Feginn að vera laus við nikótínið Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. maí 2023 19:01 Í samtali við greinarhöfund segir Arnar að á hans yngri árum hafi margir í kringum hann notað nikótínpúða. Sjálfur notaði hann þá í 20 ár. Getty/Han Myung-Gu „Hefði ég staðið mig betur án snus? Ég held það,“ segir Arnar Þór Viðarsson fyrrum landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu og vísar þar í notkun á nikótínpúðum. Í grein sem birtist á hollenska sporvefnum Sporza nú á dögunum ræðir Arnar Þór um notkun á nikótínpúðum en sjálfur notaði hann nikótínpúða í 20 ár og segist mæla eindregið gegn því Arnar segist einnig hafa orðið var við að leikmenn sem hann þjálfaði á sínum tíma væru að nota nikótínpúða, þó svo að notkunin hafi ekki alltaf verið áberandi. Í samtali við greinarhöfund segir Arnar að á hans yngri árum hafi margir í kringum hann notað nikótínpúða. „Þetta var eins og reykingar í Belgíu, þetta var eitthvað sem var mjög algengt. Í knattspyrnunni var jafnvel algengara að menn notuðu þetta frekar en ekki. Ég er ekki hissa að notkun á nikótínpúðum hafi breiðst út til annarra landa í Evrópu. Þetta er notað hjá mörgum liðum.“ Arnar bendir á að íþróttamenn í fremstu röð þurfi oftar en ekki að færa miklar fórnir og gefa hinar og þessar nautnir upp á bátinn. Það sé erfitt að lifa algjöru meinlætalífi, og nikótínpúðar verði þar af leiðandi sakbitin sæla („guilty pleasure“). Arnar hætti sjálfur að nota nikótínpúða fyrir átta árum. Hann segir nikótínpúðana hafa veitt sér slökunartilfinningu, rétt eins og reykingafólk finni þegar það reyki sígarettur. Hann bendir jafnframt á að nikótínið gefi líkamanum gífurlegt „sjokk“. „Ég er feginn að vera laus við þetta, vegna þess að þetta er mjög ávanabindandi.“ Hættan felst í fíkninni Greinarhöfundur ræðir einnig við Jan Tytga teiturefnafræðing sem segir nikótínpúða hafa áhrif á bæði líkamlega og andlega líðan. Líkamlega finni fólk fyrir auknum hjartslætti, hraðari öndun og blóðþrýstingi, og á sama tími upplifi það vellíðan og aukna einbeitingu. Það sé því skiljanlegt að knattspyrnumenn sæki í að nota nikótínpúða. „Frásog efnisins er mjög skilvirkt vegna fjölda æða í tungu og neðri vör. Þannig að ef þú notar það í hvíld þá er hægt að njóta áhrifanna í 45 mínútur á eftir.“ Hann bendir á að nikótínpúðar séu ekki jafn skaðlegir og reykingar en hættan sem fylgi notkuninni sé sú hversu ávanabindandi þeir eru. „Mín skilaboð eru þau að fólk ætti að halda sig frá þeim.“ Fótbolti Heilsa Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Í grein sem birtist á hollenska sporvefnum Sporza nú á dögunum ræðir Arnar Þór um notkun á nikótínpúðum en sjálfur notaði hann nikótínpúða í 20 ár og segist mæla eindregið gegn því Arnar segist einnig hafa orðið var við að leikmenn sem hann þjálfaði á sínum tíma væru að nota nikótínpúða, þó svo að notkunin hafi ekki alltaf verið áberandi. Í samtali við greinarhöfund segir Arnar að á hans yngri árum hafi margir í kringum hann notað nikótínpúða. „Þetta var eins og reykingar í Belgíu, þetta var eitthvað sem var mjög algengt. Í knattspyrnunni var jafnvel algengara að menn notuðu þetta frekar en ekki. Ég er ekki hissa að notkun á nikótínpúðum hafi breiðst út til annarra landa í Evrópu. Þetta er notað hjá mörgum liðum.“ Arnar bendir á að íþróttamenn í fremstu röð þurfi oftar en ekki að færa miklar fórnir og gefa hinar og þessar nautnir upp á bátinn. Það sé erfitt að lifa algjöru meinlætalífi, og nikótínpúðar verði þar af leiðandi sakbitin sæla („guilty pleasure“). Arnar hætti sjálfur að nota nikótínpúða fyrir átta árum. Hann segir nikótínpúðana hafa veitt sér slökunartilfinningu, rétt eins og reykingafólk finni þegar það reyki sígarettur. Hann bendir jafnframt á að nikótínið gefi líkamanum gífurlegt „sjokk“. „Ég er feginn að vera laus við þetta, vegna þess að þetta er mjög ávanabindandi.“ Hættan felst í fíkninni Greinarhöfundur ræðir einnig við Jan Tytga teiturefnafræðing sem segir nikótínpúða hafa áhrif á bæði líkamlega og andlega líðan. Líkamlega finni fólk fyrir auknum hjartslætti, hraðari öndun og blóðþrýstingi, og á sama tími upplifi það vellíðan og aukna einbeitingu. Það sé því skiljanlegt að knattspyrnumenn sæki í að nota nikótínpúða. „Frásog efnisins er mjög skilvirkt vegna fjölda æða í tungu og neðri vör. Þannig að ef þú notar það í hvíld þá er hægt að njóta áhrifanna í 45 mínútur á eftir.“ Hann bendir á að nikótínpúðar séu ekki jafn skaðlegir og reykingar en hættan sem fylgi notkuninni sé sú hversu ávanabindandi þeir eru. „Mín skilaboð eru þau að fólk ætti að halda sig frá þeim.“
Fótbolti Heilsa Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira