verði kennd á námskeiðum við Tungumálamiðstöð HÍ en nú verður hún í boði sem 60 eininga aukagrein í pólskum fræðum. 21.2.2023 11:32
Aldrei fleiri brautskráðir af háskólastigi Alls útskrifuðust 5.214 nemendur með 5.248 próf á háskóla- og doktorsstigi skólaárið 2020-2021. Um er að ræða 15,5 prósent aukningu frá árinu áður. Brautskráningum á háskólastigi fjölgaði mest á sviði menntunar og líkt undanfarin ár voru konur um tveir þriðju nemenda sem luku háskólaprófi, eða 68 prósent. 21.2.2023 09:36
Sameinaðar á Íslandi eftir tveggja ára aðskilnað Tvær konur, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Bretlandi, hittust í Þýskalandi árið 2019 og urðu yfir sig ástfangnar. Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar settu hins vegar stórt strik í reikninginn og komu í veg fyrir að þær gátu hist. Eftir tæpan tveggja ára aðskilnað voru þær loksins sameinaðar á ný, á Íslandi. 20.2.2023 22:40
Verður jarðaður við hlið föður síns „Það var hans heitasta ósk að vera lagður til hvílu hér á Íslandi,“ segir Elva Hrönn Guðbjartsdóttir, en hálfbróðir hennar, Sigurður Bragason, er látinn eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Vísir ræddi við Elvu þann 9.febrúar síðastliðinn, en Sigurður lá þá banaleguna á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro. 20.2.2023 13:05
Í áfalli eftir heimsókn þriggja handrukkara „Ég er ennþá að reyna að jafna mig. Ég bara skil ekkert í þeim að vera að ráðast á mig,“ segir Ragnar Rúnar Þorgeirsson, íbúi í Ásahverfinu í Hafnarfirði en hann varð fyrir óhugnanlegri reynslu í gærdag þegar þrír menn ruddust inn á heimili hans með ógnandi tilburðum og enduðu á því að keyra á brott á bílnum hans. Að sögn Ragnars vildu mennirnir ná tali af syni hans, sem einn þeirra mun hafa átt í viðskiptum við. 20.2.2023 11:33
Annar fundur boðaður í fyrramálið Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara var slitið á ellefta tímanum í kvöld. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið. 15.2.2023 23:05
„Þessi samningur er bara kominn á“ „Ég held að það liggi þannig fyrir að þessi kjarasamningur er í gildi og það er óheimilt að halda uppi verkföllum á þessu sviði vegna þess að það er í gildi kjarasamningur,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann telur forrstu Eflingar hafa hindrað félagsmenn í Eflingu í því að fella samninginn eins og þeir hefðu getað gert eftir reglum laganna. 15.2.2023 21:44
Raquel Welch er látin Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Raquel Welch er látin, 82 ára að aldri. 15.2.2023 19:46