Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. október 2025 07:02 Anna er stoð og stytta Maju í leitinni að blóðforeldrunum og þær hafa leitað margea leiða undanfarin ár. Vísir/Anton Brink Aðeins sólarhringsgömul var hún skilin eftir við brú í Dianjian-héraði í Kína. Þremur árum síðar reyndist hún mikill gleðigjafi ástfangins pars á Íslandi sem þráði að eignast barn saman. Hin tvítuga Maja Meixin Aceto leitar í dag fólksins sem sá sig tilneytt til að láta dóttur sína frá sér. Leiðir foreldra Maju, Önnu Ingólfsdóttur og Luca Aceto, lágu saman á níunda áratugnum, en Anna átti þá fyrir eldri bræður Maju, þá Loga og Kára. Saman eignuðust þau síðan Róbert, þriðja bróður Maju, og svo liðu árin og þau langaði að stækka fjölskylduna. „Við vorum auðvitað bæði komin á vissan aldur og það setti strik í reikninginn. En mig hafði alltaf dreymt um að ættleiða barn og mér fannst það alltaf svo heillandi og spennandi tilhugsun að ættleiða barn af öðrum kynstofni, taka það mér og elska eins og mitt eigið. Við sóttum um og síðan tók við ferlið sem átti eftir að taka langan tíma. Okkur var sagt að við gætum fengið að ættleiða eldra barn, þannig að við áttum von á að fá barn sem myndi vera á aldrinum fimm til sjö ára,“ segir Anna. Þessi mynd var tekin af Maju þegar hún dvaldi á barnaheimilinu í Dianjiang á sínum tíma.Aðsend Dag einn fengu Anna og Luca síðan símtal frá Íslenskri ættleiðingu og var boðið að ættleiða litla stúlku tæplega þriggja ára. Þau fengu að vita að litla stúlkan hefði fundist yfirgefin við brú þegar hún var rúmlega sólarhringsgömul. Þaðan var farið með hana á barnaheimili í Dianjiang, bæ í samnefndri sýslu í Kína. Þar var henni gefið kínverska nafnið Jiang Meixin. Þegar hún var þriggja mánaða gömul hafði henni síðan verið komið fyrir hjá fósturforeldrum en þegar það lá fyrir að hún yrði ættleidd til Íslands var afráðið að koma henni aftur fyrir á barnaheimilinu og láta hana dvelja þar í dálítinn tíma til að „venja hana af“ fósturforeldrunum.“ Í september 2008 urðu Anna og Luca síðan foreldrar Maju. „Pabbi hennar komst ekki með til Kína til að sækja hana, þannig að stóri bróðir hennar kom með mér. Það var yndislegt að fá hana í fangið í fyrsta skipti, en hún brást reyndar ansi harkalega við og öskraði og grét í góðan klukkutíma. Það er auðvitað mismunandi hvernig börn bregðast við í þessum aðstæðum; sum öskra og gráta á meðan önnur fara bara í sjokk og verða stjörf. Í rútunni á leiðinni til baka á hótelið var hún síðan orðin ansi örmagna og steinsofnaði í fanginu á mér,“ rifjar Anna upp en meðfylgjandi myndskeið tók bróðir Maju af þeim mæðgum nokkrum dögum eftir ættleiðinguna. Þar er Maja altalandi á kínversku eins og heyra má, en í dag skilur hún eðlilega ekkert í málinu. Sameinuð á ný Maja átti góða æsku á Íslandi. „Af því að bræður hennar eru töluvert mikið eldri en hún þá fékk hún að vera prinsessan á heimilinu,“ segir Anna brosandi. „Það kom snemma í ljós að hún var mjög listræn, æfði söng í FÍH og lærði líka á píanó og byrjaði á dansbraut í MH.“ Þaðan sem hún útskrifaðist síðustu jól. Síðan hefur hún unnið á hjúkrunarheimili. „Svo er ég að stefna á að fara í háskólann, annaðhvort í tölvunarfræði eða lífeindafræði,“ segir Maja. Mæðgurnar segja að eftir því sem árin liðu hafi þau farið að ræða þann möguleika að hafa uppi á fyrrnefndum fósturforeldrum Maju, sem höfðu tekið hana að sér og séð um hana fyrstu þrjú árin. „Fyrst eftir að Maja kom til okkar þá var hún enn þá með þessa sterku tengingu við þau, það var augljóst að hún saknaði þeirra,“ segir Anna. Mæðgurnar hafa farið fjórum sinnum til Kína á undanförnum tólf árum.Vísir/Anton Brink Árið 2012 setti fjölskyldan sig í samband við bandarísk samtök sem aðstoða einstaklinga sem ættleiddir eru frá Kína að leita uppruna síns. Samtökin sjá meðal annars um að koma fólki í samband við einstaklinga í Kína sem taka að sér að fara á stúfana og leita uppi fólk. „Og í gegnum þau komust við í samband við konu þarna úti sem fékk myndir og upplýsingar og gögn, sem endaði á því að hún fór til bæjarins og fann þar strax konu sem þekkti fósturforeldrana hennar Maju. Á þessum tíma vakti það ekki sérstaklega fyrir okkur að finna blóðforeldrana, við vildum fyrst og fremst komast í samband við fósturforeldrana hennar; það var fyrsta skrefið. Árið þar á eftir flugum við síðan út til að hitta þau.“ Það voru ánægjulegir endurfundir og mikið sem um var rætt. Þau heimsóttu meðal annars staðinn þar sem Maja fannst á sínum tíma. „Við stoppuðum bara stutt, í nokkra daga, enda vissum við eiginlega ekkert hverju við áttum von á eða hvað við ættum af okkur að gera. En þó að þetta hafi verið stutt ferð þá dugði það til að það komst á þetta samband á milli okkar og fósturforeldranna hennar Maju. Þau eiga einn son sem er mun eldri en Maja og í dag á hún í raun tvær fjölskyldur,“ segir Anna. Leitin hefst Mæðgurnar segja að síðan hafi farið að vakna þessi hugmynd að reyna að hafa uppi á líffræðilegum foreldrum Maju. „Ég man ekki alveg hvernig það byrjaði, mér þykir auðvitað ofboðslega vænt um mömmu og pabba og bræður mína, en mér hefur alltaf fundist dálítið skrítið að vita ekki hver gekk með mig,“ segir Maja. „Það vöknuðu alls konar spurningar hjá henni, hún velti fyrir sér af hverju hún væri til dæmis svona lágvaxin og af hverju henni fyndist svona gaman að syngja og dansa. Það er held ég oft þannig hjá þeim sem eru ættleiddir, að annaðhvort vilja þeir yfirhöfuð ekki vita neitt um uppruna sinn – eða þeir vilja vita allt,“ segir Anna. Anna og Maja hafa farið þrisvar sinnum aftur til Kína til að hitta fósturfjölskylduna, árið 2017, árið 2019 og síðan í júní á þessu ári. Í hverri ferð hafa þær notað tækifærið og leitað leiða til að hafa uppi á blóðforeldrum Maju en það hefur ekki skilað árangri hingað til. Þær hafa engu að síður notið ferðalaganna til Kína til hins ýtrasta, ferðast um nálæg héruð og sveitir og kynnst menningunni. Á þessu myndskeiði má sjá Maju syngja karaoke í litlum bæ í heimahéraðinu sínu og eins og sjá má kippir hún sér ekkert upp við það að undirspilið taki smá dýfu og sleppi úr töktum. Maja fór á sínum tíma í viðtal hjá tveimur mismunandi sjónvarpsstöðvum í Dianjiang þar sem rætt var við hana um sögu hennar og leitina að upprunanum, auk þess sem hún fór í blaðaviðtal. Af einhverjum ástæðum voru engin af þessum viðtölum birt. „Við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna það var stoppað af, það virðist vera einhver ritskoðun eða eitthvað slíkt í gangi,“ segir Anna. Fjölskyldan komst á sínum tíma í kynni við Ya Zhang, ungan kennara í Dianjiang. Með þeim tókust góð kynni, Ya kom til að mynda og heimsótti þau á Íslandi árið 2018 og hefur verið þeim mikið innan handar í leitinni. Á dögunum bjó fjölskyldan til meðfylgjandi myndskeið sem Ya hefur verið að dreifa á samfélagsmiðlum í Kína. Þau létu einnig prenta veggspjöld sem hengd hafa verið upp á ýmsum stöðum í héraðinu, sem telur í kringum 60 þúsund íbúa. Ætla ekki að gefast upp Þegar Kína hóf að leyfa erlendar ættleiðingar snemma á tíunda áratugnum var engin vænting um að ættleidd börn myndu nokkurn