fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans

Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær.

Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu

Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum.

Starfsmenn Arion bíða fregna af uppsögnum

Vísir setti sig í samband við Harald Guðna Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, í gærkvöldi sem sagði að það væru engar hópuppsagnir fyrirhugaðar í dag.

Átján andlit Ingibjargar

Listakona sem greindist með geðhvarfasýki fyrir rúmu ári skrásetti líðan sína með því að taka ljósmyndir af sjálfri sér í bataferlinu. Sýningin heitir Sálræn litadýrð og er liður í hátíðinni Klikkuð menning sem nú fer fram.

Jónas Sig tónlistarmaður skoraði kvíðann á hólm

Jónas Sig, tónlistarmaður, fór markvisst að skoða kvíðahugsanir sínar og komst því að þarna var andstæðingur hans að tala. Hann fagnar hátíðinni Klikkuð menning í kvöld ásamt fjölda annarra listamanna.

Segir landsmenn þurfa að venjast lyfjaskorti

Forstjóri Lyfjastofnunar segir að landsmenn þurfi að venjast því að hér sé viðvarandi lyfjaskortur. Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum séu að fást við sama vanda. Nú skorti um hundrað lyf hér á landi og ástandið geti orðið alvarlegt. Skorturinn sé hins vegar helmingi meiri í Noregi.

Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka

Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt.

Alþýðusambandið vinnur að leiðbeinandi reglum sem ver starfsfólk stéttarfélaga

Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum.

Framkvæmdastjóri Eflingar segir háttsetta stjórnendur félagsins hafa verið handgengnir fyrri forystu

Framkvæmdastjóri Eflingar tekur undir með formanni VR um að tiltekinn hópur starfsmanna félagsins hafi verið handgenginn fyrri forystu félagsins í kosningabaráttunni í fyrravor. Hann segir ógerning að fara að kröfum fyrrverandi stjórnenda félagsins upp á tugi milljóna króna. Lögmaður starfsfólksins hafi reynt að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga.

Segir á­kveðna starfs­menn hafa beitt sér gegn öðrum fram­bjóðandanum um for­manns­sæti Eflingar

Formaður VR segir að ákveðinn hópur starfsfólks stéttarfélaga hafi ekki verið sáttur við þá miklu endurnýjun sem hafi orðið á forystu félaganna síðustu misseri. Þannig hafi tiltekinn hópur starfsmanna Eflingar beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningabaráttunni um formannsembættið í fyrra vor. Lögmaður VR hefur reynt að ná sáttum við Eflingu vegna starfsmanns stéttarfélagsins sem hefur verið í veikindafríi í tæpt ár.

Sjá meira