Íslenskur nuddari ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada Fimmtugur íslenskur karlmaður, Guðbjartur Haraldsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada. Samkvæmt fréttum þarlendra miðla hefur Guðbjartur starfað sem nuddari í Surrey borg í nágrenni Vancouver í Bresku Kólumbíu. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu sem sótti hjá honum meðferð. 14.12.2022 07:01
Greindi eiginmanninn á Google eftir stutt stopp á bráðamóttöku „Það versta er að læknar þola ekki sjálfsgreiningar af Google, en almúginn þarf samt að greina sig sjálfur til að fá hjálp,“ segir Karen Bereza. Eiginmaður hennar var sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans með verkjalyf þrátt fyrir sárar höfuðkvalir og hnakkastífni. 13.12.2022 15:14
„Hefðuð þið viljað þennan gaur sem bæjarfulltrúa?“ „Hefðuð þið viljað þennan gaur, núverandi formann Ölmu, sem bæjarfulltrúa? Myndu þið treysta honum til þess að koma að ákvarðanatöku um húsnæðismál í Kópavogi? Eða velferðarmál? Málefni öryrkja?“ spyr Hans Alexander Margrétarson Hansen leikskólaleiðbeinandi og stofnandi Pírata í Kópavogi og á þar við Ingólf Árna Gunnarsson framkvæmdastjóra Ölmu leigufélags. Ingólfur var Oddviti Pírata árið 2014. 12.12.2022 21:02
Mikilvægt að huga að réttri orkunotkun í frostinu „Við stöndum öll í þessum saman og hlúum að þessu,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður Veitna en frosthörkur á landinu undanfarna daga hafa haft áhrif á upphitun húsa. Hrefna segir ekki ástæðu til að fara sparlega með heita vatnið en mikilvægt sé að fólk fari vel yfir stillingar á heimilum sínum. 12.12.2022 17:36
Hyggjast bregðast við ofbeldi meðal barna Mosfellsbær, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ undirrituðu síðastliðinn föstudag viljayfirlýsingu um samstarf vegna barna í viðkvæmri stöðu. Brugðist verður við auknu og alvarlegra ofbeldi meðal barna með þverfaglegu samstarfi sem ætlað er að draga úr líkum á ofbeldisbrotum og stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu í Mosfellsbæ. 12.12.2022 13:56
Réðst á barnsmóður og 28 daga gamalt barn sitt: „Hræðilegt að sjá hana“ Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 12 mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð þáverandi kærustu sinnar og barnsmóður og 28 daga gamallar dóttur þeirra. Fram kemur í dómnum að konan hafi sætt margvíslegu ofbeldi af hálfu mannsins um langt skeið og þá hafi maðurinn haldið áfram að ásækja hana eftir að umrædd árás átti sér stað. 12.12.2022 11:54
„Maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina“ Jafnvel þótt samningar tækjust í kvöld á milli samflots VR og iðnaðarmanna við Samtök atvinnulífsins, þyrfti helgina til að klára þá. Það fór ágætlega á með þeim Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni Rafiðnaðarsambands Íslands og Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins fyrr í kvöld þegar fréttastofa Stöðvar 2 tók þá tali. 9.12.2022 21:23
Í fyrsta sinn sem hlutfall tengifarþega er hærra hjá Play Stjórnendur Icelandair og Play hafa birt farþegatölur síðasta mánaðar og er niðurstaðan sú að í fyrsta sinn er hlutfall tengifarþega hærra hjá því síðarnefnda. 9.12.2022 20:35
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9.12.2022 18:09
Viðar Erlingsson tekur við Marel Software Solutions Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Marel Software Solutions.Hann mun bera ábyrgð á framtíðarsýn og stefnu hugbúnaðarlausna Marel á heimsvísu. Í því felst meðal annars að tryggja stöðu félagsins sem lykilsölu- og þjónustuaðila á sviði stafrænna lausna í matvælavinnslu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. 9.12.2022 17:31