tíma tengjast upprunafjölskyldum sínum. Börnin, aðallega stúlkur, fundust mörg á lestarstöðvum, mörkuðum og við vegarkanta þar sem fjölskyldur höfðu yfirgefið þau af ótta við miskunnarlausa framkvæmd einbirnisstefnunnar. Anna og Maja eru ekki af baki dottnar og eru staðráðnar í að halda leitinni áfram.Vísir/Anton Brink Þær forsendur hafa þó gjörbreyst á undanförnum árum. Núna stendur ættleiddum einstaklingum til að mynda til að boða að leggja fram blóðsýni sem er síðan keyrt við gagnagrunn kínversku lögreglunnar. Í ferðinni til Kína í júní síðastliðnum fóru Maja, Anna og Ya á lögreglustöðina í Dianjiang þar sem Maja skilaði inn blóðprufu. „Við erum líka í samvinnu við amerísk samtök sem heita Roots of Love og hjálpa kínverskum ættleiddum börnum sem vilja finna líffræðilega foreldra sína. Þessi samtök eru með sambönd út um allt,“ segir Anna. „Það eru nokkrir aðrir aðilar á vegum samtakanna að hjálpa okkur að leita, fara í þorpin og tala við fólk og sjá um að dreifa plaggatinu. Þau hafa stundum haft uppi á fólki sem hefur gefið frá sér börn, jafnvel tvö eða þrjú en það hefur oft komið upp úr krafsinu að fólk er hreinlega búið að loka á þetta, fjarlægja þetta úr huganum eða man ekki nákvæmlega hvernig þetta var. En miðað við hversu mikið við höfum lagt í þessa leit, þá er okkur farið að gruna að ef til vill vilji foreldrarnir ekki finnast, eða það er eitthvað annað sem stoppar þau. Við ætlum samt að halda áfram,“ segir Anna. Þær séu meðvitaðar um að mögulega gangi leitin ekki upp og þá sætti þær sig við það. „Ef þetta gengur upp þá er það bara frábært. Fólk hefur stundum spurt okkur hvað við myndum gera ef við myndum finna þau og komast síðan að því að þau væru ekki gott fólk. Það er auðvitað til slæmt fólk úti um allt. En svo er líka spurning hvort Maja eigi einhver systkini þarna úti; það vakir líka fyrir okkur að finna aðra aðstandendur en foreldrana.“ Börn og uppeldi Fjölskyldumál Ættleiðingar Kína Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Sjá meira
Leiðir foreldra Maju, Önnu Ingólfsdóttur og Luca Aceto, lágu saman á níunda áratugnum, en Anna átti þá fyrir eldri bræður Maju, þá Loga og Kára. Saman eignuðust þau síðan Róbert, þriðja bróður Maju, og svo liðu árin og þau langaði að stækka fjölskylduna. „Við vorum auðvitað bæði komin á vissan aldur og það setti strik í reikninginn. En mig hafði alltaf dreymt um að ættleiða barn og mér fannst það alltaf svo heillandi og spennandi tilhugsun að ættleiða barn af öðrum kynstofni, taka það mér og elska eins og mitt eigið. Við sóttum um og síðan tók við ferlið sem átti eftir að taka langan tíma. Okkur var sagt að við gætum fengið að ættleiða eldra barn, þannig að við áttum von á að fá barn sem myndi vera á aldrinum fimm til sjö ára,“ segir Anna. Þessi mynd var tekin af Maju þegar hún dvaldi á barnaheimilinu í Dianjiang á sínum tíma.Aðsend Dag einn fengu Anna og Luca síðan símtal frá Íslenskri ættleiðingu og var boðið að ættleiða litla stúlku tæplega þriggja ára. Þau fengu að vita að litla stúlkan hefði fundist yfirgefin við brú þegar hún var rúmlega sólarhringsgömul. Þaðan var farið með hana á barnaheimili í Dianjiang, bæ í samnefndri sýslu í Kína. Þar var henni gefið kínverska nafnið Jiang Meixin. Þegar hún var þriggja mánaða gömul hafði henni síðan verið komið fyrir hjá fósturforeldrum en þegar það lá fyrir að hún yrði ættleidd til Íslands var afráðið að koma henni aftur fyrir á barnaheimilinu og láta hana dvelja þar í dálítinn tíma til að „venja hana af“ fósturforeldrunum.