Feginn að vera laus við nikótínið Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. maí 2023 19:01 Í samtali við greinarhöfund segir Arnar að á hans yngri árum hafi margir í kringum hann notað nikótínpúða. Sjálfur notaði hann þá í 20 ár. Getty/Han Myung-Gu „Hefði ég staðið mig betur án snus? Ég held það,“ segir Arnar Þór Viðarsson fyrrum landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu og vísar þar í notkun á nikótínpúðum. Í grein sem birtist á hollenska sporvefnum Sporza nú á dögunum ræðir Arnar Þór um notkun á nikótínpúðum en sjálfur notaði hann nikótínpúða í 20 ár og segist mæla eindregið gegn því Arnar segist einnig hafa orðið var við að leikmenn sem hann þjálfaði á sínum tíma væru að nota nikótínpúða, þó svo að notkunin hafi ekki alltaf verið áberandi. Í samtali við greinarhöfund segir Arnar að á hans yngri árum hafi margir í kringum hann notað nikótínpúða. „Þetta var eins og reykingar í Belgíu, þetta var eitthvað sem var mjög algengt. Í knattspyrnunni var jafnvel algengara að menn notuðu þetta frekar en ekki. Ég er ekki hissa að notkun á nikótínpúðum hafi breiðst út til annarra landa í Evrópu. Þetta er notað hjá mörgum liðum.“ Arnar bendir á að íþróttamenn í fremstu röð þurfi oftar en ekki að færa miklar fórnir og gefa hinar og þessar nautnir upp á bátinn. Það sé erfitt að lifa algjöru meinlætalífi, og nikótínpúðar verði þar af leiðandi sakbitin sæla („guilty pleasure“). Arnar hætti sjálfur að nota nikótínpúða fyrir átta árum. Hann segir nikótínpúðana hafa veitt sér slökunartilfinningu, rétt eins og reykingafólk finni þegar það reyki sígarettur. Hann bendir jafnframt á að nikótínið gefi líkamanum gífurlegt „sjokk“. „Ég er feginn að vera laus við þetta, vegna þess að þetta er mjög ávanabindandi.“ Hættan felst í fíkninni Greinarhöfundur ræðir einnig við Jan Tytga teiturefnafræðing sem segir nikótínpúða hafa áhrif á bæði líkamlega og andlega líðan. Líkamlega finni fólk fyrir auknum hjartslætti, hraðari öndun og blóðþrýstingi, og á sama tími upplifi það vellíðan og aukna einbeitingu. Það sé því skiljanlegt að knattspyrnumenn sæki í að nota nikótínpúða. „Frásog efnisins er mjög skilvirkt vegna fjölda æða í tungu og neðri vör. Þannig að ef þú notar það í hvíld þá er hægt að njóta áhrifanna í 45 mínútur á eftir.“ Hann bendir á að nikótínpúðar séu ekki jafn skaðlegir og reykingar en hættan sem fylgi notkuninni sé sú hversu ávanabindandi þeir eru. „Mín skilaboð eru þau að fólk ætti að halda sig frá þeim.“ Fótbolti Heilsa Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira
Í grein sem birtist á hollenska sporvefnum Sporza nú á dögunum ræðir Arnar Þór um notkun á nikótínpúðum en sjálfur notaði hann nikótínpúða í 20 ár og segist mæla eindregið gegn því Arnar segist einnig hafa orðið var við að leikmenn sem hann þjálfaði á sínum tíma væru að nota nikótínpúða, þó svo að notkunin hafi ekki alltaf verið áberandi. Í samtali við greinarhöfund segir Arnar að á hans yngri árum hafi margir í kringum hann notað nikótínpúða. „Þetta var eins og reykingar í Belgíu, þetta var eitthvað sem var mjög algengt. Í knattspyrnunni var jafnvel algengara að menn notuðu þetta frekar en ekki. Ég er ekki hissa að notkun á nikótínpúðum hafi breiðst út til annarra landa í Evrópu. Þetta er notað hjá mörgum liðum.“ Arnar bendir á að íþróttamenn í fremstu röð þurfi oftar en ekki að færa miklar fórnir og gefa hinar og þessar nautnir upp á bátinn. Það sé erfitt að lifa algjöru meinlætalífi, og nikótínpúðar verði þar af leiðandi sakbitin sæla („guilty pleasure“). Arnar hætti sjálfur að nota nikótínpúða fyrir átta árum. Hann segir nikótínpúðana hafa veitt sér slökunartilfinningu, rétt eins og reykingafólk finni þegar það reyki sígarettur. Hann bendir jafnframt á að nikótínið gefi líkamanum gífurlegt „sjokk“. „Ég er feginn að vera laus við þetta, vegna þess að þetta er mjög ávanabindandi.“ Hættan felst í fíkninni Greinarhöfundur ræðir einnig við Jan Tytga teiturefnafræðing sem segir nikótínpúða hafa áhrif á bæði líkamlega og andlega líðan. Líkamlega finni fólk fyrir auknum hjartslætti, hraðari öndun og blóðþrýstingi, og á sama tími upplifi það vellíðan og aukna einbeitingu. Það sé því skiljanlegt að knattspyrnumenn sæki í að nota nikótínpúða. „Frásog efnisins er mjög skilvirkt vegna fjölda æða í tungu og neðri vör. Þannig að ef þú notar það í hvíld þá er hægt að njóta áhrifanna í 45 mínútur á eftir.“ Hann bendir á að nikótínpúðar séu ekki jafn skaðlegir og reykingar en hættan sem fylgi notkuninni sé sú hversu ávanabindandi þeir eru. „Mín skilaboð eru þau að fólk ætti að halda sig frá þeim.“
Fótbolti Heilsa Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira