Sannfærð um byrlun sem dregur enn dilk á eftir sér
Fjögurra barna móðir á Egilsstöðum er enn að jafna sig bæði líkamlega og andlega á erfiðri lífsreynslu á skemmtun fyrir sex árum. Hún er þakklát að hafa verið í fylgd eiginmanns síns þegar hún hneig niður. Hún er sannfærð um að henni hafi verið byrlað ólyfjan og hvetur fólk til að hafa auga með konum sem virka ölvaðar en gætu verið í hættu.