“ Í september 2008 urðu Anna og Luca síðan foreldrar Maju. „Pabbi hennar komst ekki með til Kína til að sækja hana, þannig að stóri bróðir hennar kom með mér. Það var yndislegt að fá hana í fangið í fyrsta skipti, en hún brást reyndar ansi harkalega við og öskraði og grét í góðan klukkutíma. Það er auðvitað mismunandi hvernig börn bregðast við í þessum aðstæðum; sum öskra og gráta á meðan önnur fara bara í sjokk og verða stjörf. Í rútunni á leiðinni til baka á hótelið var hún síðan orðin ansi örmagna og steinsofnaði í fanginu á mér,“ rifjar Anna upp en meðfylgjandi myndskeið tók bróðir Maju af þeim mæðgum nokkrum dögum eftir ættleiðinguna. Þar er Maja altalandi á kínversku eins og heyra má, en í dag skilur hún eðlilega ekkert í málinu. Sameinuð á ný Maja átti góða æsku á Íslandi. „Af því að bræður hennar eru töluvert mikið eldri en hún þá fékk hún að vera prinsessan á heimilinu,“ segir Anna brosandi. „Það kom snemma í ljós að hún var mjög listræn, æfði söng í FÍH og lærði líka á píanó og byrjaði á dansbraut í MH.“ Þaðan sem hún útskrifaðist síðustu jól. Síðan hefur hún unnið á hjúkrunarheimili. „Svo er ég að stefna á að fara í háskólann, annaðhvort í tölvunarfræði eða lífeindafræði,“ segir Maja. Mæðgurnar segja að eftir því sem árin liðu hafi þau farið að ræða þann möguleika að hafa uppi á fyrrnefndum fósturforeldrum Maju, sem höfðu tekið hana að sér og séð um hana fyrstu þrjú árin. „Fyrst eftir að Maja kom til okkar þá var hún enn þá með þessa sterku tengingu við þau, það var augljóst að hún saknaði þeirra,“ segir Anna. Mæðgurnar hafa farið fjórum sinnum til Kína á undanförnum tólf árum.Vísir/Anton Brink Árið 2012 setti fjölskyldan sig í samband við bandarísk samtök sem aðstoða einstaklinga sem ættleiddir eru frá Kína að leita uppruna síns. Samtökin sjá meðal annars um að koma fólki í samband við einstaklinga í Kína sem taka að sér að fara á stúfana og leita uppi fólk. „Og í gegnum þau komust við í samband við konu þarna úti sem fékk myndir og upplýsingar og gögn, sem endaði á því að hún fór til bæjarins og fann þar strax konu sem þekkti fósturforeldrana hennar Maju. Á þessum tíma vakti það ekki sérstaklega fyrir okkur að finna blóðforeldrana, við vildum fyrst og fremst komast í samband við fósturforeldrana hennar; það var fyrsta skrefið. Árið þar á eftir flugum við síðan út til að hitta þau.“ Það voru ánægjulegir endurfundir og mikið sem um var rætt. Þau heimsóttu meðal annars staðinn þar sem Maja fannst á sínum tíma. „Við stoppuðum bara stutt, í nokkra daga, enda vissum við eiginlega ekkert hverju við áttum von á eða hvað við ættum af okkur að gera. En þó að þetta hafi verið stutt ferð þá dugði það til að það komst á þetta samband á milli okkar og fósturforeldranna hennar Maju. Þau eiga einn son sem er mun eldri en Maja og í dag á hún í raun tvær fjölskyldur,“ segir Anna. Leitin hefst Mæðgurnar segja að síðan hafi farið að vakna þessi hugmynd að reyna að hafa uppi á líffræðilegum foreldrum Maju. „Ég man ekki alveg hvernig það byrjaði, mér þykir auðvitað ofboðslega vænt um mömmu og pabba og bræður mína, en mér hefur alltaf fundist dálítið skrítið að vita ekki hver gekk með mig,“ segir Maja. „Það vöknuðu alls konar spurningar hjá henni, hún velti fyrir sér af hverju hún væri til dæmis svona lágvaxin og af hverju henni fyndist svona gaman að syngja og dansa. Það er held ég oft þannig hjá þeim sem eru ættleiddir, að annaðhvort vilja þeir yfirhöfuð ekki vita neitt um uppruna sinn – eða þeir vilja vita allt,“ segir Anna. Anna og Maja hafa farið þrisvar sinnum aftur til Kína til að hitta fósturfjölskylduna, árið 2017, árið 2019 og síðan í júní á þessu ári. Í hverri ferð hafa þær notað tækifærið og leitað leiða til að hafa uppi á blóðforeldrum Maju en það hefur ekki skilað árangri hingað til. Þær hafa engu að síður notið ferðalaganna til Kína til hins ýtrasta, ferðast um nálæg héruð og sveitir og kynnst menningunni. Á þessu myndskeiði má sjá Maju syngja karaoke í litlum bæ í heimahéraðinu sínu og eins og sjá má kippir hún sér ekkert upp við það að undirspilið taki smá dýfu og sleppi úr töktum. Maja fór á sínum tíma í viðtal hjá tveimur mismunandi sjónvarpsstöðvum í Dianjiang þar sem rætt var við hana um sögu hennar og leitina að upprunanum, auk þess sem hún fór í blaðaviðtal. Af einhverjum ástæðum voru engin af þessum viðtölum birt. „Við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna það var stoppað af, það virðist vera einhver ritskoðun eða eitthvað slíkt í gangi,“ segir Anna. Fjölskyldan komst á sínum tíma í kynni við Ya Zhang, ungan kennara í Dianjiang. Með þeim tókust góð kynni, Ya kom til að mynda og heimsótti þau á Íslandi árið 2018 og hefur verið þeim mikið innan handar í leitinni. Á dögunum bjó fjölskyldan til meðfylgjandi myndskeið sem Ya hefur verið að dreifa á samfélagsmiðlum í Kína. Þau létu einnig prenta veggspjöld sem hengd hafa verið upp á ýmsum stöðum í héraðinu, sem telur í kringum 60 þúsund íbúa. Ætla ekki að gefast upp Þegar Kína hóf að leyfa erlendar ættleiðingar snemma á tíunda áratugnum var engin vænting um að ættleidd börn myndu nokkurn tíma tengjast upprunafjölskyldum sínum. Börnin, aðallega stúlkur, fundust mörg á lestarstöðvum, mörkuðum og við vegarkanta þar sem fjölskyldur höfðu yfirgefið þau af ótta við miskunnarlausa framkvæmd einbirnisstefnunnar. Anna og Maja eru ekki af baki dottnar og eru staðráðnar í að halda leitinni áfram.Vísir/Anton Brink Þær forsendur hafa þó gjörbreyst á undanförnum árum. Núna stendur ættleiddum einstaklingum til að mynda til að boða að leggja fram blóðsýni sem er síðan keyrt við gagnagrunn kínversku lögreglunnar. Í ferðinni til Kína í júní síðastliðnum fóru Maja, Anna og Ya á lögreglustöðina í Dianjiang þar sem Maja skilaði inn blóðprufu. „Við erum líka í samvinnu við amerísk samtök sem heita Roots of Love og hjálpa kínverskum ættleiddum börnum sem vilja finna líffræðilega foreldra sína. Þessi samtök eru með sambönd út um allt,“ segir Anna. „Það eru nokkrir aðrir aðilar á vegum samtakanna að hjálpa okkur að leita, fara í þorpin og tala við fólk og sjá um að dreifa plaggatinu. Þau hafa stundum haft uppi á fólki sem hefur gefið frá sér börn, jafnvel tvö eða þrjú en það hefur oft komið upp úr krafsinu að fólk er hreinlega búið að loka á þetta, fjarlægja þetta úr huganum eða man ekki nákvæmlega hvernig þetta var. En miðað við hversu mikið við höfum lagt í þessa leit, þá er okkur farið að gruna að ef til vill vilji foreldrarnir ekki finnast, eða það er eitthvað annað sem stoppar þau. Við ætlum samt að halda áfram,“ segir Anna. Þær séu meðvitaðar um að mögulega gangi leitin ekki upp og þá sætti þær sig við það. „Ef þetta gengur upp þá er það bara frábært. Fólk hefur stundum spurt okkur hvað við myndum gera ef við myndum finna þau og komast síðan að því að þau væru ekki gott fólk. Það er auðvitað til slæmt fólk úti um allt. En svo er líka spurning hvort Maja eigi einhver systkini þarna úti; það vakir líka fyrir okkur að finna aðra aðstandendur en foreldrana.“
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Ættleiðingar Kína Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Sjá meira